Fréttir ÍBA

FIMAK verður fimleikadeild KA

Tillaga þess efnis að sameina FIMAK og KA var samþykkt samhljóða á félagsfundum beggja félaga í gærkvöldi.

Íþróttaeldhugi ársins 2023

Íslendingar eru hvattir til að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni.

Afrekssjóður Akureyrarbæjar 2023

Ráðstefnan "Vinnum gullið" - 20. nóvember á Grand hótel Reykjavík

Ráðstefnan "Vinnum gullið" verður haldin mánudaginn 20. nóvember milli 9 og 16 á Grand hótel Reykjavík og í streymi.

Syndum - Landsátak í sundi 1.-30. nóvember 2023

Syndum – landsátak í sundi stendur yfir frá 1.-30. nóvember 2023 á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

53. sambandsþing UMFÍ á hótel Geysi í Haukadal

Sambandsþing UMFÍ fór fram um síðastliðna helgi á Hótel Geysi í Haukadal. Sambandsþing UMFÍ er æðsta vald í málefnum UMFÍ. ÍBA átti þar átta fulltrúa. Um er að ræða eitt fjölmennasta þing í sögu UMFÍ en um 180 manns ásamt gestum voru saman komin á setningu þingsins síðastliðinn föstudag. Allir fulltrúar sambandsaðila UMFÍ eiga sæti á þinginu, þó mismarga fulltrúa eftir stærð.

Íþróttavika Evrópu 23.-30. september

Íþróttavika Evrópu er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Markmið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

Íþróttaráðstefna haldin á Akureyri 23.september

Akureyrarbær, Háskólinn á Akureyri, ÍBA og ÍSÍ halda í sameiningu Íþróttaráðstefnu í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri laugardaginn 23. september 2023.

Helgi Rúnar Bragason er fallinn frá

Framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar, Helgi Rúnar Bragason, er látinn aðeins 47 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein.

Frábær þátttaka aðildarfélaga ÍBA

Unglingalandsmót UMFÍ fór fram á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina