Siðareglur og hegðunarviðmið ÍBA

Siðareglur og hegðunarviðmið ÍBA eiga að efla fagmennsku og traust innan íþróttabandalagsins og aðildarfélaga þess, stuðla að bættri framkomu og styðja metnaðarfulla og heiðarlega framgöngu allra. Gengið er út frá því að allir iðkendur, þjálfarar, foreldrar og starfsfólk kynni sér siðareglurnar og fari eftir þeim. Brot á siðareglunum sjö eru álitin agabrot innan bandalagsins og viðurlög við þeim í samræmi við viðbragðsáætlun ÍBA. 

Viðbragðsáætlun vegna brota á siðareglum ÍBA

Viðbrögð innan félags:

  1. Ef grunur vaknar um agabrot er meintur gerandi kallaður strax á fund yfirmanna síns aðildarfélags.
  2. Leita skal sannanna frá fleiri en einum aðila um meint agabrot.
  3. Séu sannanir nægilegar, er meintur gerandi áminntur eða vísað úr starfi eða frá keppni undir merkjum félagsins og málinu vísað til viðkomandi yfirvalda (lögreglu-, barnaverndar- eða íþróttayfirvalda) eftir eðli brots.
  4. Tilkynningar um meint agabrot skulu berast til framkvæmdastjóra ÍBA. 

Viðbrögð og eftirfylgni ÍBA:

  1. Meint agabrot er tekið fyrir á stjórnarfundi ÍBA og skráir allt í trúnaðarbók.
  2. Séu sannanir nægilegar, óskar stjórn ÍBA eftir að meintur gerandi sé áminntur eða vísað úr starfi eða frá keppni undir merkjum aðildarfélags og málinu sé vísað til viðkomandi yfirvalda (lögreglu-, barnaverndar- eða íþróttayfirvalda) eftir eðli brots.
  3. Almennur stuðningur er veittur við þolenda og meintan geranda.
  4. Fræðslu og forvarnarvinna innan bandalagsins sem felur m.a. í sér að kynna siðareglurnar og hegðunarviðmiðin vel fyrir öllum og viðhalda meðvitund um mikilvægi þeirra.

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs