Fréttir ÍBA

Íþróttamaður Akureyrar 2014

val á íþróttamanni Akureyrar 2014 verður 21. janúar 2015, í Menningarhúsinu Hofi. Húsið opnar kl. 17.00 og hefst hátíðin kl. 17.15. Allir velkomnir

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár

ÍBA óskar aðildarfélögum og öllum bæjarbúum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, þökkum liðin ár.

70 ára afmæli ÍBA

Íþróttabandalag Akureyrar hélt upp á 70 ára afmæli sitt, 20. desember 2014

Íþróttabandalag Akureyrar 70 ára

Þann 20. desember verður ÍBA 70 ára og verðum við með opið hús í Glerárgötu 26, milli kl. 10-12. Allir velkomnir í kaffi og konfekt.

YFIRÞJÁLFARAR HITTAST

Íþróttabandalag Akureyrar, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og Akureyrarbær boða alla yfirþjálfara innan aðildarfélaga ÍBA til fundar í kaffiteríunni í Íþróttahöllinni þriðjudaginn 9. september kl. 17.00-19.00. Til gangur fundarins er margþættur: Koma á fót þjálfaranefnd innan aðildarfélaga ÍBA. Styðja við yfirþjálfara og virkja yfirþjálfara í að virkja aðra/almenna þjálfara innan þeirra félaga. Draga fram sýn þjálfara á íþróttir á Akureyri í þeirri viðleitni að gera gott starf betra. Forvarnarfræðsla í víðu samhengi. Verksvið yfirþjálfara. Markmið með fundunum eru: Að gera góða þjálfara ennþá betri. Að byggja tengslanet þvert á íþróttagreinar og íþróttafélög. Að auka samstarf milli þjálfara, þvert á íþróttagreinar og íþróttafélög. Stefnumótun og markmiðasetning fyrir heildina. Betri íþróttir til framtíðar á Akureyri. Öllum yfirþjálfurum er boðið að taka þátt í fundinum. Ef ekki er starfandi yfirþjálfari þá má þjálfari eða stjórnarmaður sækja fundinn í hans stað.

Hjólað í vinnuna við Hof 16. maí

Föstudaginn 16. maí verður kaffitjald á Akureyri fyrir framan menningarhúsið Hof kl. 16:30-18:00. Í boði verða veitingar frá Ölgerðinni og Kaffitári. Aðilar frá hjólahópnum á Bjargi verða á staðnum og bjóða uppá leiðbeiningar um meðferð og stillingu hjóla, ásamt minniháttar lagfæringum. Hjólafjör, Hjólahópurinn Bjargi

Hjólað í vinnuna

Átakið Hjólað í vinnuna, er í 12. sinn en það er á vegum almenningsíþróttasviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Með verkefninu vill sambandið vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Sambandið hvetur því þátttakendur til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu á tímabilinu 7.-12. maí. Í ár hafa rúmlega 3700 einstaklingar staðfest þátttöku sína í verkefninu og meðal þeirra verða starfsmenn 24 vinnustaða á Akureyri eins og fram kemur á síðu átaksins. Enn er hægt að skrá sig til leiks.

Þökkum Þresti Guðjónssyni formanni fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu ÍBA.

Þröstur Guðjónsson hætti í stjórn ÍBA eftir 20 ára starf sem formaður einnig hættu í stjórn, Margrét Ólafsdóttir ritari og Magnús Gauti Gautason gjaldkeri. Nýr formaður ÍBA er Geir Kristinn Aðalsteinsson, Haukur Valtýsson, Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Ármann Ketilsson í aðalstjórn og Áslaug Kristjánsdóttir, Hörður Sigurharðarson og Sonja Sif Jóhannsdóttir til vara.

61. Ársþing ÍBA, verður haldið 8. apríl 2014 kl. 18

í Golfskálanum Jaðri

Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er íþróttamaður Akureyrar 2013

Kjöri íþróttamanns Akureyrar var lýst í verðlaunahófi á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og íþróttaráðs Akureyrarbæjar í Menningarhúsinu Hofi fyrr í dag (miðvikudag). Við sama tækifæri voru afhentar heiðursviðurkenningar íþróttaráðs, ásamt styrkjum og viðurkenningum til þeirra íþróttafélaga á Akureyri sem áttu landsliðsmenn og/eða Íslandsmeistara á árinu 2013. Hafdís Sigurðardóttir, spretthlaupari og langstökkvari úr Ungmennafélagi Akureyrar, er íþróttamaður Akureyrar 2013. Hafdís bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína hér á landi á árinu í spretthlaupum og langstökki. Hún setti þrjú glæsileg Íslandsmet og vann fjölda Íslandsmeistaratitla........