ÍBA - Íþróttabandalag Akureyrar

ÍBA - Íþróttabandalag Akureyrar

ÍBA - Íþróttabandalag Akureyrar

Hvað er títt

Fréttir héðan og þaðan

 • Reykjavík sigraði í kvöld

  SA stúlkur koma stigalausar heim úr Reykjavíkurferð í kvöld en Reykjavík vann sanngjarnan 5:4 sigur í Skautahöllinni í Laugardalnum. Þrátt fyrir það eru SA stúlkur enn með mikið forskot í deildinni en þær eru með 13 stig en Reykjavík með 5. Næsti leikur liðanna er næsta laugardag á heimavelli SA.
  07.12.2019
  Skautafélag Akureyrar
  Lesa
 • Eyjafjarðará

  EyjafjarðaráNú í þessum töluðu orðum var verið að tengja austur og vesturbakka Eyjafjarðarár saman með landfyllingu og þar með er hægt að ganga þurrum fótum yfir á Stórhólmann. Þar með er einangrun okkar hestamanna rofin þótt vissulega verði ekki hægt að fara með rekstra þarna yfir nema með góðu samkomulagi og samvinnu við verktakana sem þar eru að hefja byggingu brúarinnar þarna yfir. Heimasíða Léttis var á staðnum og tók myndir þegar þessi sögulega stund rann upp að hægt var að ganga þarna yfir.
  07.12.2019
  Léttir
  Lesa
 • Jólaboð sjálfboðaliða Léttis 2019.

  Jólaboð sjálfboðaliðans og uppskeruhátíð.Í gærkvöldi var haldið í Skeifunni jólaboð sjálfboðaliða Léttis og um leið var þetta uppskeruhátíð fullorðina sem og ungmenna.Glæsileg hátíð, frábær matur og umgjörð öll eins hátíðleg og hugsast getur,Þetta er í 5 sinn sem Hestamannafélagið Léttir bíður sjálfboðaliðunum sínum til jólaboðs og ef ekki fyrir þetta fólk þá hverja.? Það vill svo skemmtilega til að dagur sjálfboðaliðans var í fyrradag þann 5. desember og það er öllum ljóst að án sjálfboðaliða væri félagsskapurinn okkar sem og allra annarra félaga ekki neitt ef þeirra nyti ekki við. Höfum þetta hugfast. Þetta var hátíðarstund full þakklætis og gleði einnig því í gærkvöldi var Andrea Margrét Þorvaldsdóttir fyrrverandi formaður Léttis og mikið miklu meira, sæmd silfurmerki Léttis fyrir frábær störf í þágu Léttis í árafjöld og einkar ánægjulegt að fá að heiðra Andreu með merkinu. Svo var það mikil gleðistund þegar við Léttismenn heiðruðum okkar afreksfólk í hestaíþróttinni og leystum út þrjá efstu í hvorum flokki með glæsilegri bókagjöf, en allir þeir sem tilnefndir eru í öllum fjórum flokkum sem við verðlaunun þ.e. barna, unglinga, ungmenna og fullorðina fá nýju glæsilegu ljósmyndabók Eiriks Jónssonar "Fákar og fólk" að gjöf frá félaginu. Afreksknapi Léttis í ungmennaflokki 2019 var kjörin Valgerður Sigurbergsdóttir sem stóð sig frábærlega á árinu 2019 og í fullorðinsflokki varð það Viðar Bragason sem hlaut nafnbótina íþróttamaður Léttis fjórða árið í röð og er vel að þeim titli komin enn eitt árið.   Hestamannafélagið Léttis óskar þeim Valgerði og Viðari og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með árangurinn og einnig þeim er tilnefndir voru í þessum flokkun. en í ungmennaflokki voru tilefnd ásamt Valgerði þau, Atli Feyr Maríönnuson og Eva María Aradóttir og í fullorðinsflokki voru auk Viðars tilefndFanndís Viðarsdóttir og Vignir Sigurðsson. Samantekið: Einkar ánægjuleg og falleg stund í félagsheimili okkar Léttismanna Skeifunni í gærkvöldi með okkar besta fólki. Það er ekki hægt að ljúka hér umfjöllum um þetta fallega kvöld án þess að nefna sjálfboðaliðana þá sem að þessu öllu stóðu með miklum sóma, en þau Hólmgeir Valdimarsson heiðursfélagi Léttis og Hafdís Gylfadóttir eiga veg og vanda að þessari hátíð og hafa staðið í undirbúningi þessarar hátíðar í marga daga og er svo sannarlega sjálfboðaliðar Léttis sem við þökkum störfin með þessari hátíð okkar Léttismanna.
  07.12.2019
  Léttir
  Lesa
 • KA sækir topplið Hauka heim í dag

  Það er ansi krefjandi verkefni framundan hjá KA í Olís deild karla í dag þegar strákarnir sækja topplið Hauka heim að Ásvöllum. Leikurinn er liður í 13. umferð deildarinnar en fyrir leikinn eru Haukar enn taplausir á toppnum en KA er á sama tíma í 8. sætinu
  07.12.2019
  Knattspyrnufélag Akureyrar
  Lesa

ÍBA fréttir

Styrktaraðilar