23.12.2014
ÍBA óskar aðildarfélögum og öllum bæjarbúum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, þökkum liðin ár.
22.12.2014
Íþróttabandalag Akureyrar hélt upp á 70 ára afmæli sitt, 20. desember 2014
18.12.2014
Þann 20. desember verður ÍBA 70 ára og verðum við með opið hús í Glerárgötu 26, milli kl. 10-12.
Allir velkomnir í kaffi og konfekt.
09.09.2014
Íþróttabandalag Akureyrar, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og Akureyrarbær boða alla yfirþjálfara innan aðildarfélaga ÍBA til fundar í kaffiteríunni í Íþróttahöllinni þriðjudaginn 9. september kl. 17.00-19.00.
Til gangur fundarins er margþættur:
Koma á fót þjálfaranefnd innan aðildarfélaga ÍBA.
Styðja við yfirþjálfara og virkja yfirþjálfara í að virkja aðra/almenna þjálfara innan þeirra félaga.
Draga fram sýn þjálfara á íþróttir á Akureyri í þeirri viðleitni að gera gott starf betra.
Forvarnarfræðsla í víðu samhengi.
Verksvið yfirþjálfara.
Markmið með fundunum eru:
Að gera góða þjálfara ennþá betri.
Að byggja tengslanet þvert á íþróttagreinar og íþróttafélög.
Að auka samstarf milli þjálfara, þvert á íþróttagreinar og íþróttafélög.
Stefnumótun og markmiðasetning fyrir heildina.
Betri íþróttir til framtíðar á Akureyri.
Öllum yfirþjálfurum er boðið að taka þátt í fundinum. Ef ekki er starfandi yfirþjálfari þá má þjálfari eða stjórnarmaður sækja fundinn í hans stað.
15.05.2014
Föstudaginn 16. maí verður kaffitjald á Akureyri fyrir framan menningarhúsið Hof kl. 16:30-18:00. Í boði verða veitingar frá Ölgerðinni og Kaffitári. Aðilar frá hjólahópnum á Bjargi verða á staðnum og bjóða uppá leiðbeiningar um meðferð og stillingu hjóla, ásamt minniháttar lagfæringum.
Hjólafjör,
Hjólahópurinn Bjargi
08.05.2014
Átakið Hjólað í vinnuna, er í 12. sinn en það er á vegum almenningsíþróttasviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Með verkefninu vill sambandið vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Sambandið hvetur því þátttakendur til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu á tímabilinu 7.-12. maí.
Í ár hafa rúmlega 3700 einstaklingar staðfest þátttöku sína í verkefninu og meðal þeirra verða starfsmenn 24 vinnustaða á Akureyri eins og fram kemur á síðu átaksins. Enn er hægt að skrá sig til leiks.
10.04.2014
Þröstur Guðjónsson hætti í stjórn ÍBA eftir 20 ára starf sem formaður einnig hættu í stjórn, Margrét Ólafsdóttir ritari og Magnús Gauti Gautason gjaldkeri.
Nýr formaður ÍBA er Geir Kristinn Aðalsteinsson, Haukur Valtýsson, Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Ármann Ketilsson í aðalstjórn og Áslaug Kristjánsdóttir, Hörður Sigurharðarson og Sonja Sif Jóhannsdóttir til vara.
23.01.2014
Kjöri íþróttamanns Akureyrar var lýst í verðlaunahófi á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og íþróttaráðs Akureyrarbæjar í Menningarhúsinu Hofi fyrr í dag (miðvikudag). Við sama tækifæri voru afhentar heiðursviðurkenningar íþróttaráðs, ásamt styrkjum og viðurkenningum til þeirra íþróttafélaga á Akureyri sem áttu landsliðsmenn og/eða Íslandsmeistara á árinu 2013.
Hafdís Sigurðardóttir, spretthlaupari og langstökkvari úr Ungmennafélagi Akureyrar, er íþróttamaður Akureyrar 2013. Hafdís bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína hér á landi á árinu í spretthlaupum og langstökki. Hún setti þrjú glæsileg Íslandsmet og vann fjölda Íslandsmeistaratitla........
21.01.2014
Íþróttamaður Akureyrar 2013
Íþróttabandalag Akureyrar boðar til verðlaunahátíðar í Menningarhúsinu Hofi miðvikudaginn 22. janúar kl. 17.00 þar sem lýst verður kjöri íþróttamanns Akureyrar 2013. Jafnframt fá þeir íþróttamenn sem aðildarfélög ÍBA hafa tilnefnt sem sinn íþróttamann ársins 2013 afhentar viðurkenningar. Íþróttabandalag Akureyrar og íþróttaráð Akureyrarbæjar bjóða bæjarbúum að vera viðstaddir athöfnina og heiðra þannig afreksíþróttafólk bæjarins.
Við sömu athöfn verða afhentar heiðursviðurkenningar Íþróttaráðs Akureyrarbæjar. Þá verða afhentar viðurkenningar og styrkir til þeirra íþróttafélaga sem áttu landsliðsmenn og Íslandsmeistara á árinu 2013.