Íslenska U18 stúlkna landslið Íslands á leið á Heimsmeistaramót í Suður-Afríku
23.01.2026
Skautafélag Akureyrar
U18 stúlkna landslið Íslands í íshokkí lagði af stað í langferð frá Keflavík í morgun en liðið er nú á ferðalagi til Cape Town í Suður-Afríku þar sem liðið mun leika á Heimsmeistaramótinu í 2.deild B á næstu dögum. SA á 11 fulltrúa í liðinu í ár auk aðila í þjálfarateyminu og fararstjórn. Fyrsti leikur liðsins er á mánudag en þá mætir liðið heimaliðinu, Suður-Afríku. Næstu leikir liðsins eru svo gegn Belgíu, Rúmeníu, Mexíkó og svo Taívan. Fylgjast má með allri tölfræði, stöðu og dagskrá mótsins á heimasíðu alþjóða íshokkísambandsins. Allir leikir mótsins eru í beinu streymi á streymisveitu Íshokkísamband Íslands og aðgengilegir fyrir áskrifendur á IcehockeyIceland.tv. Fyrsti leikur Íslands gegn Suður-Afríku hefst kl. 18:00 á mánudag á íslenskum tíma.
