Greinar frá RSS veitum

Körfubolti: Annar leikur Þórs og ÍR í kvöld

Þórsarar taka á móti ÍR-ingum í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í kvöld kl. 19:15.

Knattspyrna: Þór/KA mætir FH á heimavelli Hauka í dag

Þór/KA mætir FH í Hafnarfirðinum í annarri umferð Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn fer þó ekki fram á heimavelli FH heldur BIRTU-vellinum, heimavelli Hauka.

Handbolti: Sigur á Fjölni og forysta í einvíginu

Þór vann Fjölni á útivelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Grill 66 deildarinnar um sæti í efstu deild á næsta tímabili, Olísdeildinni. Heimaleikur á dagskrá á mánudag.

Jens Bragi framlengir um tvö ár

Jens Bragi Bergþórsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2025-2026. Jens sem verður 18 ára í sumar er orðinn algjör lykilmaður í meistaraflokksliði KA og afar jákvætt að hann taki áfram slaginn með uppeldisliðinu

Bryndís Eva og Veigar í beinni útsendingu í úrslitum Landsmóts herma.

Næsta sunnudag keppa Bryndís Eva Ágústsdóttir og Veigar Heiðarsson, ungir kylfingar úr GA, í 8 manna úrslitum Landsmóts herma, Bryndís í kvennaflokki og Veigar í karlaflokki.  Lokamótið fer fram næsta sunnudag og hefst kl.16, leikið er 36 holur og ef...

Rúnar og Smári æfa með U15

Tveir Þórsarar til æfinga með U15 landsliði Íslands í fótbotla.

Pílukast: Kynning og kennsla í pílukasti á laugardag

Píludeild Þórs býður upp á ókeypis kynningu og kennslu í pílukasti á morgun, laugardaginn 27. apríl, kl. 11:00-12:30. Frítt fyrir öll að koma og kynnast þessari skemmtilegu íþrótt.

Handbolti: Þriðji leikur Þórs og Fjölnis - rútuferð til Reykjavíkur

Þór og Fjölnir mætast í þriðja leik úrslitaeinvígis um sæti í Olísdeildinni í handbolta í kvöld. Leikurinn fer fram í Grafarvoginum og Þórsarar splæsa í rútuferð til Reykjavíkur. Leikurinn hefst kl. 19:30.

Knattspyrna: Þrjú mörk og sigur á Seltjarnarnesinu

Þórsarar unnu Seltirninga í Gróttu í 32ja liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í dag og verða því í pottinum þegar dregið verður fyrir 16 liða úrslitin á morgun.

Körfubolti: ÍR-ingar tóku forystu í einvíginu

Þórsarar sóttu ekki gull í greipar Breiðhyltinga í fyrsta leik liðsins gegn ÍR-ingum í undanúrslitum 1. deildar karla í körfubolta. ÍR vann með 17 stiga mun. Liðin mætast aftur á Akureyri á laugardagskvöld.

Andrésar Andar leikarnir hafnir í 48. sinn

Í gær miðvikudaginn 24. apríl voru Andrésarleikarnir settir í 48. sinn að lokinni skrúðgöngu í frábæru veðri. Setningarathöfnin var hin glæsilegasta en setningarræðu hélt Eyrún Erla Gestsdóttir, fyrrverandi iðkandi SKA, en Eyrún er nýbakaður Íslands...

Knattspyrna: Bikarleikur á Seltjarnarnesi í dag

Þór mætir Gróttu á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi í 32ja liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í dag kl. 15. Stuðningsfólk kemur saman á Rauða ljóninu frá kl. 13:30.

Bikarinn hefst á morgun - KA-TV í beinni

KA hefur leik í Mjólkurbikarnum á morgun, fimmtudag, þegar strákarnir okkar taka á móti ÍR-ingum í 32-liða úrslitum keppninnar klukkan 15:00. Strákarnir fóru eftirminnilega í Bikarúrslitaleikinn í fyrra og við ætlum okkur annað ævintýri í sumar. Hlökkum til að sjá ykkur á Greifavellinum, áfram KA

Handbolti: Rútuferð til Reykjavíkur á föstudag

Handknattleiksdeild Þórs stendur fyrir rútuferð með stuðningsfólk á þriðja leikinn í einvígi Þórs og Fjölnis í Grill 66 deild karla. Leikurinn fer fram í Dalhúsum í Grafarvogi og hefst kl. 19:30. Brottför frá Hamri kl. 12:30.

Körfubolti: Einvígi Þórs og ÍR hefst í kvöld

Þórsarar eru á suðurleið og mæta ÍR-ingum í fyrsta leik undanúrslita 1. deildar karla í körfubolta í Skógarselinu í kvöld kl. 19:30.

Pistill frá formanni Þórs

Halló, Þórsarar Nokkur orð um boltaliðin okkar. Í augnablikinu er mikið um að vera hjá félaginu. Úrslitakeppnin í fullum gangi eða nýlokið í körfunni og handboltanum, síðan er fótboltinn byrjaður að rúlla með öllum sínum væntingum. Í öllum okkar li...

Stóri Plokkdagurinn 28. apríl

Nökkvi tekur þátt í stóra Plokkdeginum 28 apríl. n.k. kl. 11 á félagssvæði Nökkva. Við hvetjum alla félaga til að taka þátt og vinna að hreinsun svæðisins. Sjáumst þá.

Siglinganámskeið á kjölbátum

Siglingaklúbburinn Nökkvi stendur fyrir námskeiðum í skútusiglingum fyrir fullorðna sumarið 2024. Þessi námskeið eru góður undirbúningur fyrir þá sem hafa hugsað sér að taka verklegt skútusiglingapróf í skemmtibátanámi Tækniskólans sem og þá sem vilja bara prófa skútusiglingar sér til skemmtunar. Á báðum þessum námskeiðum er farið yfir alla þá þætti sem krafist er af þátttakendum í verklegu prófi sem gildir til stjórnunar skemmtibáta (seglbáta) sem eru allt að 24 metra langir.

Handbolti: Sannfærandi sigur í öðrum leik einvígisins

Þórsarar unnu fimm marka sigur á Fjölni í öðrum leik liðanna í einvíginu um sæti í Olísdeildinni. Næsti leikur á föstudagskvöld syðra og rútuferð frá Hamri.

Sumardagurinn fyrsti: Ársfundur, leikmannakynning, árskortasala

Sumardagurinn fyrsti verður fullur af alls konar hjá okkur í Þór/KA. Ársfundur, leikmannakynning, sala og afhending árskorta, teknar niður pantanir á Þór/KA-treyjunum, stuðningsmannabolum og hárböndum. Við bjóðum ykkur öll velkomin í Hamar, hvort sem það er á annan eða báða viðburðina.