Skyldur og rétttindi stjórnar ÍBA

 • Stjórnarmenn kynni sér lög og samþykktir ÍBA og ÍSÍ.
 • Sækja stjórnarfundi og sitja í ráðum og nefndum á vegum stjórnarinnar og leggja til persónulega og faglega þekkingu sem nýst getur ÍBA og aðildarfélögum þess.
 • Setja fram álit sitt og skoðanir um þau málefni sem eru til umfjöllunar og ákvörðunar innan stjórnar.
 • Vera vel að sér um starfsemi ÍBA og aðildarfélaga þess og vera vakandi gagnvart þeim tíðaranda í samfélaginu sem áhrif getur haft á starfsemina.
 • Hlíta og fylgja ákvörðunum stjórnar enda hafi þær verið teknar á lýðræðislegan hátt á fundi stjórnar.
 • Vera vakandi fyrir og vekja athygli á mögulegum eða augljósum hagsmunaárekstrum sem áhrif geta haft á starfsemi ÍBA og stjórnarinnar og víkja þá sæti.
 • Stjórnarmaður sem hlut á að máli má taka þátt í atkvæðagreiðslu um hæfi sitt.
 • Hver nýkjörin stjórn setji sér nánari vinnureglur, sem fjalla um fundarboðun, tímasetningu, lengd og dagskrá stjórnarfunda.
 • Stjórn fylgist með því að starfsemi aðildarfélaga fari fram samkvæmt gildandi lögum þeirra og íþróttahreyfingarinnar í heild sinni.
 • Stjórn staðfestir lagabreytingar aðildarfélaga og heldur utan um staðfest lög félaga.
 • Stjórn tilkynnir ÍSÍ og viðkomandi sérsambandi um stofnun nýrra félaga og deilda.
 • Stjórn boðar til aðalfundar aðildarfélaga ef þörf krefur.
 • Ársþingi ÍBA er heimilt að vísa félagi úr héraðssambandinu fari félag ekki að lögum eða fyrirmælum þess. Ákveði ársþing ÍBA að vísa félagi úr því er stjórn skylt að tilkynna það ÍSÍ og viðkomandi sérsambandi/sérsamböndum.