Vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna
26.04.2012
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir vinnustaðakeppninni Hjólað í vinnuna 9. - 29. maí næst komandi í tíunda sinn. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta. Búið er að opna fyrir skráningu inná vef átaksins, www.hjoladivinnuna.is . Á heimasíðunni má nálgast upplsýingar um reglur, keppnisgreinar, skránignarleiðbeiningar og fleira hagnýtt fyrir þátttakendur.
Frekari upplýsingar um átakið má nálgast í síma 514-4000 eða á netfangið jona@isi.is.