Fréttir ÍBA

"Fótbolti fyrir alla" með Gunnhildi Yrsu

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona og leikmaður Stjörnunnar, verður með kynningu í Boganum á morgun, fimmtudaginn 22. júní milli 12 og 13, á verkefninu "Fótbolti fyrir alla".

Þórir Tryggvason heiðraður með gullmerki ÍBA á formannafundi ÍBA þann 8.júní 2023

Formannafundur ÍBA var haldinn í Teríunni í Íþróttahöllinni á Akureyri 8.júní 2023 þar sem saman komu formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga ÍBA ásamt stjórn ÍBA, fulltrúum fræðslu- og lýðheilsuráðs og forstöðumanni íþróttamála á Akureyri. Við fengum til okkar nokkra frábæra gesti sem fræddu okkur um áhugaverð málefni og verkefni sem framundan eru og loks var Þórir Tryggvason ljósmyndari heiðraður fyrir hans óeigingjarna starf sem ljósmyndari í þágu íþrótta á svæðinu.