Hlutverk ÍBA

Íþróttabandalag Akureyrar, skammstafað ÍBA, er íþróttahérað íþróttafélaga á Akureyri. Það starfar samkvæmt lögum ÍSÍ, UMFÍ og Íþróttalögum nr. 64 frá 1998.

  • Að stjórna sameiginlegum íþróttamálum héraðsins og vera þar fulltrúi ÍSÍ, en sérráð er stofnuð eru fara með stjórn sérgreinamála innan héraðsins.
  • Að annast samstarf um íþróttamál við bæjaryfirvöld.
  • Að varðveita og skipta á milli félaganna því fé sem til þess hefur verið veitt.
  • Að aðstoða við skipulag, undirbúning og framkvæmd íþróttamóta í héraði.
  • Að hafa frumkvæði um eflingu íþróttastarfs innan héraðsins.
  • Að staðfesta lög aðildarfélaga.
  • Að fylgjast með því að starfsemi aðildarfélaga fari fram skv. gildandi lögum þeirra og íþróttahreyfingarinnar í heild. Vanræki aðildarfélag að halda aðalfund á réttum tíma skal stjórn ÍBA ef þörf krefur boða til fundarins og sjá um framkvæmd hans.
  • Að skipa nefnd sem sér um framkvæmd á kosningu á Íþróttamanni Akureyrar.