Fréttir ÍBA

MÁLSTOFA UM ANDLEGA LÍÐAN ÍÞRÓTTAMANNA

Þriðjudaginn 6. október mun ÍSÍ, HR og KSÍ standa fyrir málstofu um andlega líðan íþróttamanna og fer málstofan fram í Háskólanum á Akureyri og hefst kl.16:30. Skráning fer fram á skraning@isi.is Þjálfarar, foreldrar og allir aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta.