Greinar frá RSS veitum

Heimaleikur á KA-svæðinu á morgun!

Það er loksins komið að því gott fólk! KA tekur á móti Reyni Sandgerði í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á morgun, fimmtudag, klukkan 16:00 á KA-vellinum

Óðinn og Rut best á lokahófi KA og KA/Þórs

Handknattleiksdeild KA hélt lokahóf sitt á Vitanum í gærkvöldi þar sem nýloknu tímabili hjá KA og KA/Þór var fagnað. Karlalið KA heldur áfram að stíga mikilvæg skref áfram í sinni þróun en strákarnir léku til úrslita í bikarnum

Takk fyrir frábært konukvöld!

Fyrir nokkrum árum fæddist sú hugmynd að endurvekja konukvöld, hafa það sama kvöld og herrakvöld Þórs, samnýta skemmtikrafta og fleira, hittast svo öll saman á balli seinna um kvöldið. Síðan kom heimsfaraldur og hugmyndin lá í dvala en í upphafi þessa árs þegar farið var að birta til á ný var ákveðið að fara á fulla ferð í að undirbúa konukvöld.

Úr leik í bikarnum

Þórsarar duttu í gærkvöld út úr bikarkeppninni í knattspyrnu, Mjólkurbikarkeppninni, þegar þeir töpuðu 2:0 fyrir liði Dalvíkur/Reynis á Dalvíkurvelli.

Bjarni Guðjón valinn í U19 ára landsliðið

Bjarni Guðjón Brynjólfsson er í U19 ára landsliðshópi Íslands sem leikur vináttuleiki gegn Írum í byrjun júní.

Tómhentar úr Heimaey

Þrátt fyrir að hafa náð þriggja marka forystu og skorað fjögur mörk máttu stelpurnar í Þór/KA sætta sig við að halda heim úr Vestmannaeyjum án stiga.

Hugsum betur um völlinn - gerum við boltaför

Alltof mikið af boltaförum á grínum

Íþrótta- og leikjaskóli KA sumarið 2022

Að venju verður KA með Íþrótta og leikjaskóla fyrir börn á aldrinum 6-12 ára í sumar!

Vormót Léttis skráningarfrestur

Vormót Léttis verður haldið 28-29 maí næstkomandi Skráningarfrestur er í kvöld 24 maí Ef það eru einhverjar spurningar hafið endilega samband á mot@lettir.is Mótanefnd

Rafmagnsstæði á LM

Við Léttisfélagar eigum frátekin rafmangsstæði á Landsmóti Hestamanna á Gaddstaðaflötum. Laus eru 6 stæði, ef áhugi er á að fá stæði má endilega senda póst á izisesmey@gmail.com fyrir miðnætti á fimmtudag. Stjórn Léttis

Vel heppnuðu Herrakvöldi lokið - takk fyrir aðstoðina!

Herrakvöldsnefndin þakkar frábæra mætingu á Herrakvöld Þórs

Lokahóf yngriflokka á miðvikudaginn

Lokahóf yngriflokka KA og KA/Þórs í handbolta verður haldið á miðvikudaginn klukkan 17:00 í KA-Heimilinu. Frábærum handboltavetri er nú lokið og við hæfi að kveðja tímabilið með stæl með skemmtilegum leikjum og fjölbreyttri dagskrá

KA Íslandsmeistari í 4. flokki eldri

KA varð í dag Íslandsmeistari á eldra ári 4. flokks karla í handbolta eftir glæsilegan sigur á Aftureldingu í úrslitaleik. Strákarnir á yngra ári voru einnig í úrslitum en þurftu að sætta sig við silfur eftir tap gegn ÍR

Woo jafnaði í blálokin

Þór og Grindavík skildu jöfn eftir að Jewook Woo jafnaði leikinn á 94 mínútu með frábæru marki er hann tók boltann framhjá varnarmanni Grindvíkinga á vítateigslínunni og þrumaði honum með vinstri fæti niðri í hægra hornið, óverjandi fyrir markvörð Grindavíkur.

Stærsta handboltamót seinni ára á Akureyri

Eitt stærsta handboltamót sem haldið hefur verið á Akureyri fer fram um helgina. Hvorki fleiri né færri en rúmmlega 700 iðkendur frá 30 félögum mæta til leiks. Það eru unglingaráð handknattleiksdeilda Þórs og KA sem halda mótið sameiginlega en um er að ræða mót í 6.flokki karla og kvenna eldra og yngra ár. Mótið fer fram í nánast öllum íþróttahúsum bæjarins sem geta hýst handboltavöll í sæmilegri stærð og hvetjum við áhugasama að kíkka við um helgina og sjá framtíðar leikmenn Íslands í handbolta leika listir sínar.

Breyttur leiktími í kvöld. Leikurinn hefst 19.15

Leikur Þórs og Grindavíkur í Lengjudeild karla hefst kl.19.15 en ekki 18.00. Er það vegna seinkunar á flugi Grindvíkinga.

Næturhólfið á Melgerðismelum hefur verið opnað

Melanefndin er búin að gera allt klárt á Melunum þannig að nú er um að gera að skella sér í góðan reiðtúr. Hnakkageymslan er klár með nýju gasgrilli þannig að gott er að taka með sér grillkjöt frá Kjarnafæði. Við skulum fara upp með hitaveiturörinu að Höskulsstöðum og í Laugaland þangað til bakkarnir verða orðnir alveg þurrir.

Íslandsmót hjá 6. fl karla og kvenna um helgina

Um helgina fer fram fimmta og síðasta umferð Íslandsmótsins í handknattleik hjá 6. flokki karla og kvenna hér á Akureyri. Leikið er í Íþróttahöllinni, KA-Heimilinu og Íþróttahúsi Glerárskóla og hefst mótið í dag, föstudag. Hér á síðunni ætlum við að reyna að skrá inn úrslit leikjanna eins og ört og tækifæri gefst

Pokamerkin komin - munum að gera við boltaför!

Pokamerkin komin á skrifstofu GA

Heimaleikur gegn Stjörnunni á Dalvík

KA tekur á móti Stjörnunni á morgun, laugardag, á Dalvíkurvelli klukkan 16:00 í 7. umferð Bestu deildarinnar. KA liðið er í 2. sæti deildarinnar eftir frábæra byrjun á sumrinu en Garðbæingar eru í 4. sætinu og má búast við hörkuleik