Fréttir ÍBA

Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er íþróttamaður Akureyrar 2013

Kjöri íþróttamanns Akureyrar var lýst í verðlaunahófi á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og íþróttaráðs Akureyrarbæjar í Menningarhúsinu Hofi fyrr í dag (miðvikudag). Við sama tækifæri voru afhentar heiðursviðurkenningar íþróttaráðs, ásamt styrkjum og viðurkenningum til þeirra íþróttafélaga á Akureyri sem áttu landsliðsmenn og/eða Íslandsmeistara á árinu 2013. Hafdís Sigurðardóttir, spretthlaupari og langstökkvari úr Ungmennafélagi Akureyrar, er íþróttamaður Akureyrar 2013. Hafdís bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína hér á landi á árinu í spretthlaupum og langstökki. Hún setti þrjú glæsileg Íslandsmet og vann fjölda Íslandsmeistaratitla........

Íþróttamaður Akureyrar 2013

Íþróttamaður Akureyrar 2013 Íþróttabandalag Akureyrar boðar til verðlaunahátíðar í Menningarhúsinu Hofi miðvikudaginn 22. janúar kl. 17.00 þar sem lýst verður kjöri íþróttamanns Akureyrar 2013. Jafnframt fá þeir íþróttamenn sem aðildarfélög ÍBA hafa tilnefnt sem sinn íþróttamann ársins 2013 afhentar viðurkenningar. Íþróttabandalag Akureyrar og íþróttaráð Akureyrarbæjar bjóða bæjarbúum að vera viðstaddir athöfnina og heiðra þannig afreksíþróttafólk bæjarins. Við sömu athöfn verða afhentar heiðursviðurkenningar Íþróttaráðs Akureyrarbæjar. Þá verða afhentar viðurkenningar og styrkir til þeirra íþróttafélaga sem áttu landsliðsmenn og Íslandsmeistara á árinu 2013.