Greinar frá RSS veitum

Þór tekur á móti HK í dag

Þór tekur á móti HK í dag á SaltPay-vellinum kl.18.00. HK situr í efsta sæti deildarinnar og stefnir hraðbyr upp í efstu deild en okkar menn hafa spilað mjög vel að undanförnu þó svo að síðasti leikur hafi tapast naumlega. Við hvetjum alla Þórsara ti...

Fréttir af framkvæmdum

Framkvæmdirnar í Skautahöllinni hafa gengið samkvæmt áætlun í sumar. Það sem af er sumri hefur náðst að smíða allt burðarvirkið og grinda upp útveggi. Á síðustu tveimur vikum hafa útveggi svo verið klæddir að utan og áformað er að í næstu viku komi ysta lagið í klæðninguna á útvegginn sem er úr krossvið og þá kemur lokaútlit byggingarinnar að utan í ljós. Því næst verður gólfplatan tæmd og lyfturnar fjarlægðar svo hægt verði að byrja að undirbúa ísgerðina. Framkvæmdirnar halda svo áfram innan útveggjanna en verklok eru áætluð 1. júní 2023. Ísgerðin hefst þó ekki fyrr en nýju frystivélarnar eru tengdar en þær koma um helgina til Akureyrar og mun næsta viku fara í að tenga þær svo ef allt gengur að óskum með það verður hægt að koma frosti á plötuna í annarri viku og æfingar á ís geta hafist fyrir miðjan september.

Fréttir af framkvæmdum

Framkvæmdirnar í Skautahöllinni hafa gengið samkvæmt áætlun í sumar. Það sem af er sumri hefur náðst að smíða allt burðarvirkið og grinda upp útveggi. Á síðustu tveimur vikum hafa útveggi svo verið klæddir að utan og áformað er að í næstu viku komi ysta lagið í klæðninguna á útvegginn sem er úr krossvið og þá kemur lokaútlit byggingarinnar að utan í ljós. Því næst verður gólfplatan tæmd og lyfturnar fjarlægðar svo hægt verði að byrja að undirbúa ísgerðina. Framkvæmdirnar halda svo áfram innan útveggjanna en verklok eru áætluð 1. júní 2023. Ísgerðin hefst þó ekki fyrr en nýju frystivélarnar eru tengdar en þær koma um helgina til Akureyrar og mun næsta viku fara í að tenga þær svo ef allt gengur að óskum með það verður hægt að koma frosti á plötuna í annarri viku og æfingar á ís geta hafist fyrir miðjan september.

Nóg um að vera á Þórssvæðinu um helgina

Það er fátt skemmtilegra en að kíkja við í félagsheimilið sitt, fá sér kaffibolla og líta svo út á fótboltavöll og horfa á framtíð félagsins etja kappi við gestkomandi lið allstaðar af landinu. Um helgina eru hvorki fleiri né færri en níu leikir sem ...

KA í undanúrslit Mjólkurbikarsins!

KA vann 3-0 sigur á Ægismönnum á Greifavellinum í gær en með sigrinum tryggðu strákarnir sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og heldur frábært gengi liðsins í sumar því áfram og afar spennandi tímar framundan

KA-menn í eldlínunni með karlalandsliðinu

Karlalandslið Íslands í blaki stendur í ströngu um þessar mundir en liðið leikur í undankeppni EM 2023 þar sem Ísland leikur gegn Svartfjallalandi, Portúgal og Lúxemborg. Blaksambandið hefur verið í mikilli uppbyggingu í kringum landsliðin og umgjörðin algjörlega til fyrirmyndar

Vorsýning FIMAK 2022

Vorsýningarnar sem haldnar voru 4.júní eru komnar inná Youtube þar sem hægt er að sjá allar þrjár sýningarnar. Hér er slóð sýningar þrjár: Sýning 1: https://youtu.be/o-SueXeFCYASýning Sýning 2: https://youtu.be/dZVfcfXUmRMSýning Sýning 3: https://youtu.be/Hxmbbh9Rh_o

Hildur Lilja í 8. sæti á HM með U18

Hildur Lilja Jónsdóttir stóð í ströngu með U18 ára landsliði Íslands í handbolta sem lék á HM í Norður-Makedóníu á dögunum. Stelpurnar stóðu sig frábærlega á mótinu og náðu á endanum besta árangri hjá íslensku kvennalandsliði í handbolta

Akureyrar- og lokamót SÍL 2022

Tilkynning um keppni er nú aðgengileg.

Viðar Ernir bestur hjá U18 gegn Svartfellingum

Fréttavefurinn Akureyri.net segir frá því í skemmtilegri frétt að okkar maður Viðar Ernir Reimarsson er heldur betur að standa sig vel í Evrópumóti U18 í handbolta! Grípum niður í fréttina: Þórsarinn Viðar Ernir Reimarsson var valinn besti leikmaður...

Opna Titleist/FJ mótið á Jaðarsvelli 27. ágúst

Skráning á golfbox

Ion framlengir við Þór

Miðjumaðurinn Ion Perelló Machi hefur framlengd samning sinn við Þór út næsta tímabil. Ion kom til liðs við okkar Þórsara  nú á miðju sumri og hefur staðið sig frábærlega í þeim leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Mikil ánægja hefur verið með h...

Unglingaráð knattspyrnudeildar auglýsir eftir þjálfurum

Unglingaráð knattspyrnudeildar Þórs leitar eftir áhugasömu, skipulögðum og drífandi einstaklingum í þjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Ráðið er í stöður fyrir tímabilið 1.okt 2022 - 30.sept 2023. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Arnari Geir, ...

Allan og Jóhann framlengja

Hornamennirnir Allan Norðberg og Jóhann Geir Sævarsson skrifuðu báðir undir nýjan samning við handknattleiksdeild KA og eru nú samningsbundnir félaginu næstu tvö árin. Það er innan við mánuður í fyrsta leik vetrarins og afar jákvætt að þeir Allan og Jói verði áfram innan okkar raða

Sunna til Sviss og Ásdís til Svíþjóðar

Það eru spennandi tímar framundan hjá þeim Sunnu Guðrúnu Pétursdóttiu og Ásdísi Guðmundsdóttur en þær halda báðar á ný mið á komandi handboltavetri. Báðar eru þær uppaldar hjá KA/Þór og verið í lykilhlutverki í velgengni liðsins undanfarin ár

Vetrargeymsla

Þessir eðalmenn eru að bjóða uppá vetrargeymslu bíla.Húsnæðið er á Dalvík.Steypt upphitað og einangrað hús með steyptu gólfi.Myndavélar, bruna og þjófavarnarkerfi eru í húsinu og enginstarfsemi eða […]

Undanúrslit í húfi á miðvikudaginn

KA tekur á móti Ægi í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Greifavellinum á miðvikudaginn klukkan 18:00. Sæti í undanúrslitum bikarsins er því í húfi og ljóst að við KA-menn þurfum að fjölmenna á völlinn og styðja strákana áfram í næstu umferð

Fyrsti heimaleikurinn hjá Þór/KA eftir EM-hlé

Keppni í Bestu deildinni er hafin að nýju eftir langt EM-hlé. Þór/KA tekur á móti Aftureldingu á morgun, þriðjudaginn 9. ágúst, kl. 17:30.

Tarojae Brake í Þór

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við bandarískan leikstjórnanda, Tarojae Brake um að leika með liðinu í 1. deild karla næsta tímabil. Tarojae er 25 ára gamall og 190 centímetra hár. Á síðasta tímabili lék hann í TBL deild í Bandaríkjunum þar se...

Andrea Ýr í 9. sæti á Íslandsmótinu í golfi

Fjórði dagur blásinn af - úrslit GA kylfinga