Greinar frá RSS veitum

Sjóvá styrkir knattspyrnudeild KA næstu 2 árin

Sjóvá og knattspyrnudeild KA undirrituðu í dag nýjan tveggja ára styrktarsamning. Sjóvá hefur verið öflugur bakhjarl deildarinnar og erum við afar þakklát þeim fyrir áframhaldandi samstarf sem mun skipta miklu máli í knattspyrnustarfinu

KA/Þór fékk ÍR í Coca-Cola bikarnum

Í dag var dregið í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikars kvenna í handbolta og var KA/Þór í pottinum. Stelpurnar fengu útileik gegn ÍR en áætlað er að leikurinn fari fram í kringum 5. febrúar næstkomandi

Þrjár KA stelpur á úrtaksæfingum landsliða

KA á þrjá fulltrúa á komandi úrtaksæfingum fyrir yngri landslið kvenna í knattspyrnu. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir var valin í U17 ára hópinn, Iðunn Rán Gunnarsdóttir í U16 og þá var hún Tanía Sól Hjartardóttir valin í U15 ára hópinn

Sveinn Elías framlengir við Þór

Sveinn Elías Jónsson fyrirliði Þórs til síðustu ára framlengdi samning sinn við Þór til eins árs.

Árið 2020 hafið

Æfingar eru hafnar á fullu árið 2020 og allir hópar komnir af stað. Byrjendur eru ávalt velkomnir. Nú er búið að opna fyrir skráninguna í Nora kerfinu og æfingagjöld hafa ekkert hækkað frá fyrra ári. Nú er systkyna afslátturinn hærri … Continue reading →

Salka Sverrisdóttir í æfingabúðir U-16 landsliðs unglinga í áhaldafimleikum.

Landsliðsþjálfarar í áhaldafimleikum þau Hildur Ketilsdóttir (kvenna), Þorbjörg Gísladóttir (unglinga) og Róbert Kristmannsson (karla), hafa á dögunum verið með úrtökuæfingar fyrir úrvalshópa í áhaldafimleikum fyrir árið 2020. Vel hefur verið mætt á æfingarnar og hafa þær gengið vonum framar. Frá FIMAK voru boðuð þau Salka Sverrisdóttir, Elenóra Mist Jónsdóttir, Kristín Hrund Vatnsdal, Emílía Mist Gestsdóttir, Mikael Gísli Finnsson og Sólon Sverrisson. Í úrvalshópum hjá FSÍ eru þeir einstaklingar sem koma til greina í landsliðsverkefni á árinu í hverjum aldursflokki fyrir sig, bæði í unglinga- og fullorðinsflokki. Fjöldi í úrvalshópi er ekki ákveðinn fyrirfram heldur eru þeir valdir hverju sinni sem erindi eiga í ólík verkefni landsliðsins á hverju ári fyrir sig. Af þeim sem tóku þátt frá FIMAK hefur Salka Sverrisdóttir verið valin áfram til þáttöku í æfingabúðum U-16 landsliðs unglinga sem fram fara í Reykjavík 22.-24. Janúar 2020.

GA og Slippfélagið í áframhaldandi samstarf

Glæsilegar fréttir

Sundfélagið Óðinn hlaut styrk frá Norðurorku

Sundfélagið Óðinn hlaut styrk frá Norðurorku

Þór úr leik í bikarnum eftir tap gegn Tindastóli

Þór er úr leik í Geysisbikarnum eftir slæmt tap gegn Tindastóli í 8 liða úrslitum í leik sem fram fór á Sauðárkróki í kvöld. 

Gunnlaugur Rafn æfir hjá Bærum SK

Knattspyrnumaðurinn Gunnlaugur Rafn Ingvarsson æfir um þessar mundir hjá norska liðinu Bærum SK. Gunnlaugur sem verður 17 ára á árinu er mikið efni og ljóst að þetta er mikil viðurkenning fyrir hann að fá þetta tækifæri

Föstudagsframsagan fer aftur af stað!

Föstudagsframsagan fer aftur af stað á föstudaginn þegar Miguel Mateo Castrillo og Filip Pawel Szewczyk kynna starf blakdeildar KA. Vídalín veitingar verða með gómsætar kótilettur ásamt meðlæti á aðeins 2.200 krónur

Jakob Franz í byrjunarliði Íslands í tapi gegn Georgíu

Jakob Franz Pálsson var í byrjunarliði U17 í knattspyrnu sem tapaði gegn Georgíu á móti sem fram fer í Hvíta Rússlandi. 

33 fulltrúar KA í afreks- og hæfileikamótun KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands verður í vikunni með afreksæfingar fyrir stráka og stelpur fædd 2004-2005 sem og hæfileikamótun fyrir stráka og stelpur fædd 2006-2007. Það má með sanni segja að fulltrúar KA skipi ansi stóran hluta en alls koma 33 fulltrúar frá KA að æfingunum

16 krakkar frá Þór í Hæfileikamótun KSÍ og N1

9 stúlkur og 7 drengir úr Þór taka þátt í hæfileikamótun KSÍ og N1 sem fram fer í Boganum 26. janúar.

Komdu í blak! Frítt að prófa

Blakdeild KA býður öllum að koma og prófa blak út febrúar. Mikil gróska er í blakinu hjá KA um þessar mundir en bæði karla- og kvennalið félagsins eru Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar og um að gera að prófa þessa mögnuðu íþrótt

Fyrirlestur með Antoni Páli.

Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg ? Anton Páll Níelsson verður með fyrirlestur um þróun hestamennsku síðustu áratugi. Staður:  Skeifan félagsheimili Hestamannafélagsins Léttis. Stund:  föstudagskvöldið  31. Janúar n.k.  kl 20.00 um þróun hestamennsku síðustu áratugi. Viðfangsefni: Þar ræðir Anton Páll  um reiðmennsku og almenna þekkingu í hestamennsku og aðbúnað hrossa. Eigum saman notalega stund í byrjun þorra . Allir velkomnir. Aðgangseyrir 1500 kr Posi á staðnum. Fræðslunefnd.

Hér kemur dagskrá aðalfundar sem haldinn verður 25 janúar 2020 kl. 14:00

1. Formaður setur fundinn og boðar kosningu fundarstjóra og ritara fundarins. 2. Fundarstjóri kannar lögmæti fundarins og kynnir dagskrá hans. 3. Formaður flytur skýrslu stjórnar. 4. […]

U20 landsliðið íshokkí unnu gullið á HM í Búlgaríu

Íslenska U20 landsliðið í íshokkí unnu gullið á HM í III deild í gær þegar liðið lagði Ástralíu sannfærandi að velli 4-1 í úrslitaleiknum. Íslenska liðið var klárlega betra liðið á vellinum og baráttan og sigurviljinn greinilega meiri. SA drengirnir þeir Heiðar Gauti Jóhannsson, Heiðar Örn Kristveigarsson og Axel Orongan skoruðu mörk Íslands í úrslitaleiknum og var Axel stigahæsti leikmaður mótsins með 16 stig. Axel var í lok móts valinn bæði besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu og besti sóknarmaður mótsins. U-20 liðið fer upp um deild á næsta ári og spilar í deild IIA en það er í fyrst sinn síðan árið 2015. Glæsilegur árangur hjá þessu magnaða liði og ljóst að framtíðin er björt í íslensku íshokkí.

U20 landsliðið íshokkí unnu gullið á HM í Búlgaríu

Íslenska U20 landsliðið í íshokkí unnu gullið á HM í III deild í gær þegar liðið lagði Ástralíu sannfærandi að velli 4-1 í úrslitaleiknum. Íslenska liðið var klárlega betra liðið á vellinum og baráttan og sigurviljinn greinilega meiri. SA drengirnir þeir Heiðar Gauti Jóhannsson, Heiðar Örn Kristveigarsson og Axel Orongan skoruðu mörk Íslands í úrslitaleiknum og var Axel stigahæsti leikmaður mótsins með 16 stig. Axel var í lok móts valinn bæði besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu og besti sóknarmaður mótsins. U-20 liðið fer upp um deild á næsta ári og spilar í deild IIA en það er í fyrst sinn síðan árið 2015. Glæsilegur árangur hjá þessu magnaða liði og ljóst að framtíðin er björt í íslensku íshokkí.

Þór sækir Tindastól heim í Geysisbikarnum

Tindastóll og Þór mætast í 8 liða úrslitum Geysisbikars karla í kvöld leikurinn hefst klukkan 19:15