Lottóreglugerð

Reglur vegna úthlutunar á Lottótekjum ÍBA.

Öll innkoma lottófjár rennur til aðildarfélaga ÍBA sem standa fyrir barna- og unglingastarfi.

  • Greiðslum frá Lottó skal skipt milli aðildarfélag ÍBA og fer skipting eftir fjölda iðkenda innan hvers félags sem stundaðar eru innan sérsambanda eða íþróttanefnda ÍSÍ.
  • Iðkendatala miðast við fjölda iðkenda 5-19 ára hjá félögum, m.v. upplýsingar úr rafrænu skráningarkerfi samþykktu af ÍBA.
  • Það er ábyrgð félaganna og deilda þeirra að rétt skráning iðkenda fari fram.
  • Úthluta skal öllum lottótekjum sem berast ÍBA hálfsárslega og miðast við iðkendafjölda á tveimur æfingatímabilunum:
    • 1. desember – 31. maí
    • 1. júní – 30. nóvember
    • Félög sem hafa ekki möguleika á barna- og unglingastarfi fá 1%.
    • Skilyrði fyrir úthlutun hvers árs er að félagið hafi haldið aðalfund og skilað inn tilskildum gögnum til ÍBA og ÍSÍ sbr. 5. gr. laga Íþróttabandalags Akureyrar.

Ný aðildarfélög þurfa að hafa starfað í þrjú ár áður en þau eiga rétt á lottótekjum. 

Reglur þessar taka gildi við úthlutun Lottófjár frá og með 1. júní 2022.

Samþykkt á 65. ársþingi ÍBA, 27. apríl 2022.