Greinar frá RSS veitum

Stelpurnar tryggðu sér sæti í næstu umferð

Lið KA/Þórs heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt en liðið tryggði sér sæti í næstu umferð Evrópubikarsins er liðið vann afar sannfærandi 37-34 sigur á Kósóvómeisturum KHF Istogu í síðari leik liðanna. Stelpurnar unnu fyrri leikinn 22-26 og vinna því einvígið samtals 63-56

Síðari leikur KA/Þórs kl. 16:00 í dag

KA/Þór mætir Kósóvómeisturunum í KHF Istogu öðru sinni eftir að hafa unnið frábæran 22-26 sigur í leik liðanna í gær. Leikurinn í gær var skráður sem heimaleikur Istogu og er því leikur dagsins skráður sem okkar heimaleikur. Ef Istogu vinnur í dag með fjórum mörkum gilda mörk á útivelli

HAUSTMÓT ÍSS 2021

Dagana 1.-3. október fór fram Haustmót ÍSS 2021 sem er jafnframt fyrsta mót vetrarins, mótið var haldið í Egillshöllinni í Reykjavík. Átti LSA 11 keppendur að þessu sinni, Stúlkurnar röðuðu sér í toppsætin í flestum keppnisflokkum og komu með silfurverðlaun í Basic Novice, gull og silfurverðlaun í Intermediate Novice og Advanced Novice og gullverðlaun í Intermediate Women og Junior Women.

Tap gegn Kórdrengjum

Þór mátti sætta sig við fjögra marka tap gegn Kórdrengjum þegar liðin mættust í íþróttahöllinni í kvöld, lokatölur 26:30.

KA/Þór leiðir fyrir síðari leikinn

KA/Þór lék sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í dag þegar liðið mætti Kósóvómeisturunum í KHF Istogu í Kósóvó í dag. Báðir leikirnir í einvíginu fara fram ytra og er seinni leikurinn strax á morgun, laugardag. Það lið sem hefur betur samanlagt úr leikjunum tveimur fer áfram í næstu umferð

Istogu - KA/Þór í beinni kl. 16:00

KA/Þór mætir Kósóvó meisturunum í KHF Istogu klukkan 16:00 í fyrri leik liðanna í Evrópukeppninni í dag. Mikil eftirvænting er fyrir leiknum enda fyrsta Evrópuverkefni stelpnanna og liðið er staðráðið í að komast áfram í næstu umferð

Fastir tímar í hermum í Golfhöllinni

Þeir sem óska eftir föstum tímum endilega hafið samband

Igor Bjarni Kostic ráðinn til KA

Knattspyrnudeild KA hefur ráðið Igor Bjarna Kostic og kemur hann inn í þjálfarateymi meistaraflokks KA auk þess sem hann mun vinna í afreksstarfi félagsins. Igor kemur til KA frá Haukum þar sem hann hefur stýrt meistaraflokksliði Hauka undanfarin tvö ár auk þess að leiða afreksþjálfun félagsins

5 GA drengir á Global Junior móti í Hollandi

Óskum þeim góðs gengis

Fjórir ungir knattspyrnumenn framlengja við Þór

Þetta eru þeir Auðunn Ingi Valtýsson, Bjarni Guðjón Brynjólfsson, Hermann Helgi Rúnarsson og Birgir Ómar Hlynsson.

Björgvin Þorsteinsson er látinn

Björg­vin Þor­steins­son, heiðursfélagi í GA og marg­fald­ur Íslands­meist­ari í golfi, lést aðfaranótt fimmtu­dags, 68 ára að aldri eft­ir langa bar­áttu við krabba­mein. Björg­vin sat í stjórn Golf­klúbbs Ak­ur­eyr­ar 1967-1969 og í stjórn Golf­sa...

Þór tekur á móti Kórdrengjum í kvöld

Í kvöld tekur Þór á móti Kórdrengjum og er leikurinn í þriðju umferð Grill66 deildar karla í handbolta. Leikurinn fer fram í íþróttahöllinni og hefst klukkan 19:30.

Njarðvík of stór biti fyrir Þór

Jordan Blount var stigahæstur Þórs með 25 stig en Dedrick Basile stigahæstur Njarðvíka með 23 stig. 

Stórkostlegur sigur í toppslagnum

KA sótti Íslandsmeistara Aftureldingar heim í algjörum toppslag í úrvalsdeild kvenna í blaki í kvöld en fyrir leikinn voru liðin jöfn á toppnum með fullt hús stiga. Afturelding hafði ekki tapað hrinu til þessa og ljóst að verkefnið yrði ansi krefjandi

Þór tekur á móti Njarðvík í fyrsta heimaleik vetrarins

Þór tekur á móti Njarðvík í annarri umferð Subway deildar karla í körfubolta í leik sem fram fer í íþróttahöllinni á morgun fimmtudag og hefst klukkan 19:15.

Stelpurnar mættar til Kósóvó

Lið KA/Þórs er mætt til Kósóvó en stelpurnar munu þar leika tvívegis gegn liði KFH Istogu. Istogu er Kósóvómeistari auk þess að vera Bikarmeistari í landinu og ljóst að verkefnið verður ansi krefjandi en um leið ansi skemmtilegt enda í fyrsta skiptið sem KA/Þór tekur þátt í Evrópukeppni

Toppslagur í Mosfellsbænum í kvöld

Það er heldur betur toppslagur í úrvalsdeild kvenna í blaki í kvöld þegar KA sækir Íslandsmeistara Aftureldingar heim. Liðin eru jöfn á toppnum með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins og ljóst að það verður hart barist að Varmá kl. 20:00

Járninganámskeið með Kristjáni Elvar

Járninganámskeið verður haldið helgina 6 til 7 nóv. nk í Léttishöllinni. Fyrirkomulagið verður þannig að á laugardagsmorgun kl. 9.00 verður stuttur fyrirlestur eða sýnikennsla. Skipt verður uppí tvo hópa og fá hóparnir 3 klst. í kennslu laugardag og sunnudag. Þátttakendur á námskeiðinutaka með sinn eigin hest til að járna ásamt járningaráhöld og skeifur. Kristján Elvar er vel þekktur járningamaður og Íslandsmeistari í járningum. Kostnaður er 24.000kr fyrir Léttisfélaga og 30.000kr kr fyrir utanfélagsmenn. Skráning er á netfangið inga@ vma.is. Það þarf að gefa upp nafn, kennitölu og símanúmer þátttakanda ásamtkennitölu greiðanda ef hann er ekki sá sami. Aðeins 12 þátttakendur komast að á námskeiðinu. Fræðslunefnd Léttis

Þriðji sigurleikurinn í röð hjá stelpunum

Þór sigraði Aþenu með 26 stiga mun þegar liðin mættust í þriðju umferð 1. Deildar kvenna í körfubolta, lokatölur 60:86.

Aldís Kara kominn inná Evrópumót fullorðna

Um síðustu helgi fór fram Finlandia Trophy í Espoo í Finnlandi. Aldís Kara Bergsdóttir var mætt til keppni, en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur skautari keppir í Senior Women á mótinu.