Fréttir ÍBA

Hjólað í vinnuna við Hof 16. maí

Föstudaginn 16. maí verður kaffitjald á Akureyri fyrir framan menningarhúsið Hof kl. 16:30-18:00. Í boði verða veitingar frá Ölgerðinni og Kaffitári. Aðilar frá hjólahópnum á Bjargi verða á staðnum og bjóða uppá leiðbeiningar um meðferð og stillingu hjóla, ásamt minniháttar lagfæringum. Hjólafjör, Hjólahópurinn Bjargi

Hjólað í vinnuna

Átakið Hjólað í vinnuna, er í 12. sinn en það er á vegum almenningsíþróttasviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Með verkefninu vill sambandið vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Sambandið hvetur því þátttakendur til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu á tímabilinu 7.-12. maí. Í ár hafa rúmlega 3700 einstaklingar staðfest þátttöku sína í verkefninu og meðal þeirra verða starfsmenn 24 vinnustaða á Akureyri eins og fram kemur á síðu átaksins. Enn er hægt að skrá sig til leiks.