Íslenska U18 landsliðið fékk silfur á HM í 3.deild eftir svekkjandi tap gegn Ísrael í síðasta leik mótsins. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur fyrir fullu húsi gesta en Ísrael fékk draumabyrjun í leiknum og komust í 2-0 í fyrstu lotu. Ísland náði að minnka munninn í 3. lotu í 2-1 en nær komumst við ekki því Ísrael bætti við þremur mörkum og tóku gullverðlaunin á mótinu. Birki Einisson var valinn besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu og Arnar Helgi Kristjánsson var valinn besti varnarmaður mótsins.
Andrésarskólinn auglýsing 20. mars 2023
SKA býður nýjum krökkum að koma og byrja að æfa snjóbretti, gönguskíði eða alpagreinar - og fá að keppa á Andrésarleikunum þegar tímabilinu lýkur. Upplagt fyrir krakka sem hafa verið að prófa sig aðeins áfram ...
Einar Rafn Eiðsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Eru þetta frábærar fréttir enda Einar einn allra besti leikmaður Olísdeildarinnar og algjör lykilmaður í okkar liði
Nökkvi Þeyr og Hafdís eru íþróttafólk Akureyrar 2022
Knattspyrnumaðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson úr KA er íþróttakarl Akureyrar árið 2022 og hjólreiðakonan Hafdís Sigurðardóttir úr HFA er íþróttakona Akureyrar 2022.
Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi þriðjudaginn 24. janúar nk. kl. 17.30 þar sem lýst verður kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Akureyrar.