Greinar frá RSS veitum

Öruggur sigur í fyrsta leik

Okkar menn í handboltanum fara vel af stað í Olísdeildinni en fyrsti leikur liðsins fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöldi þar sem ÍR-ingar komu í heimsókn. Þór vann öruggan sex marka sigur, 29-23, eftir að hafa leitt leikinn frá upphafi ...

Besta deildin: Útileikur gegn Stjörnunni í dag

Þór/KA mætir Stjörnunni í Garðabænum í 16. umferð Bestu deildarinnar í dag. Flautað verður til leiks kl. 16.

Kvennaliðið hefur leik í Toppdeildinni á morgun

Kvennalið SA hefur tímabilið á Íslandsmótinu í Toppdeild kvenna á morgun þegar liðið ferðast suður yfir heiðar og mætir ríkjandi Íslandsmeisturum Fjölnis. Liðin í deildinni hafa öll tekið breytingum frá síðasta tímabili og vatn hefur runnið bæði norður og yfir lækinn. SA liðið hefur styrkt sig í sumar með einum leikmanni en sú viðbót gæti reynst púslið sem liðinu hefur vantað. Kolbrún Garðarsdóttir er snúin aftur í SA en hún hefur verið SA liðinu ljáfur að eiga við síðustu ár með liði Fjölnis. Engin leikmaður hefur yfirgefið hópinn frá síðasta tímabili og hópurinn því öflugri og reynslumeiri en áður - með blöndu af reyndum landsliðskonum og stórum hópi efnilegra leikmanna sem berjast af krafti um sín sæti. Marvarðarstaðan er áfram virkilega sterk með Shawlee Gaudreault áfram í markinu en hún hefur verið besti markvörður deildarinnar um árabil og sýnt ótrúlegan stöðugleika.

Bændaglíma GA

Ædi og Egill Heinesen etja kappi á morgun

Olísdeildin hefst í dag - Dagskrá í Höllinni!

Okkar menn í handboltanum hefja leik í Olísdeildinni í kvöld þegar ÍR kemur í heimsókn í Íþróttahöllina á Akureyri. Þór er að snúa aftur meðal þeirra bestu í handboltanum eftir að hafa verið í B-deild síðan 2021. Við hvetjum Þórsara til að fjölmenn...

Þrír sterkir leikmenn snúa aftur heim í SA

Það er alltaf skemmtilegt þegar uppaldir leikmenn snúa aftur heim til að klæðast rauðu treyjunni. Þrír ungir en gríðarlega sterkir og spennandi leikmenn eru klárir og gera meistaraflokkana okkar enn sterkari í toppbaráttunni fyrir komandi tímabil. Kolbrún Garðarsdóttir – sóknarmaður #27 – frá Fjölni Þarf varla að kynna en hún var marka- og stigahæsti leikmaður Toppdeildar kvenna á síðasta tímabili og allra besti leikmaður deildarinnar síðustu ár. Síðustu tvö tímabili hefur hún verið fyrirliði Fjölnis og leitt þær til Íslandsmeistaratitils í bæði skiptin. Kolbrún snýr nú aftur heim í SA og við bíðum spennt eftir að sjá hana aftur á ísnum í SA treyjunni. Jakob Jóhannesson – markmaður #55 – úr námsleyfi Jakob snýr aftur heim að sunnan eftir að hafa tekið sér árs námsleyfi frá hokkíinu. Jakob var fyrsti markvörður karlalandsliðsins og með bestu markvörslu deildarinnar um nokkurra ára skeið áður en hann fór í leyfið. Jakob er nú snúin heim og mættur í markið og styrkir markvarðateymi liðsins með Róberti Steingrímssyni. Við hlökkum til sjá Jakob koma sér aftur í gírinn og byrja að loka markinu. Arnar Kristjánsson – 20 ára varnarmaður #8 – frá EJ Kassel (Þýskalandi) Arnar Kristjánsson er einn efnilegasti varnarmaður landsins og hefur flakkað á milli þess að spila erlendis og hér heima síðustu ár. Arnar er mjög sóknarsinnaður varnarmaður og er komin með 13 A-landsleiki þrátt fyrir ungan aldur og hefur verið valinn besti varnarmaður heimsmeistaramóta með unglinga- og ungmennalandsliðum Íslands. Arnar mun styrkja varnarlínuna okkar og kemur auk þess með glimrandi sóknarleik sem verður gaman að fylgjast með í vetur.

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar  Hugleiðing formanns handknattleiksdeildar Þórs við upphaf tímabils í Olísdeildinni. Glæsilegt hverfi rís nú hratt í Móahverfi á Akureyri og ljóst er að þar munu hundruð barna og unglinga búa innan skamms með fjölskyldum s...

„Vinir Vals“ hittast í Hamri og vilja fá þig með!

Það er jafnan líf og fjör í Hamri á virkum morgnum en um klukkan níu mætir þar samheldinn hópur sem tekur til við sína daglegu rútínu sem felst í því að ná í skref fyrir heilsuna og spjall fyrir sálina. Klukkan 9:30 hefst göngutúrinn – annaðhvort ef...

Pílukast: Æfingar fyrir krakka og unglinga hefjast í dag

Æfingar fyrir krakka og unglinga á aldrinum 10-16 ára hefjast í aðstöðunni okkar í dag.    Æfingar verða á sömu dögum og í vor, á mánudögum og miðvikudögum. Æfingar verða frá kl 17:00 - 18:00   Skráning iðkenda er á Abler - Þór | P...

Haustæfingar að hefjast hjá Brettadeildinni

Haustæfingar hefjast þriðjudaginn 9. september kl. 17.30 á bak við skautahöll. Við ætlum að byrja með alla hópa saman til að byrja með. Þjálfari er Leifur Sigurðsson vel þekktur og einn af okkar reyndustu mönnum. Við erum ótrúlega þakklát fyrir að fá...

Egill og Einar með U19 í Slóveníu

U19 karla í fótbolta hefur leik á miðvikudag á æfingamóti í Slóveníu. Í hópnum eru tveir Þórsarar, jafnaldrarnir Egill Orri Arnarsson og Einar Freyr Halldórsson. Sá fyrrnefndi er á mála hjá danska meistaraliðinu Midtjylland en Einar hefur verið í ly...

KA mætir FS Jelgava í evrópukeppni U19

Það er ekki bara meistaraflokkslið KA í knattspyrnu sem tekur þátt í evrópuverkefni í sumar en KA varð Íslandsmeistari í 2. flokki karla í fyrra sem tryggði strákunum keppnisrétt í evrópukeppni unglingaliða í flokki U19

Handboltaleikjaskóli KA hefst á sunnudaginn

Hinn stórskemmtilegi handboltaleikjaskóli KA fyrir hressa krakka á aldrinum 2-5 ára fer af stað á sunnudaginn (7. september). Skólinn hefur slegið í gegn undanfarin ár og hvetjum við ykkur eindregið til að mæta og prófa

Hefur þú áhuga á handboltaþjálfun?

Kynningarkvöld handboltans á föstudaginn

Handboltaveislan er að hefjast gott fólk og verður kynningarkvöld KA og KA/Þórs á föstudaginn í KA-Heimilinu. Léttar veitingar verða í boði og er þetta frábær leið til að kynnast liðunum okkar fyrir átök vetrarins

Stórafmæli í september

Stórafmæli skráðra félagsmanna í september

Úrslit úr FJ & Titleist Open

Úrslit ráðin úr FJ og Tileist Open mótinu

Besta deildin: Þór/KA mætir Fram í Boganum í dag

Þór/KA tekur á móti Fram í 15. umferð Bestu deildarinnar í dag. Flautað verður til leiks kl. 17 í Boganum. Athugið að aðalinngangur verður lokaður og ganga áhorfendur inn um miðjudyrnar eins og í fyrstu leikjum sumarsins.

Hulda Ósk Jónsdóttir undirritar nýjan samning

Hulda Ósk Jónsdóttir (1997) hefur undirritað nýjan samning við stjórn Þórs/KA og verður áfram í herbúðum félagsins næstu tvö árin hið minnsta. 

Agnes Birta Stefánsdóttir undirritar nýjan samning

Agnes Birta Stefánsdóttir (1997) hefur undirritað nýjan samning við stjórn Þórs/KA og verður áfram í herbúðum félagsins næstu tvö árin hið minnsta.