Fréttir ÍBA

Íþróttamaður Akureyrar 2018 krýndur miðvikudaginn 16. janúar

Íþróttabandalag Akureyrar og Frístundaráð Akureyrar bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi miðvikudaginn 16. janúar þar sem lýst verður kjöri íþróttakarls og íþróttakonu Akureyrar. Athöfnin er opin öllum. Húsið verður opnað kl. 17, athöfnin hefst kl. 17:30.

AFREKSSJÓÐUR AKUREYRAR

Afrekssjóður Akureyrar auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn fyrir árið 2018.

Haraldur Sigurðsson heiðursfélagi ÍBA er látinn

Haraldur Sigurðsson, heiðursfélagi ÍBA, KA, FRÍ og ÍSÍ er látinn 93 ára að aldri.

Haustfjarnám í þjálfaramenntun ÍSÍ

Skráning er hafin í haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ sem hefst mánudaginn 24. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.

Sumarfjarnám 2018 þjálfaramenntun 1., 2. og 3. stigs ÍSÍ

Sumarfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 18. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.

ÞAÐ GETA EKKI ALLIR ORÐIÐ GÓÐIR ÍÞRÓTTAMENN

Flest íþróttafólk á sér þann draum að verða best í sinni íþrótt og setja sér það markmið í æsku að verða atvinnumaður í íþróttinni sem þau elska. Því miður eru margir iðkendur sem ná ekki að upplifa sinn draum eða ná ekki sínu markmiði og hvað er þá til ráða?

ÉG ELSKA AÐ SJÁ ÞIG SPILA

\"Hlauptu hraðar! Kastaðu lengra!\" Er ég á vellinum sem pabbi eða keppnismaður? Erum við að drekkja börnunum okkar í upplýsingum? Foreldrar vilja að barninu sínu gangi vel í sinni íþróttaiðkun. Þeir kalla leiðbeiningar inn á völlinn. En er til önnur leið til þess að hvetja barnið sitt áfram? Í grein Þórarins Alvars á síðu Sýnum karakter koma fram ýmsar hugmyndir um hlutverk foreldra barna í íþróttum.

Sóley Margrét varði Evrópumeistaratitilinn í U18

Glæsilegur árangur náðist hjá Sóley Margrét Jónsdóttir úr KFA þegar hún varði Evrópumeistaratitilinn í U18 með nýju Evrópumeti í Pilsen í Tékklandi.

Akureyri á iði 2018

Nóg er um að vera á Akureyri á iði yfir allan maímánuð. Vorið er tíminn og við skulum samgleðjast hækkandi sól og taka þátt í gleðinni sem Akureyri á iði hefur uppá að bjóða.

Perlað af Krafti með Akureyringum

Sunnudaginn 6. maí milli kl. 13 og 17 verður ÍBA og Kraftur með perluviðburð í Íþróttahöllinni Akureyri og eru allir Akureyringar hvattir til að koma og leggja hönd á plóg.