20.05.2015
Kaffitjald verður á gatnamótum Glerárgötu og Borgarbrautar, fimmtudaginn 21. maí frá kl. 15:30 til 17:30.
Hjólreiðafélag Akureyrar verður með kaffitjaldið norðvestanmegin á gatnamótum Glerárgötu og Borgarbrautar.
Við verðum með kaffi frá Kaffitár, Kristal frá Ölgerðinni, buff frá Valitor og viðgerðarstand, pumpu og smurningu
frá Wurth fyrir þá sem þurfa. Motul lánar okkur tjald.
Hlökkum til að sjá ykkur
08.05.2015
Þann 9. maí næstkomandi mun Íþróttabandalag Akureyrar fagna 70 ára afmæli sínu.
Afmælisfögnuðurinn verður með veglegasta móti og taka öll aðildarfélög bandalagsins þátt í fögnuðinum.
Veislan fer fram í Íþróttahöll Akureyrar, Sundlaug Akureyrar, íþróttahúsinu við Laugargötu, Sundlaugargarðinum og útisvæðunum allt um kring. Vegleg dagskrá verður í boði fyrir gesti og frítt inn á öll svæði.
Gestum gefst m.a. kostur á að sjá og prufa hinar ýmsu íþróttagreinar aðildarfélaga ÍBA.
Sjáumst hress þann 9. maí !