Greinar frá RSS veitum

Andlát.

Andlát.   í dag var flaggað í hálfa stöng við Léttishöllina. Sigurlaug Stefánsdóttir félagi í Hestamannafélaginu Létti í áratugi er látin. Sigurlaug Stefánsdóttir eða Silla Stefáns eins og við kölluðum hana oftast var fædd 12 janúar árið 1933 og hún lést á Öldrunarheimilinu Lögmannshlíð hér í bæ þann 18 febrúar sl. þrotin af kröftum eftir töluverð mikil veikindi nú hin síðari ár. Silla var kunn hestakona hér í bæ og það gustaði um hana hvar sem hún fór, Hún fór um bæði hratt og hátt og það vissu allir þegar frú Sigurlaug fór ríðandi um. Hestar voru líf Sillu og yndi alla tíð og átti hún um dagana mörg góð hross, oft grá og þannig munum við Léttisfélagar eftir henni og t.d kemur upp í hugann nafn hlaupagammsins Öðlings í því sambandi. Silla fór á bak sér til gamans þangað til fyrir nokkrum árum er elli kelling sótti að henni og var hún komin aðeins á nýræðisaldurinn er hestamennsku hennar lauk. Hestmannafélagið Léttir þakkar nú að leiðarlokum Sigurlaugu Stefánsdótur samfylgdina í gegnum árin og sendir eftirlifandi ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Hestmannafélagið Léttir.

HK sló KA úr leik í Kjörísbikarnum

Það var vægast sagt stórleikur í Fagralundi í Kópavogi í kvöld er HK tók á móti KA í 8-liða úrslitum Kjörísbikars karla í blaki. Þarna áttust við liðin sem hafa barist um alla titla undanfarin ár og ljóst að það lið sem myndi tapa myndi detta úr leik og þar með missa af bikarúrslitahelginni

Herrakvöld KA verður 28. mars

Herrakvöld KA verður haldið með pompi og prakt laugardaginn 28. mars næstkomandi. Að venju verður skemmtileg dagskrá en fram koma meðal annars Rögnvaldur gáfaði, Sumarliði úr Hvanndalsbræðrum og Gauti Einars

Frítt á handboltaveislu laugardagsins

Það er sannkölluð handboltaveisla í KA-Heimilinu á laugardaginn er KA og KA/Þór leika heimaleiki í Olís deildinni. KA/Þór byrjar daginn kl. 14:30 með risaleik gegn HK en liðin eru í svakalegri baráttu um sæti í úrslitakeppninni

SA Víkingar deildarmeistarar 2020

SA Víkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Hertz-deild karla á gærkvöld þegar liðið lagði Björninn/Fjölni að velli 5-3. SA Víkingar tryggðu sér þar með heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem hefst 31. mars og mæta þar Birninum/Fjölni. SA Víkingar hafa unnið 12 af 13 leikjum í Hertz-deildinni í vetur og eru því afar vel að titlinum komnir.

SA Víkingar deildarmeistarar 2020

SA Víkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Hertz-deild karla á gærkvöld þegar liðið lagði Björninn/Fjölni að velli 5-3. SA Víkingar tryggðu sér þar með heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem hefst 31. mars og mæta þar Birninum/Fjölni. SA Víkingar hafa unnið 12 af 13 leikjum í Hertz-deildinni í vetur og eru því afar vel að titlinum komnir.

Stórslagur HK og KA í bikarnum í dag

Það er heldur betur stórleikur framundan í kvöld í blakinu er KA sækir HK heim í 8-liða úrslitum Kjörísbikars karla. Þarna mætast liðin sem hafa barist um stóru titlana undanfarin ár og ljóst að liðið sem tapar leiknum í kvöld fellur úr leik og missir því af stærstu helgi hvers blaktímabils

Óli Stefán kynnir komandi fótboltasumar

Þá er komið að síðustu föstudagsframsögunni í bili en Óli Stefán Flóventsson þjálfari knattspyrnuliðs KA mun þá fræða okkur um komandi fótboltasumar auk þess sem hann mun kynna nýjustu liðsmenn KA liðsins sem undirbýr sig fyrir fjórða árið í röð í efstu deild

Þór körfubolti – Meistaraflokkur kvenna

Undanfarnar vikur hefur hópur fólks komið saman með það að markmiði að undirbúa endurkomu meistaraflokks kvenna í körfubolta hjá Þór Akureyri. 

Sveinn Óli til liðs við Þór

Varnarmaðurinn sterki Sveinn Óli Birgisson gekk til liðs við Þór í dag og á sama tíma framlengdi Jóhann Helgi Hannesson samning sinn við félagið.

Jibril Abubakar á láni til KA

Knattspyrnudeild KA hefur fengið Jibril Abubakar að láni frá danska úrvalsdeildarliðinu FC Mydtjylland og mun hann leika með KA út ágúst mánuð. Jibril er tvítugur sóknarmaður og er 193 cm á hæð. Hann hefur vakið áhuga stórliða í Evrópu með frammistöðu sinni með U19 ára liði Mydtjylland í Evrópukeppni síðasta tímabil

Fréttatilkynning.

Fréttatilkynning Ágætu Léttisfélagar og aðrir hestamenn.!!!! Vegna vinnu við nýja brú á Eyjafjarðará og mikla umferð þungavinnuvéla sem og niðurrekstur á burðarbitum brúarinnar næstu daga, er öll umferð hestamanna sem og allra gangandi vegfarenda bönnuð austan Eyjafjarðarbrautar vestri um óákveðin tíma. Hestamenn eru vinsamlegast beðnir að virða þessa lokun leiðarinnar þangað til önnur tilkynning verður gefin út. Hestamannafélagið Léttir.Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrar.

Oddur í liði umferðarinnar

Oddur Gretarsson er í liði 23. umferðar þýsku 1. deildarinnar í handbolta. 

Anna Rakel í A-landsliðið og Karen María í U19

Anna Rakel Pétursdóttir var valin í A-landslið Íslands í knattspyrnu sem tekur þátt í Pinatar Cup í byrjun mars en Ísland mætir þar Norður Írlandi, Skotlandi og Úkraínu. Anna Rakel sem leikur í dag með IK Uppsala í Svíþjóð hefur leikið 6 landsleiki fyrir Ísland

Tómas Veigar lánaður í Magna

Tómas Veigar Eiríksson skrifaði í gær undir lánssamning hjá Magna og mun hann því leika á Grenivík á komandi sumri. Tómas verður 22 ára síðar í mánuðinum og er afar spennandi miðjumaður en hann framlengdi samningi sínum við KA út árið 2021 fyrir skömmu

Heldri manna hópur Léttis. kráarkvöld ljósmyndamessa Gísla Sigurgeirssonar.

Heldri manna hópurinn 65 ára + Kráarkvöld. Ljósmyndamessa Gísla Sigurgeirssonar Verður haldin í Skeifunni föstudaginn 21 febrúar n.k. kl 19.30.Húsið opnað kl 19.00.Léttur kvöldverður í boði Léttis. Ljósmyndamessa Gísla Sigurgeirssonar.Litið í myndakassann hans Gísla. Drengjakór Léttis tekur lagið. Allir hestamenn 65 ára og eldri á Akureyri og nágrenni hjartanlega velkomnir. Barinn verður opin.

SA Víkingar - Björninn/Fjölnir þriðjudag kl. 19.30

SA Víkingar taka á móti Birninum í toppslag Hertz-deildarinnar þriðjudaginn 18. febrúar kl. 19:30 í Skautahöllinni á Akureyri. Víkingar og Björninn berjast nú um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni og hafa Víkingar nú12 stiga forskot á Björninn. Ungt lið SA Víkinga hefur verið á miklu flugi undanfarið og þurfa allann þann stuðning sem stúkan getur veitt. Aðgangseyrir 1000 kr. og frítt fyrir 16. ára og yngri. Sjáumst í Skauthöllinni á þriðjudag!

Akureyrar- og bikarmót

Fimmta og næstsíðasta umferðin leikin í kvöld

Karen María í U19 hópi fyrir æfingaleiki á La Manga

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna í knattspyrnu hefur valið hóp fyrir þrjá æfingaleiki á La Manga, Spáni.

U17 kvenna – jafntefli í tveimur vináttulandsleikjum gegn Írlandi

Í liði Íslands voru Akureysku stúlkurnar María Catharina Ólafsdóttir Gros og Jakobína Hjörvarsdóttir.