Ungmennafélagið Narfi - Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Á myndinni eru frá vinstri; Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ, Birna B…
Á myndinni eru frá vinstri; Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ, Birna Baldursdóttir formaður ÍBA, Ingólfur Sigfússon gjaldkeri Narfa, Hrund Teitsdóttir formaður Narfa, Viðar Sigurjónsson sérfræðingur á Stjórnsýslusviði ÍSÍ og Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA.

Ungmennafélagið Narfi í Hrísey, sem er eitt af 21 aðildarfélagi innan ÍBA, hlaut viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ þann, 1. mars.  Það var Hrund Teitsdóttir formaður félagsins sem tók við viðurkenningunni úr hendi Viðars Sigurjónssonar sérfræðings á Stjórnsýslusviði ÍSÍ.  Fleiri Fyrirmyndarfélög eru innan Íþróttabandalags Akureyrar en í nokkru öðru íþróttahéraði og mun þeim fjölga enn frekar á næstunni.

„Við í Ungmennafélaginu Narfa í Hrísey erum bæði þakklát og stolt að hljóta viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Það er markmið okkar að standa fyrir öflugu starfi og að vera til fyrirmyndar á öllum sviðum og því frábært að fá þessa viðurkenningu“ sagði Hrund Teitsdóttir formaður félagsins við þetta tilefni.

 ÍBA óskar Narfa innilega til hamingju með viðurkenninguna.