Birna tekur við formannskeflinu

Geir Kristinn og Birna Bald.
Geir Kristinn og Birna Bald.

Formaður ÍBA, Geir Kr. Aðalsteinsson, hefur óskað eftir því við stjórn bandalagsins að stíga til hliðar sem formaður fram á næsta vor.  Ástæðan er að Geir vill koma í veg fyrir mögulega hagsmunaárekstra í ljósi þess að hann hefur tekið að sér þjálfun meistaraflokks Þórs í handbolta út keppnistímabilið.  Stjórn ÍBA hefur samþykkt ósk Geirs.

Birna Baldursdóttir, varaformaður ÍBA, mun taka við formannsstarfinu í fjarveru Geirs.