Matea Lonac skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og er nú samningsbundin liðinu út tímabilið 2024-2025. Þetta eru algjörlega frábærar fréttir enda hefur Matea verið einn allra besti markvörður Olísdeildarinnar undanfarin ár og var valin besti leikmaður KA/Þórs á nýliðnum vetri
Handknattleiksdeild Þórs hefur gengið frá samningum við tíu leikmenn. Flestir þeirra eru að endurnýja samninga og semja til eins eða tveggja ára, en einn snýr aftur eftir fjögurra ára hlé frá handbolta.
Töluverð umræða hefur skapast þegar vakin var athygli á því að enginn leikmaður úr kvenna liði KA væri í landsliðshóp fyrir komandi verkefni landsliðsins. Fyrst og fremst viljum við koma því á fram færi að það var okkar ákvörðun að gefa ekki kost á okkur í þetta verkefni eftir að hafa fengið boð um það
Blakdeild KA býður upp á strandblaksæfingar í sumar fyrir allan aldur og er frítt að prófa í maí. Allar æfingar í skjólinu í Kjarnaskógi og hvetjum við alla sem hafa áhuga til að láta vaða og prófa
Handknattleiksdeild KA verður með sumaræfingar fyrir metnaðarfulla og öfluga krakka fædd 2004-2014 í sumar. Æfingarnar eru samstarfsverkefni unglingaráðs og meistaraflokka KA og KA/Þórs en leikmenn meistaraflokka munu aðstoða við æfingarnar og miðla af sinni reynslu og þekkingu til iðkenda
Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samvið við Huldu Ósk Bergsteinsdóttur um að leika með liði Þórs í Subway-deildinni á komandi tímabili. Hulda Ósk er 24ra ára miðherji, 180 sentímetrar að hæð og kemur til félagsins frá KR, en uppeldisfélag hennar er Njarðvík.
Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við tvo lykilleikmenn kvennaliðs Þórs, Heiðu Hlín Björnsdóttur fyrirliða og Evu Wium Elíasdóttur, bakvörð og leikstjórnanda, um að leika áfram með liðinu.
Það er heldur betur merkisdagur í sögu Knattspyrnufélags Akureyrar í dag en KA og Akureyrarbær skrifuðu í dag undir uppbyggingarsamning á KA-svæðinu. Á svæðinu verður nýr glæsilegur gervigrasvöllur með stúku sem uppfyllir allar helstu kröfur
Skauta- og íshokkí leikjanámskeið fyrir börn fædd 2013-2017 verður haldið í tvö skipti í júní og kostar 9000 kr hvor vikan fyrir sig. Námskeiðin verða 12-16. júní og svo 19.-23. júní. Skráning er á Sportabler.com/shop/sa/ishokki. Námskeiðin eru frábært tækifæri fyrir bæði byrjendur sem og iðkendur til þess að skemmta sér í leikjum og fá skautakennslu í leiðinni. Námskeiðið fer fram í og við Skautahöllina. Það er hægt að velja á milli þess að vera í listskautum eða í fullum íshokkíbúnaði og er hægt að fá allan búnað lánaðan á staðnum. Sarah Smiley hefur yfirumsjón með námskeiðinu, hockeysmiley@gmail.com fyrir nánari upplýsingar.