Hegðunarviðmið fyrir foreldra/forsjáraðila

 1. Mundu að barnið þitt er í íþróttum sín vegna, en ekki þín vegna.
 2. Hvettu barnið til þátttöku í íþróttum, en ekki þvinga það.
 3. Veittu öllum börnum hvatningu, ekki bara þínu.
 4. Sýndu jákvæðni, líka þegar á móti blæs.
 5. Berðu virðingu fyrir öllum iðkendum, dómurum, sjálfboðaliðum, þjálfurum og öðru starfsfólki.
 6. Berðu virðingu fyrir réttindum barna, hvert barn er einstakt.
 7. Mundu að þjálfarinn þjálfar en foreldrar hvetja.
 8. Upplýstu um stríðni, einelti eða áreitni.
 9. Sýndu starfi félagsins virðingu og vertu virkur þátttakandi.
 10. Misnotaðu ekki stöðu þína og vald með kynferðislegum tilburðum eða öðrum hætti.
 11. Taktu aldrei þátt í veðmálum, fjárhættuspilum eða viðskiptum í tengslum við íþróttaviðburði þar sem þú getur haft áhrif á úrslit.