Greinar frá RSS veitum

Lokað í dag í Boganum og Hamri vegna veðurs

Vegna veðurs og slæmrar færðar verður lokað í Boganum og Hamri í dag, miðvikudag. Þetta á reyndar við öll íþróttamannvirki á vegum bæjarins. Reiknað er með að starfsemin verði með eðlilegum hætti á morgun, fimmtudag. 

Allar æfingar falla niður í dag

Allar æfingar hjá KA falla niður í dag hjá öllum deildum félagsins. Þetta er gert bæði vegna veðurs sem og vegna rafmagnsleysis. Öll íþróttamannvirki Akureyrarbæjar eru því lokuð og lítið annað í stöðunni en að vonast til að ástandið batni sem allra fyrst.

Allar æfingar yngri flokka falla niður í dag

Vegna veðurs og slæmar færðar verða engar æfingar hjá yngri flokkum í boltagreinunum þremur þ.e. fótbolta, handbolta og körfubolta. 

Knattspyrnuskóli KA verður 17.-19. des

KA verður með knattspyrnuskóla dagana 17.-19. desember næstkomandi fyrir krakka sem ætla sér alla leið í fótboltanum. Skólinn er haldinn af meistaraflokki KA og er fyrir stráka og stelpur fædd 2006-2013. Mikil ánægja var með skólann í fyrra og byggjum við ofan á þann góða grunn

Knattspyrnudeild Þórs semur við Kaelon Fox

Bandaríkjamaðurinn Kaelon Fox hefur komist að samkomulagi við knattspyrnudeild Þórs um að leika með liðinu næstu tvö tímabil.

Þór dróst gegn Tindastóli í Geysisbikarnum

Okkar menn höfðu vonast til að fá heimaleik svona til tilbreytingar en síðasti heimaleikur Þórs í bikarnum var í 16 liða úrslitum Maltbikarsins 4. desember 2016 þá lagði Þór lið Tindastóls 93-81. 

Hamar og Boginn loka í dag klukkan 16:00

Vegna veðurs og slæmrar færðar verða Hamar og Boginn lokað í dag klukkan 16:00. Varðandi morgundaginn, miðvikudag verður staðan metin í fyrramálið.

Færri áhorfendur um helgar

Samkvæmt samantekt KSÍ, sem birt er á vef sambandsins, var Þór/KA í þriðja sæti yfir meðalfjölda áhorfenda á heimaleiki liða í Pepsi Max-deild kvenna.

Æfingar yngri flokka í listhlaupi og íshokkí falla niður í dag

Allar æfingar yngri flokka í listhlaupi og íshokkí falla niður í dag vegna veðurs! Eldri flokkar fá upplýsingar um sínar æfingar síðar í dag í gegnum sportabler.

Æfingar yngri flokka í listhlaupi og íshokkí falla niður í dag

Allar æfingar yngri flokka í listhlaupi og íshokkí falla niður í dag vegna veðurs! Eldri flokkar fá upplýsingar um sínar æfingar síðar í dag í gegnum sportabler.

Æfingar handknattleiksdeildar falla niður í dag

Æfingar yngriflokka KA í handbolta falla niður í dag vegna veðurs. Þetta er gert til þess að takmarka áhættuna þegar að færð spillist í bænum. Þá sérstaklega með þá flokka sem eru háðir rútu og skutli. Við biðjum ykkur vinsamlegast um að koma skilaboðunum áleiðis

Æfingar falla niður í dag, þriðjudaginn 10.12.2019.

Æfingar falla niður í dag, þriðjudaginn 10.12.2019, vegna veðurs. 

Æfingar blakdeildar falla niður í dag

Æfingar yngriflokka KA í blaki falla niður í dag vegna veðurs. Þetta eru æfingar hjá 2., 3. og 4. flokki en þetta er gert til þess að takmarka áhættuna þegar að færð spillist í bænum. Þá sérstaklega með þá flokka sem eru háðir rútu og skutli

Fótboltaæfingar falla niður hjá yngstu krökkunum í dag!

Fótboltaæfingar hjá 8. flokk, 7. flokk og 6. flokk falla niður í dag v/ veðurs!

Hugum að útigangi.

Léttisfélagar og aðrir hestamenn Ath. Nú þegar þetta norðanáhlaup sem nú geysar gengur yfir er hætt við að það loki fyrir alla beit og jafnvel fari girðingar á kaf. Þá leita hrossin af stað og getur af því skapast vandræði, slysahætta og óþægindi fyrir alla. Verum því á vaktinni og fylgjumst vel með hrossunum okkar. Þetta veður sem nú herjar á okkur er fordæmalaust og mjög slæmt fyrir hrossin þegar hitastigið er eins og það er, hross verða veðurbarinn og klakabrynjuð. Framkvændastjóri LéttisDýraeftirlit Akureyrar.

Júdóæfingum aflýst þriðjudag og miðvikudag

Júdó æfingum er aflýst í dag og á morgun miðvikudag vegna veðurs. Allir júdómenn og foreldrar eiga hins vegar að fara út í garð og gera stóran snjókarl!

Grautardagur KA er á laugardaginn

Hinn árlegi grautardagur KA verður haldinn með pompi og prakt á laugardaginn klukkan 11:30 til 13:00. Eins og venjulega verður grjónagrautur og slátur á boðstólum og hvetjum við alla KA-menn til að líta við í KA-Heimilið og njóta samverunnar en grautardagurinn hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár

Félagsfundur í Þór

Boðað er til félagsfundar í Íþróttafélaginu Þór þriðjudaginn 17. desember 2019 kl. 17:00 í Hamri.

Tilnefningum til orðunefndar skal skila inn fyrir 15. desember

Að gefnu tilefni vill orðunefnd Íþróttafélagsins Þórs koma því á framfæri til félagsmanna að tilnefningum til orðunefndar skuli skilað inn fyrir 15. desember. 

María Finnboga og Katla Björg Dagbjartsdóttir gerðu góð mót um helgina.

Alpagreinar