26.05.2020
Samkvæmt samningi mennta- og menningarráðherra við ÍSÍ eru greiddar 450 milljónir króna til íþróttahreyfingarinnar í fyrsta lið í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að bæta það tjón sem einingar innan hennar urðu fyrir.
22.04.2020
Ný takmörkun á samkomum tekur gildi 4. maí 2020.
06.04.2020
Í ljósi Covid-19 faraldursins hefur stjórn ÍBA tekið þá ákvörðun að fresta 64. ársþingi ÍBA sem átti að fara fram 28. apríl nk. ótímabundið og verður nýtt fundarboð ásamt tillögu að lagabreytingu sent út með a.m.k. fjögurra vikna fyrirvara.
21.03.2020
Akureyrarbær og aðildarfélög ÍBA fara að tilmælum stjórnvalda, sóttvarnalæknis, ÍSÍ og UMFÍ. Öll íþróttamannvirki bæjarins verða lokuð á meðan samkomubann er í gildi til 13. apríl nk.
06.03.2020
Þátttaka ungs fólks í skipulögðu íþróttastarfi tengist betri námsárangri og betri líðan ásamt því að draga úr líkum á frávikshegðun.
05.03.2020
Hér kemur tilkynning frá ÍSÍ vegna leiðbeininga sóttvarnarlæknis varðandi samkomur.
20.01.2020
Alls voru 41 tilnefndir til Íþróttamaður Akureyrar af aðildarfélögum ÍBA, 22 konur og 16 karlar, og að þessu sinni tóku 16 fulltrúar þátt í kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Akureyrar 2019 skv. 5. grein reglugerðar um Íþróttamann Akureyrar.
15.01.2020
Kjöri íþróttamanns Akureyrar 2019 var lýst í menningarhúsinu Hofi í kvöld. Þetta var í 41. skipti sem íþróttamaður Akureyrar er heiðraður. Í ár varð sú breyting á að stjórn afrekssjóðs fer yfir allar tilnefningar frá aðildafélögum ÍBA og tilnefnir 10 einstaklinga af hvoru kyni sem kosið er um. Á athöfninni veitti Frístundaráð viðurkenningar fyrir Íslandsmeistara á árinu og sérstaka heiðursviðurkenningu auk þess sem Afrekssjóður Akureyrarbæjar veitti afreksstyrki til afreksefna ÍBA. Íþróttakona og Íþróttakarl Akureyrar 2019 eru Aldís Kara Bergsdóttir og Viktor Samúelsson.
11.01.2020
Þjálfaramenntun 1. og 2. stigs ÍSÍ.
10.01.2020
Íþróttabandalag Akureyrar og Frístundaráð Akureyrar bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi miðvikudaginn 15. janúar kl. 17:30 þar sem lýst verður kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Akureyrar.