Hjólað í vinnuna 2023

Opnað hefur verið fyrir skráningu í vinnustaðakeppnina "Hjólað í vinnuna" 2023.
Keppnin hefst að þessu sinni 3. maí nk. og stendur yfir til 23. maí.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að skrá sig til leiks.

Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarverkefninu „Hjólað í vinnuna“. 

Megin markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þrjár vikur í maí ár hvert.

Starfsmenn vinnustaða hér á landi hafa tekið vel við sér því þátttakan hefur margfaldast síðan að verkefnið fór af stað. 

Hjólað í vinnuna fer fram dagana 3. – 23. maí 2023.

Að skrá sig til leiks:

1. Farið er inná vef Hjólað í vinnuna (hjoladivinnuna.is)
2. Smellt er á Innskráning efst í hægra horninu
3. Stofnaðu þinn eigin aðgang með því að skrá þig inn með Facebook eða búðu þér til notendanafn og lykilorð.
4. Velja má á milli þess að stofna vinnustað (þarf að gera ef vinnustaðurinn finnst ekki í fellilista) eða stofna/ganga í lið (þá er búið að stofna vinnustaðinn).
5. Skráningu lokið

Nánari upplýsingar um Hjólað í vinnuna gefur Hrönn Guðmundsdóttir sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, á hronn@isi.is eða í síma: 514-4000.