Hegðunarviðmið fyrir stjórn og starfsmenn

Berðu virðingu fyrir öllum

  • Komdu eins fram við alla óháð aldri, kyni, kynþætti, kynhneigð, fötlun, stjórnmálaskoðunum, uppruna, trúarbrögðum eða félagslegri stöðu.
  • Berðu virðingu fyrir skoðunum annarra. 

Vertu heiðarleg(ur)

  • Farðu eftir reglum íþróttahreyfingarinnar, haltu á lofti heiðarleika (fair play) og hvettu félagsmenn til að gera það líka.
  • Stuðlaðu að jákvæðu og íþróttalegu umhverfi sem er laust við vímuefni og ólögleg efni samkvæmt Lyfjaeftirliti Íslands.
  • Gættu fyllsta trúnaðar þar sem við á.
  • Taktu aldrei þátt í veðmálum, fjárhættuspilum eða viðskiptum í tengslum við íþróttaviðburði þar sem þú getur haft áhrif á úrslit.
  • Forðastu eða tilkynntu fjárhagslega og persónulega hagsmunaárekstra.

Vertu félagsmönnum góð fyrirmynd 

  • Vertu ávallt til fyrirmyndar varðandi hegðun og framkomu, bæði innan félags og utan.
  • Virtu lýðræðisreglur og gagnsæi við ákvarðanatöku og stjórnaðu samkvæmt reglum um ábyrga fjármálastjórn.
  • Notfærðu aldrei stöðu þína hjá félaginu þér til framdráttar á kostnað félagsins.
  • Vertu sanngjarn, tillitssamur og heiðarlegur.
  • Leggðu metnað í starfið og berðu ábyrgð á eigin hegðun.
  • Misnotaðu ekki stöðu þína og vald með kynferðislegum tilburðum eða með öðrum hætti.

Berðu virðingu fyrir starfsemi félagsins

  • Þekktu lög og reglur félagsins.
  • Stattu vörð um anda og gildi félagsins og sjáðu til þess að hvort tveggja lifi áfram meðal félagsmanna.
  • Hafðu lýðræðisleg vinnubrögð í heiðri.
  • Sýndu öllum iðkendum, dómurum, sjálfboðaliðum, þjálfurum, starfsfólki og íþróttinni sjálfri virðingu og stuðlaðu að því að iðkendur geri slíkt hið sama.
  • Þjálfara/félagi ber skylda til að tilkynna til viðeigandi yfirvalda ef ljóst þykir að iðkandi hafi verið vanræktur, honum misþyrmt eða búi við aðstæður sem geta lagt heilsu hans og þroska í hættu.