Íþróttamaður Akureyrar

Reglugerð um Íþróttamaður Akureyrar

1. grein
Velja skal íþróttakarl og íþróttakonu til titilsins Íþróttamaður ársins á Akureyri.

2.grein
Titilinn íþróttamaður Akureyrar skal að jafnaði veita íþróttamönnum 16 ára eða eldri.

3. grein
Íþróttamaður ársins getur einungis orðið sá er keppt hefur með aðildarfélagi ÍBA á liðnu ári.

4. grein
Íþróttamaður ársins skal valinn eftir árangri í íþróttagrein sinni og framkomu jafnt í keppni sem utan vallar.  Aðildarfélög ÍBA senda inn tilnefningar til kjörs um Íþróttamann Akureyrar. Æskilegt er að félögin tilnefni bæði íþróttakarl og íþróttakonu. Hafi margir aðilar innan félags náð framúrskarandi árangri og verið til fyrirmyndar í sinni grein mega félögin senda inn fleiri tilnefningar.

5. grein
Stjórn Afrekssjóðs Akureyrar velur 10 einstaklinga af hvoru kyni úr innsendum tilnefningum. Stjórn og framkvæmdastjóri ÍBA, Fræðslu- og lýðheilsuráð, forstöðumaður íþróttamála og starfsmaður ÍSÍ á Akureyri, velja íþróttakarl og íþróttakonu ársins eftir úrvinnslu tilnefninga af stjórn Afrekssjóðs Akureyrar.  Einnig hafa fjölmiðlar sem staðsettir eru á Akureyri og fjalla um íþróttir rétt til þátttöku í valinu.

6. grein
Valið fer þannig fram að hver aðili hefur 58 stig til umráða fyrir hvort kyn og skal velja 10 einstaklinga í aðskildri kosningu í samræmi við eftirfarandi stigatöflu. 

Stigahæsti íþróttakarl og stigahæsta íþróttakona skulu krýnd Íþróttamenn ársins á Akureyri.

1. sæti 12 stig
2. sæti 10 stig
3. sæti 8 stig
4. sæti 7 stig
5. sæti 6 stig
6. sæti 5 stig
7. sæti 4 stig
8. sæti 3 stig
9. sæti 2 stig
10. sæti 1 stig

Verði tveir einstaklingar (eða fleiri) jafnir að stigum í ákveðnu sæti skal sá einstaklingur verða ofar í verðlaunaröð sem oftar hlýtur hærri stig í kosningu.  Verði einstaklingar jafnir á hæstu tölu, skal telja saman næsthæstu tölu og koll af kolli þar til niðurstaða fæst í verðlaunaröð.

7. grein
Val íþróttamanns ársins skal birt í janúarmánuði næsta árs.

8. grein
Undirbúningsnefndin tekur til starfa einum mánuði fyrir útnefningu.

Samþykkt á ársþingi ÍBA 27. apríl 2022.

Kjósa íþróttamann Akureyrar 2023