Formaður ÍBA

Helstu verksvið formanns eru: 

  • Að koma fram fyrir hönd ÍBA og vera málsvari þess gagnvart öðrum aðilum.
  • Að skipuleggja og boða stjórnarfundi, stýra þeim eða fela öðrum stjórn þeirra samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá hverju sinni.
  • Að sjá til þess að lögum ÍBA og samþykktum stjórnarfunda og ársþings sé framfylgt.
  • Að sjá til þess og hafa eftirfylgni með því að öll erindi sem ÍBA berast séu afgreidd svo fljótt sem auðið er.
  • Að sjá til þess að dagleg starfsemi ÍBA sé vel skipulögð og fari vel fram.
  • Að virkja aðildarfélög og félaga til starfa í þágu ÍBA og aðildarfélaga þess.
  • Að gera aðildarfélögum og félagsmönnum kleift að meta starfsemi ÍBA og hvort aðra nálgun þurfi til þess að ná fram markmiðum og fylgja stefnu þess.
  • Að hafa umsjón og eftirlit með samningum og samningagerð fyrir hönd ÍBA.
  • Að starfa náið með öðrum stjórnamönnum að þeim verkefnum sem stjórnin tekur sér fyrir hendur, útdeila verkefnum í samráði við stjórnarmenn, stýra þeim eða fela öðrum stjórn þeirra.