Umhverfisstefna ÍBA

Umhverfismál skipta okkur öll máli og þar getur íþróttahreyfingin gert sitt líkt og aðrir.  Stefna ÍBA í umhverfismálum er eftirfarandi:

  • Umgengnisreglur séu til staðar fyrir iðkendur, félagsmenn og stuðningsfólk í íþróttamannvirkjum á Akureyri.
  • Ruslafötur séu til staðar á æfinga- og keppnissvæðum og aðilar upplýstir um það.
  • Tiltekt fari fram að lokinni æfingu og/eða keppni.
  • Hvatt er til sparnaðar í keyrslu á æfingar og mót með því að ganga, hjóla og sameinast í bíla. Góðar almenningssamgöngur séu í boði fyrir iðkendur sem þurfa að sækja æfingar á milli hverfa.
  • Aðgengi íþróttamannvirkja sé fyrir alla.
  • Aðildarfélög eru hvött til að safna dósum í fjáröflunarskyni og lágmarka notkun einnota umbúða.
  • Að á ársþingum ÍBA, formannafundum og öðrum viðburðum sé reynt að takmarka notkun pappírs og leggja áherslu á rafræna upplýsingagjöf.