Greinar frá RSS veitum

Handbolti: Þór - Víkingur

Þórsarar leika næstsíðasta heimaleik sinn í Grill 66 deildinni í handbolta í dag kl. 18 þegar Víkingar koma í Höllina.

Íslenska U18 landsliðið fékk silfur á heimavelli

Íslenska U18 landsliðið fékk silfur á HM í 3.deild eftir svekkjandi tap gegn Ísrael í síðasta leik mótsins. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur fyrir fullu húsi gesta en Ísrael fékk draumabyrjun í leiknum og komust í 2-0 í fyrstu lotu. Ísland náði að minnka munninn í 3. lotu í 2-1 en nær komumst við ekki því Ísrael bætti við þremur mörkum og tóku gullverðlaunin á mótinu. Birki Einisson var valinn besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu og Arnar Helgi Kristjánsson var valinn besti varnarmaður mótsins.

Andrésarskólinn hefst mánudaginn 20. mars!

Andrésarskólinn auglýsing 20. mars 2023 SKA býður nýjum krökkum að koma og byrja að æfa snjóbretti, gönguskíði eða alpagreinar - og fá að keppa á Andrésarleikunum þegar tímabilinu lýkur. Upplagt fyrir krakka sem hafa verið að prófa sig aðeins áfram ...

Einar Rafn framlengir um tvö ár!

Einar Rafn Eiðsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Eru þetta frábærar fréttir enda Einar einn allra besti leikmaður Olísdeildarinnar og algjör lykilmaður í okkar liði

Hlaupadeild UFA 20 ára

Í dag eru liðin 20 ár frá stofnun hlaupadeildar UFA. Markmið deildarinnar hefur frá upphafi verið að auka hag langhlaupa í bæjarfélaginu, standa fyrir æfingum og hlaupanámskeiðum og aðstoða við framkvæmd almenningshlaupa á vegum UFA.

Ágúst Lárusson, minning.

Ágúst Lárusson handknattleiksþjálfari hjá íþróttafélaginu Þór verður lagður til hinstu hvílu í dag en hann lést á heimili sínu þann 2. mars sl.

Þriðja þrenna Söndru Maríu, sjö mörk frá Þór/KA, sigur og sæti í undanúrslitum

Þór/KA sigraði Selfoss með sjö mörkum gegn tveimur í lokaleik liðsins í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins í Boganum í dag. Sandra María Jessen skoraði þrjú mörk og hefur samtals skorað 11 mörk í mótinu.

Úrslitakeppni karla hefst á þriðjudag

Úrslitakeppnin í Hertz-deild karla í íshokkí hefst næsta þriðjudag 21. mars. SA Víkingar taka þá á móti Skautafélagi Reykjavíkur en SA Víkingar eru deildarmeistarar og byrja því á heimavelli en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitlinn í íshokkí. Leikurinn á þriðudag hefst kl. 19:30. Miðaverð er 1500 kr. en frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Hægt er að tryggja sér miða í forsölu í Stubb. Við hvetjum fólk til þess að mæta í rauðu og litum þannig stúkuna í okkar lit. Sjoppan verður opin svo engin þarf að fara svangur heim. Áfram SA!

KA ungmenni stóðu sig vel á Vormóti JSÍ

Ungir KA menn náðu góðum árangri í bæði 18 ára 21 árs flokki um helgina í Judo en mótið var haldið í KA heimilinu. Í flokki undir 18 ára vann Margrét Matthíasdóttir til gullverðlauna í 63kg. flokki kvenna og Samir Jónsson til silfurverðlauna í -66 kg þyngdarflokki karla.

Stórsigur í lokaleiknum og úrslitakeppnin handan við hornið

Þór vann stórsigur gegn b liði Breiðabliks er liðin mættust í lokaleik deildarinnar í leik sem fram fór í Smáranum. Yfirburðir Þórs voru með miklum ólíkindum en þegar upp var staðið var munurinn á liðunum 87 stig, lokatölur leiksins urðu 138:41.

Þórsarar með sigur gegn Kórdrengjum

Þórsarar sigruðu Kórdrengi með níu marka mun í Grill 66 deildinni í handbolta í dag. Stigin eru orðin 12, en liðið er áfram í 9. sæti deildarinnar.

HM U18 klárast í kvöld með hreinum úrslitaleik

Í dag er síðasti keppnisdagur á heimsmeistaramótin sem fram fer hér í Skautahöllinni á Akureyri. Íslenska liðið er búið að vinna alla sína leiki á mótinu, en þurfa að vinna Ísrael í lokaleiknum í kvöld til að tryggja sér gullið. Leikurinn hefst kl. 18:00 og nú þurfum við að fylla höllina.

HM U18 klárast í kvöld með hreinum úrslitaleik

Í dag er síðasti keppnisdagur á heimsmeistaramótin sem fram fer hér í Skautahöllinni á Akureyri. Íslenska liðið er búið að vinna alla sína leiki á mótinu, en þurfa að vinna Ísrael í lokaleiknum í kvöld til að tryggja sér gullið. Leikurinn hefst kl. 18:00 og nú þurfum við að fylla höllina.

KA mætir ÍBV í undanúrslitum Lengjubikarsins

KA og ÍBV mætast í undanúrslitum Lengjubikarsins klukkan 16:05 í Akraneshöllinni í dag en bæði lið unnu sinn riðil og fóru því áfram í undanúrslitin. Í hinum leiknum mætast Víkingur og Valur og verður spennandi að sjá hvaða lið fara áfram í sjálfan úrslitaleikinn

Útileikir í körfunni, heima í fótbolta og handbolta

Bæði karla- og kvennaliðið okkar í körfuboltanum eiga útileik um helgina, strákarnir í kvöld og stelpurnar á morgun. Karlaliðið í handbolta á heimaleik á laugardag og kvennaliðið í fótbolatnum heimaleik á sunnudag.

Bruno Bernat framlengir um 2 ár!

Bruno Bernat hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og leikur því áfram með sínu uppeldisfélagi næstu árin. Bruno kom af krafti ungur inn í markið í meistaraflokksliði KA en hann verður 21 árs á næstu dögum og verður afar gaman að fylgjast áfram með hans framgöngu

KA/Þór í bikarúrslitum kl. 18:00 í dag

KA/Þór mætir Val í úrslitaleik Powerade bikars 4. flokks kvenna í handbolta klukkan 18:00 í Laugardalshöllinni í dag. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs

Ívar í U17 og Ingimar í U19 landsliðunum

Það eru stórir leikir framundan hjá U17 og U19 ára landsliðum Íslands í fótbolta en bæði lið leika í milliriðlum í undankeppni EM dagana 22.-28. mars næstkomandi og eigum við KA-menn einn fulltrúa í hvoru liði

Dregið í happdrætti mfl. karla í fótbolta

Dregið hefur verið í happdrætti meistaraflokks karla í fótbolta. Vinningaskráin er birt hér, en vinninga má vitja í Hamri frá og með 1. apríl til 1. maí.

Stærsta Goðamótshelgi vetrarins fram undan

Um komandi helgi heldur knattspyrnudeild Þórs Goðamót í 6. flokki drengja í fótbolta í Boganum.