Ritari ÍBA

Helstu verksvið ritara eru:

  • Að skrá fundargerðir á stjórnarfundum og fundum á vegum ÍBA, annarra en fundum ráða og nefnda, þegar ekki eru kjörnir sérstakir fundarritarar.
  • Að setja og fylgja eftir vinnureglum um skráningu og varðveislu fundargerða, í samstarfi og samráði við aðra í stjórn.
  • Að undirbúa ársskýrslu og aðrar skýrslur er varða starfsemina í samvinnu við formann og framkvæmdastjóra.
  • Að byggja upp og hlúa að gagna- og heimildasafni bandalagsins.
  • Að sjá til þess að bréf og skjöl séu rétt og vel varðveitt.
  • Að starfa náið með öðrum stjórnamönnum að þeim verkefnum sem stjórnin tekur sér fyrir hendur.