Greinar frá RSS veitum

Knattspyrnuleikir 6.-17. ágúst

Fjölmargir knattspyrnuleikir fara fram á næstu dögum hjá öllum flokkum heima og að heiman. 

Bílastæðamál við Jaðar á meðan Íslandsmóti stendur

Bendum kylfingum og áhorfendum á bílastæði við Naustaskóla

Íslandsmótið í siglingum 5-8 ágúst 2021

Íslandsmótið verður haldið samkvæmt áætlun kl. 13.00 föstudag. Þó innan þeirra takmarkana sem settar eru í reglum um keppnishald. Það sem breytist er að fyrirhuguð grillveisla verður slegin af og ekki boði upp á neinar aðrar veitingar. Einnig er mikilvægt að keppendur og áhorfendur virði reglur og anda þeirra.

Framhaldsaðalfundur handknattleiksdeildar

Handknattleiksdeild Þórs boðar nú til framhaldsaðalfundar deildarinnar sem haldinn verður í Hamri þriðjudaginn 10. ágúst klukkan 17:00.

Íslandsmótið í golfi hafið

Íslandsmótið í golfi var formlega sett í morgun þegar Halla Sif Svavarsdóttir og Halldór Rafnsson slógu heiðurhögg á 1. teig, en þau eru fyrrverandi framkvæmdastjóri og formaður klúbbsins. Mikill undirbúningur hefur verið lagður í mótið og verður mar...

Opna FootJoy og Titleist á Jaðarsvelli 28. ágúst

Opna FootJoy og Titleist verður haldið á Jaðarsvelli laugardaginn 28. ágúst og fer skráning fram á golfbox.golf eða hér. Keppt er í punktakeppni með forgjöf og höggleik án forgjafar. Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Karlar 15...

Demo-Dagar á Íslandsmótinu

Á meðan Íslandsmótinu stendur munu fara fram Demo-Dagar í Klöppum á vegum ÍSAM.  Þar verður hægt að prófa alls kyns nýjar kylfur frá Titleist. Pútterar og wedgear verða á boðstólnum ásamt frumsýningu á Titleist T-series járnkylfunum.  Hvetjum alla ...

Demo-Dagar á Íslandsmótinu

Á meðan Íslandsmótinu stendur munu fara fram Demo-Dagar í Klöppum á vegum ÍSAM.  Þar verður hægt að prófa alls kyns nýjar kylfur frá Titleist. Pútterar og wedgear verða á boðstólnum ásamt frumsýningu á Titleist T-series járnkylfunum.  Hvetjum alla ...

Úrslit úr Pro/Am mótinu

Í gær, þann 3. ágúst, var haldið magnað pro/am mót í aðdraganda Íslandsmótsins í golfi. Mörg fyrirtæki og einstaklingar tóku þátt og reyndist þetta einstaklega skemmtilegt mót. Við hjá Golfklúbbi Akureyrar þökkum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir stuð...

Hallgrímur Mar markahæstur í sögu KA

Hallgrímur Mar Steingrímsson er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu knattspyrnudeildar KA en hann sló metið er hann skoraði tvívegis í 2-1 sigri KA á Keflavík í gær á Greifavellinum. Samtals hefur Grímsi nú skorað 74 mörk fyrir félagið í deild og bikar

Afslættir af vallargjöldum fyrir GA meðlimi

Eins og flestir vita er Íslandsmótsvikan hafin, og völlurinn meira og minna lokaður. Þessi tími er frábær fyrir GA meðlimi að nýta sér þá frábæru golfvelli sem eru hér í kring, sem og á öllu landinu. Sigló Golf hafa boðið meðlimum GA dagspassann hjá ...

Stevce Alusovski ráðinn þjálfari Þórs

Handknattleiksdeild Þórs á Akureyri hefur samið við þjálfarann Stevce Alusovski.

Mark Gundelach til liðs við KA

Danski bakvörðurinn Mark Gundelach er genginn til liðs við KA og mun leika með liðinu út núverandi keppnistímabil. Mark sem er 29 ára gamall kemur frá HB Köge í Danmörku en hann hefur einnig leikið með Roskilde, SönderjyskE og Nordsjælland í Danmörku

Úrslit í XCO og tímatöku

Um helgina voru síðustu tvö mótin á Hjólreiðahátíð Greifans haldin. Þessari frábæru viku lauk með Íslandsmótinu í ólympískum...

Stórafmæli félagsmanna

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í ágúst innilega til hamingju.

Úrslit úr ICEWEAR bombunni

Hin árlega ICEWEAR bomba var haldin í dag, en metþátttaka var í mótið. Tæplega 200 kylfingar hófu leik og spiluðu í þessu frábæra Texas Scramble móti sem þýðir að mótið í ár sé það stærsta frá upphafi. Mikið var um flott skor enda töluvert af kylfin...

Afmælisbörn ágústmánaðar

Eftirtaldir félagsmenn eiga afmæli í ágúst þ.e.a.s. þeir sem eru 40 ára og eldri og standa á heilum og hálfum tug.

Úrslit í Gangamóti, fjallabruni og slopestyle

Gangamót Greifans var haldið á fimmtudaginn síðastliðinn, en mótið hefur lengi verið einn af hápunktum Hjólreiðahátíðar og fastur punktur...

Endurúthlutun í Skjaldarvík

Tilkynning frá haganefndinni í Skjaldarvík.  Þar sem einn af þeim aðilum sem dreginn var út með 2 hólf skilaði inn öðru þeirra nr. 25 var dregið aftur úr þeim innsendu umsóknum fyrir hólf 25 og var Þórunn Indriðadóttir dreginn út.  Haganefndin í Skjaldarvík.  

Jakob Snær gengur til liðs við KA

Jakob Snær Árnason hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild KA út árið 2024. Jakob sem er 24 ára gamall kantmaður kemur frá Þór þar sem hann spilaði 89 leiki og skoraði í þeim 8 mörk auk þess sem hann lék eitt sumar með KF þar sem hann lék 8 leiki og skoraði 3 mörk