Fréttir ÍBA

ÁNÆGJUVOGIN -STYRKUR ÍÞRÓTTA

Fimmtudaginn 31.janúar munu UMFÍ og ÍSÍ standa í sameiningu fyrir fundi í Háskólanum á Akureyri í sal N 102 og hefst fundurinn klukkan 17.00. Þar mun Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur fjalla um niðurstöður rannsókna og hugleiðingar um skipulagt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni. Þátttaka er ókeypis og öllum heimil

Arna Sif Ásgrímsdóttir er Íþróttamaður Akureyrar 2012

Kjöri á íþróttamanni Akureyrar 2012 var lýst í hófi á Hótel Kea fyrr í dag. Arna Sif Ásgrímsdóttir úr Þór og fyrirliði Íslandsmeistara Þórs/KA í knattspyrnu, varð fyrir valinu og hlýtur sæmdarheitið íþróttamaður Akureyrar 2012. Rannveig Oddsdóttir, íþróttamaður UFA, varð í öðru sæti í kjörinu og Guðmundur S. Guðlaugsson, íþróttamaður Bílaklúbbs Akureyrar í þriðja sæti.

Val á Íþróttamanni Akureyrar

Val á Íþróttamanni Akureyrar verður kunngjört í athöfn sem hefst á Hótel KEA miðvikudaginn 16.janúar 2013 kl.17.00.