Íslenska U18 landsliðið fékk silfur á HM í 3.deild eftir svekkjandi tap gegn Ísrael í síðasta leik mótsins. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur fyrir fullu húsi gesta en Ísrael fékk draumabyrjun í leiknum og komust í 2-0 í fyrstu lotu. Ísland náði að minnka munninn í 3. lotu í 2-1 en nær komumst við ekki því Ísrael bætti við þremur mörkum og tóku gullverðlaunin á mótinu. Birki Einisson var valinn besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu og Arnar Helgi Kristjánsson var valinn besti varnarmaður mótsins.
Andrésarskólinn auglýsing 20. mars 2023
SKA býður nýjum krökkum að koma og byrja að æfa snjóbretti, gönguskíði eða alpagreinar - og fá að keppa á Andrésarleikunum þegar tímabilinu lýkur. Upplagt fyrir krakka sem hafa verið að prófa sig aðeins áfram ...
Einar Rafn Eiðsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Eru þetta frábærar fréttir enda Einar einn allra besti leikmaður Olísdeildarinnar og algjör lykilmaður í okkar liði
Í dag eru liðin 20 ár frá stofnun hlaupadeildar UFA. Markmið deildarinnar hefur frá upphafi verið að auka hag langhlaupa í bæjarfélaginu, standa fyrir æfingum og hlaupanámskeiðum og aðstoða við framkvæmd almenningshlaupa á vegum UFA.
Þór/KA sigraði Selfoss með sjö mörkum gegn tveimur í lokaleik liðsins í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins í Boganum í dag. Sandra María Jessen skoraði þrjú mörk og hefur samtals skorað 11 mörk í mótinu.
Úrslitakeppnin í Hertz-deild karla í íshokkí hefst næsta þriðjudag 21. mars. SA Víkingar taka þá á móti Skautafélagi Reykjavíkur en SA Víkingar eru deildarmeistarar og byrja því á heimavelli en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitlinn í íshokkí. Leikurinn á þriðudag hefst kl. 19:30.
Miðaverð er 1500 kr. en frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Hægt er að tryggja sér miða í forsölu í Stubb. Við hvetjum fólk til þess að mæta í rauðu og litum þannig stúkuna í okkar lit.
Sjoppan verður opin svo engin þarf að fara svangur heim. Áfram SA!
Ungir KA menn náðu góðum árangri í bæði 18 ára 21 árs flokki um helgina í Judo en mótið var haldið í KA heimilinu. Í flokki undir 18 ára vann Margrét Matthíasdóttir til gullverðlauna í 63kg. flokki kvenna og Samir Jónsson til silfurverðlauna í -66 kg þyngdarflokki karla.
Þór vann stórsigur gegn b liði Breiðabliks er liðin mættust í lokaleik deildarinnar í leik sem fram fór í Smáranum. Yfirburðir Þórs voru með miklum ólíkindum en þegar upp var staðið var munurinn á liðunum 87 stig, lokatölur leiksins urðu 138:41.
Í dag er síðasti keppnisdagur á heimsmeistaramótin sem fram fer hér í Skautahöllinni á Akureyri. Íslenska liðið er búið að vinna alla sína leiki á mótinu, en þurfa að vinna Ísrael í lokaleiknum í kvöld til að tryggja sér gullið. Leikurinn hefst kl. 18:00 og nú þurfum við að fylla höllina.
Í dag er síðasti keppnisdagur á heimsmeistaramótin sem fram fer hér í Skautahöllinni á Akureyri. Íslenska liðið er búið að vinna alla sína leiki á mótinu, en þurfa að vinna Ísrael í lokaleiknum í kvöld til að tryggja sér gullið. Leikurinn hefst kl. 18:00 og nú þurfum við að fylla höllina.
KA og ÍBV mætast í undanúrslitum Lengjubikarsins klukkan 16:05 í Akraneshöllinni í dag en bæði lið unnu sinn riðil og fóru því áfram í undanúrslitin. Í hinum leiknum mætast Víkingur og Valur og verður spennandi að sjá hvaða lið fara áfram í sjálfan úrslitaleikinn
Bæði karla- og kvennaliðið okkar í körfuboltanum eiga útileik um helgina, strákarnir í kvöld og stelpurnar á morgun. Karlaliðið í handbolta á heimaleik á laugardag og kvennaliðið í fótbolatnum heimaleik á sunnudag.
Bruno Bernat hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og leikur því áfram með sínu uppeldisfélagi næstu árin. Bruno kom af krafti ungur inn í markið í meistaraflokksliði KA en hann verður 21 árs á næstu dögum og verður afar gaman að fylgjast áfram með hans framgöngu
KA/Þór mætir Val í úrslitaleik Powerade bikars 4. flokks kvenna í handbolta klukkan 18:00 í Laugardalshöllinni í dag. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs
Það eru stórir leikir framundan hjá U17 og U19 ára landsliðum Íslands í fótbolta en bæði lið leika í milliriðlum í undankeppni EM dagana 22.-28. mars næstkomandi og eigum við KA-menn einn fulltrúa í hvoru liði
Dregið hefur verið í happdrætti meistaraflokks karla í fótbolta. Vinningaskráin er birt hér, en vinninga má vitja í Hamri frá og með 1. apríl til 1. maí.