Að ÍBA verði sýnileg í samfélaginu og stuðli að því að gera íþróttaiðkun að sjálfsögðum lífstíl bæjarbúa. Almenn aukning verður í iðkendafjölda og brottfall yngri kynslóða úr íþróttum dragist saman.
Að á Akureyri sé aðstaða til íþróttaiðkunar í takt við það besta sem þekkist hérlendis og við tryggjum afreksíþróttafólki okkar sigrúm og umgjörð til að ná eins langt í sinni íþrótt eins og kostur er. Uppbygging mannvirkja verði unnin eftir skilgreindri og forgangsraðaðri stefnu í takt við þarfir aðildarfélaganna.
Að á Akureyri verði starfrækt færri, stærri og faglegri fjölgreinafélög í framtíðinni og vægi íþrótta innan skólakerfisins verði stóreflt á öllum stigum með auknu samstarfi og samþættingu skóla og íþrótta.
Að gera íþróttabæinn Akureyri þekktan fyrir öflugt samstarf íþróttahreyfingarinnar, Akureyrarbæjar og ferðaþjónustuaðila með framúrskarandi umgjörð í kringum öflugt mótahald í bænum.