Greinar frá RSS veitum

Íslenska U18 stúlkna landslið Íslands á leið á Heimsmeistaramót í Suður-Afríku

U18 stúlkna landslið Íslands í íshokkí lagði af stað í langferð frá Keflavík í morgun en liðið er nú á ferðalagi til Cape Town í Suður-Afríku þar sem liðið mun leika á Heimsmeistaramótinu í 2.deild B á næstu dögum. SA á 11 fulltrúa í liðinu í ár auk aðila í þjálfarateyminu og fararstjórn. Fyrsti leikur liðsins er á mánudag en þá mætir liðið heimaliðinu, Suður-Afríku. Næstu leikir liðsins eru svo gegn Belgíu, Rúmeníu, Mexíkó og svo Taívan. Fylgjast má með allri tölfræði, stöðu og dagskrá mótsins á heimasíðu alþjóða íshokkísambandsins. Allir leikir mótsins eru í beinu streymi á streymisveitu Íshokkísamband Íslands og aðgengilegir fyrir áskrifendur á IcehockeyIceland.tv. Fyrsti leikur Íslands gegn Suður-Afríku hefst kl. 18:00 á mánudag á íslenskum tíma.

Kjarnafæðimótið: Þór/KA2 með sigur í fyrsta leik

Þór/KA2 vann öruggan sigur á Völsungi í fyrsta leik sínum í Kjarnafæðimótinu þetta árið. Lokatölur 6-1.

Andlát Haukur Jóhannsson

Látinn er góður KA félagi, Haukur Jóhannsson, eftir erfið veikindi. Haukur var mikill íþróttamaður og lék knattspyrnu bæði með ÍBA og KA

Knattspyrna: Þór/KA semur við fimm nýja leikmenn

Stjórn Þórs/KA hefur tilkynnt um fimm nýja leikmenn sem hefur samið við og ganga til liðs við félagið fyrir komandi tímabil.

Stjórn Þórs/KA semur við fimm nýja leikmenn

Þór/KA tilkynnir með mikilli ánægju að samið hefur verið við fimm nýja leikmenn sem ganga til liðs við félagið fyrir komandi átök. Þrjár þeirra eru nú þegar komnar í okkar raðir, hafa æft og spilað með liðinu og eiga félögin aðeins eftir að uppfylla formsatriði vegna vistaskipta þeirra, en tvær bandarískar knattspyrnukonur koma til félagsins á næstu vikum.

Elísa Bríet Björnsdóttir gengur til liðs við Þór/KA

Stjórn Þórs/KA hefur samið við Elísu Bríet Björnsdóttur (2008) um að leika með liðinu næstu þrjú árin. Elísa Bríet kemur til félagsins frá Tindastóli þar sem hún hefur, þrátt fyrir ungan aldur, verið undanfarin fjögur ár og ein af lykilleikmönnum liðsins undanfarin tvö ár.

María Dögg Jóhannesdóttir gengur til liðs við Þór/KA

Stjórn Þórs/KA hefur samið við Maríu Dögg Jóhannesdóttur (2001) um að leika með liðinu næstu þrjú árin. María Dögg mun styrkja og breikka hópinn hjá Þór/KA og gefa þjálfurum fleiri og fjölbreyttari kosti við uppstillingu í vörn liðsins.

Birgitta Rún Finnbogadóttir gengur til liðs við Þór/KA

Stjórn Þórs/KA hefur samið við Birgittu Rún Finnbogadóttur (2008) um að leika með liðinu næstu þrjú árin. Birgitta Rún kemur til félagsins frá Tindastóli þar sem hún hefur, þrátt fyrir ungan aldur, verið undanfarin fjögur ár og ein af lykilleikmönnum liðsins undanfarin tvö ár.

Þór/KA semur við Allie Augur, bandarískan markvörð

Þór/KA hefur samið við bandarískan markvörð, Allie Augur, um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Þór/KA semur við Erin Flurey, bandarískan sóknarmann

Stjórn Þórs/KA hefur samið við bandaríska knattspyrnukonu, Erin Flurey, um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Þrjár úr Þór/KA á leikstöðuæfingar KSÍ

KSÍ hefur boðað hóp leikmanna á svokallaðar leikstöðuæfingar, sem eru sérstaklega ætlaðar varnarmönnum. Í þeim hópi eru þrír leikmenn úr Þór/KA. Það eru þær Ásta Ninna Reynisdóttir, Karen Hulda Hrafnsdóttir og Ragnheiður Sara Steindórsdóttir Á æfin...

Vinningaskrá úr happdrætti handboltans

Dregið í jólahappdrætti handknattleiksdeildar

Fimm Þórsarar í æfingahópi U19

Þórhallur Siggeirsson, landsliðsþjálfari U19 karla í fótbolta, hefur valið hóp sem æfir dagana 26.-27. janúar. Um er að ræða 29 manna æfingahóp og þar af eru fimm Þórsarar; þeir Ásbjörn Líndal Arnarsson, Einar Freyr Halldórsson, Peter Ingi Helgason ...

Einar Freyr til reynslu hjá Sturm Graz

Þórsarinn Einar Freyr Halldórsson hefur verið við æfingar í Austurríki undanfarna daga.

Dagur Gautason snýr aftur heim!

Handknattleiksdeild KA barst í dag gríðarlegur liðsstyrkur þegar Dagur Gautason skrifaði undir eins og hálfs árs samning við félagið. Dagur snýr því aftur heim en eins og flestir ættu að vita er hann uppalinn hjá KA og lifir svo sannarlega fyrir félagið

Íslenska U20 drengja landslið Íslands hefur leik á HM á sunnudag

Íslenska U20 drengja landslið Íslands er nú lagt af stað til Belgrad í Serbíu þar sem liðið mun á næstu dögum leika á Heimsmeistaramótinu í 2 deild B. Í riðlinum eru Ástralía, Holland, Ísrael, Nýja-Sjáland og Serbía auk Íslenska liðsins en íslenska liðið mætir Ísrael í sínum fyrsta leik á sunnudag. SA á 13 fulltrúa í liðinu auk fulltrúa í fararstjórn og þjálfarateymi. Fylgjast má með allri tölfræði, stöðu og dagskrá mótsins á heimasíðu alþjóða íshokkísambandsins. Allir leikir mótsins eru í beinu streymi á streymisveitu Íshokkísamband Íslands og aðgengilegir fyrir áskrifendur á IcehockeyIceland.tv. Fyrsti leikur Íslands á sunnudag gegn Ísrael hefst kl. 15:00.

Minningarorð - Haukur Jóhannsson

.

Gull hjá strákunum og stelpunum í U18 - bæði lið á EM

Blaklandslið Íslands í flokki U18 bæði drengja og stúlkna skrifuðu söguna upp á nýtt með stórkostlegum árangri á Evrópumóti smáþjóða. Bæði lið unnu mótið og tryggðu sér á sama tíma sæti á lokamóti EM en þetta er í fyrsta skiptið sem íslensk blaklandslið ná þessum árangri í þessum aldursflokki

Frítt að æfa handbolta í janúar

Í tilefni af EM í handbolta býður unglingaráð handknattlleiksdeildar Þórs nýjum iðkendum að æfa frítt í janúar. Hér má sjá æfingatöfluna Boðið er upp á fríar rútuferðir fyrir 7. og .8. flokk sjá nánar hér Rútuáætlun

Mælingar frá Keisaranum á Jaðri 24&25 janúar

Biggi keisari mætir með það nýjasta til okkar