Handknattleiksdeild KA barst í dag gríðarlegur liðsstyrkur þegar Dagur Gautason skrifaði undir eins og hálfs árs samning við félagið. Dagur snýr því aftur heim en eins og flestir ættu að vita er hann uppalinn hjá KA og lifir svo sannarlega fyrir félagið
Íslenska U20 drengja landslið Íslands hefur leik á HM á sunnudag
Íslenska U20 drengja landslið Íslands er nú lagt af stað til Belgrad í Serbíu þar sem liðið mun á næstu dögum leika á Heimsmeistaramótinu í 2 deild B. Í riðlinum eru Ástralía, Holland, Ísrael, Nýja-Sjáland og Serbía auk Íslenska liðsins en íslenska liðið mætir Ísrael í sínum fyrsta leik á sunnudag. SA á 13 fulltrúa í liðinu auk fulltrúa í fararstjórn og þjálfarateymi. Fylgjast má með allri tölfræði, stöðu og dagskrá mótsins á heimasíðu alþjóða íshokkísambandsins. Allir leikir mótsins eru í beinu streymi á streymisveitu Íshokkísamband Íslands og aðgengilegir fyrir áskrifendur á IcehockeyIceland.tv. Fyrsti leikur Íslands á sunnudag gegn Ísrael hefst kl. 15:00.
Minnum à að umsóknarfrestur í Afrekssjóð Akureyrarbæjar vegna afreksefna er til og með 1. desember 2025.
Hvetjum ungt afreksíþróttafólk innan raða aðildarfélaga ÍBA til að sækja um.
Sjà nànar: Afrekssjóður Akureyrarbæjar | Íþróttabandalag Akureyra...
Allir með íþróttaæfingar á Norðurlandi Eystra - fyrsta æfing á Húsavík 15. nóvember
Íþróttahéruðin fjögur á Norðurlandi eystra – HSÞ, ÍBA, UÍF og UMSE standa fyrir Allir með íþróttaæfingum í vetur í samstarfi við svæðisfulltrúa Íþróttahéraða á svæðinu
Lottó og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir tilnefningu á Íþróttaeldhuga ársins 2025 sem verður tilnendur samhliða lýsingu á kjöri Íþróttamanns ársins fyrir árið 2025.