Fréttir ÍBA

Íþróttafræði við Háskólann á Akureyri.

Formannafundur ÍBA, haldinn í Íþróttahöllinni á Akureyri 10. febrúar 2016, fagnar þeirri ákvörðun að bæta íþróttafræði við kjörsvið kennaranáms Háskólans á Akureyri. Akureyrarbær rekur metnaðarfulla íþróttastefnu og íþróttamannvirkin eru mörg og fjölbreytt. Á Akureyri eru iðkaðar nánast allar íþróttir sem stundaðar eru á Íslandi og íþróttafræðinám á háskólastigi fellur því vel að innviðum bæjarins og mun efla enn frekar hið öfluga íþróttastarf sem fram fer í bænum. Jafnframt mun íþróttafræðinám við Háskólann á Akureyri efla og styrkja íþrótta- og lýðheilsubraut Verkmenntaskólans á Akureyri. Samþykkt samhljóða.

Íþróttamaður Akureyrar 2015 er Viktor Samúelsson KFA

Íþróttamaður Akureyrar 2015

Íþróttamaður Akureyrar verður kosinn í Menningarhúsinu Hofi miðvikudaginn 20. janúar kl. 18. Hvetjum við alla til að mæta og fylgjast með.

Heimasíða Alþjóðaleika í Innsbruck

Heimasíða Alþjóðaleikanna þar sem nokkrir krakkar frá Akureyri fóru á 11-16 janúar 2016, er http://www.innsbruck2016.com/.

Frístundastyrkur Akureyarbæjar 2016

Frá árinu 2006 hefur Akureyrarbær veitt styrk til allra barna og unglinga á Akureyri til niðurgreiðslu þátttökugjalda hjá íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfélögum á Akureyri. Styrkurinn tekur gildi árið sem barnið verður 6 ára og fellur úr gildi árið sem unglingurinn verður 18 ára.

Formannafundur er 1. desember

MÁLSTOFA UM ANDLEGA LÍÐAN ÍÞRÓTTAMANNA

Þriðjudaginn 6. október mun ÍSÍ, HR og KSÍ standa fyrir málstofu um andlega líðan íþróttamanna og fer málstofan fram í Háskólanum á Akureyri og hefst kl.16:30. Skráning fer fram á skraning@isi.is Þjálfarar, foreldrar og allir aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Akureyri

Þetta verður í fyrsta skipti sem Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið þar. Mótið hefst fimmtudaginn 30.júlí með keppni í golfi en aðrar keppnisgreinar hefjast síðar. Mótsslit eru um miðnætti á sunnudagskvöldi.

Þúsundir fögnuðu aldarafmæli Þórs:

Þakklæti er Þórsurum efst í huga á 100 ára afmælinu.Íþróttafélagið Þór fagnaði í gær 100 ára afmæli félagsins með glæsilegri afmælishátíð sem fram fór á Þórssvæðinu í blíðviðri, glampandi sól og svölum norðan andvara.

Hjólað í vinnuna 2015

Kaffitjald verður á gatnamótum Glerárgötu og Borgarbrautar, fimmtudaginn 21. maí frá kl. 15:30 til 17:30. Hjólreiðafélag Akureyrar verður með kaffitjaldið norðvestanmegin á gatnamótum Glerárgötu og Borgarbrautar. Við verðum með kaffi frá Kaffitár, Kristal frá Ölgerðinni, buff frá Valitor og viðgerðarstand, pumpu og smurningu frá Wurth fyrir þá sem þurfa. Motul lánar okkur tjald. Hlökkum til að sjá ykkur