Greinar frá RSS veitum

Jólasýningin á sunnudag

Jólasýning Listskautadeildar Skautafélags Akureyrar - Þegar Trölli stal jólunum fer fram sunnudaginn 14.des nk. kl: 17:30 í Skautahöllinni. Foreldrafélagið verður með veitingasölu í hléinu og pekkjakastið á sínum stað. Láttu ekki þessa frábæru sýningu fram hjá þér fara, sjón er sögu ríkari. Miðasala á staðnum.

Kjarnafæðimótið: Sigur í fyrsta leik

Þór/KA sendir tvö lið til þátttöku í Kjarnafæðimótinu þetta árið, eins og oftast áður. Lið 1 hóf leik á föstudag þegar stelpurnar mættu liði Dalvíkur í Boganum. Lokatölur urðu 8-1. 

Íshokkídeild SA semur við Richard Hartmann um þjálfun út tímabilið

Skautafélag Akureyrar hefur gengið frá ráðningu Slóvakíska íshokkíþjálfarans Richard Hartmann um að taka við þjálfun unglinga- og meistaraflokka SA út tímabilið. Ráðning Richard er frábært skref fyrir félagið en reynsla hans og sýn fellur vel að stefnu félagsins í áframhaldandi leikmannaþróun og uppbyggingu til framtíðar.

Rjúkandi kakó og nýbakaðar kleinur á skaflinum í dag

.

KA hlaut veglegan styrk frá KEA

Úthlutað var úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA á dögunum en þetta var í 92. skiptið sem veitt er úr sjóðnum. Í ár var úthlutað tæplega 30 milljónum króna úr sjóðnum til rúmlega 70 aðila úr flokkunum menningar- og samfélagsverkefni, íþrótta- og æskulýðsfélaga og ungra afreksmanna

Dagur sjálfboðaliðans: Takk fyrir að gera allt mögulegt!

Dagurinn í dag, 5. desember, er helgaður sjálfboðaliðanum. Í öllu íþróttastarfi eru sjálfboðaliðar ómissandi og ómetanlegir. Framlag þeirra heldur uppi íþróttastarfinu í landinu, jafnt hjá Þór/KA sem og hjá öðrum félögum og í hinum ýmsu íþróttagreinum.

Dagur sjálfboðaliðans

Takk fyrir ykkar framlag!

Skautafélag Akureyrar fær styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA

KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins síðastliðinn mánudag og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Var þetta í 92. skipti sem veitt er úr sjóðnum. Sjóðurinn var stofnaður árið 1936 en þá hlaut Sjúkrahúsið á Akureyri fyrsta og eina styrk sjóðsins. Að þessu sinni var úthlutað styrkjum að fjárhæð tæplega 30 milljónir króna til fjölbreyttra samfélagsverkefna, íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og til ungs efnilegs afreksfólks á félagssvæði KEA. Umsóknir voru fjölmargar og hlutu rúmlega 70 einstaklingar, félög og verkefni styrk úr sjóðnum. 

Knattspyrna: Þór/KA semur við Höllu Bríeti Kristjánsdóttur

Stjórn Þórs/KA hefur samið við Höllu Bríeti Kristjánsdóttur til næstu tveggja ára.

Halla Bríet Kristjánsdóttir frá Völsungi í Þór/KA

Stjórn Þórs/KA hefur samið við Höllu Bríeti Kristjánsdóttur til næstu tveggja ára.

Skautafélag Akureyrar með 22 verðlaun á Íslandsmeistaramótinu í Skautahlaupi í Laugardal

Íslandsmeistarmót í skautaati (short track) var haldið á í Reykjavík um síðustu helgi. Á mótið mætti fríður hópur frá SA og nældu sér allir í verðlaun.

Takk KEA!

Úthlutun úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA fór fram við hátíðlega athöfn í Hofi á Akureyri 1. desember s.l. en þetta er í 92. sinn sem sjóðurinn veitir styrki. Sjóðurinn var stofnaður árið 1936 en þá hlaut Sjúkrahúsið á Akureyri fyrsta og eina...

Pílukast: Úrslitin ráðast í Kalt&Gott mótaröðinni

Kalt&Gott mótaröð Píludeildar Þórs - úrslitin ráðast! Fimmtudagskvöldið 4.des - keppni hefst kl 19:00! Eftir frábær 6 undankvöld er komið að úrslitakvöldinu. Efstu 16 karlar á stigalistanum keppa um sigur í A-keppni, þeir karlar sem enduðu í 17...

Körfuboltavika Special Olympics tekin með trompi á Allir með!

Í tilefni af Special Olympics European week var extra mikið fjör á "Allir með" körfuboltaæfingu Þórs og KA. Nokkrir leikmenn úr meistaraflokki Þórs í körfubolta tóku þátt í æfingunni ásamt Sólu lukkudýri Allir með. Öllum iðkendum og fjölskyldum þ...

Jólahappdrætti KA og KA/Þór - dregið 17. des!

Hið árlega og geysivinsæla jólahappdrætti KA og KA/Þórs er farið af stað. Vinningaskráin er kyngimögnuð og telur í ár akkúrat 100 vinninga og heildarverðmæti þeirra er yfir tveimur milljónum íslenskra króna

Glæsilegur árangur hjá hópfimleikastúlkum á Haustmóti 2025

Síðustu tvær helgar fóru hópfimleikarnir suður og kepptu á haustmóti sem eru fyrstu mót þessa veturs. 4.flokkur gerði góða ferð til Selfoss og stóðu sig frábærlega þar, bættu sig töluvert mikið frá síðasta móti og voru deildinni til mikillar sóma. Um síðustu helgi lögðu stúlkur úr 3., 2. og 1. flokki af stað suður til að taka þátt í Haustmótinu sem haldið var á vegum Stjörnunnar í Garðabæ. Þessar efnilegu fimleikastúlkur stóðu sig vel og sýndu frábærar framfarir í öllum flokkum. 1.flokkur sýndi sínar bestu hliðar og náði glæsilegum árangri með því að hreppa 1. sætið á fíber og 2. sætið í heildarkeppninni. Þetta er stórkostlegur árangur sem endurspeglar mikla vinnu og elju stúlknanna ásamt öflugum stuðningi frá þjálfurum og foreldrum. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með framúrskarandi frammistöðu um helgina og bíðum spennt eftir að fylgjast með frekari afrekum þeirra í framtíðinni.

Rjómavöfflur og súkkulaði í Hamri á aðventunni

Þórsarar bjóða heim í Hamar í girnilegar rjómavöfflur og rjúkandi súkkulaði á aðventunni.

Vetrarmótaröð GA í samvinnu við Höldur x Skógarböðin

Fimm mót - eitt í hverjum mánuði, vegleg verðlaun

Harði jólapakki kylfingsins

FRÍ textamerking á Titleist boltum

Þrír Þórsarar framlengja samninga sína

Þrír leikmenn hafa framlengt samning sinn við knattspyrndeild Þór.   Ragnar Óli Ragnarsson hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum út keppnistímabilið 2028.   Ragnar Óli lék 21 leik í Lengjudeildinni í sumar og hefur...