29.10.2013
Forvarnir vegna íþróttaiðkunar barna og unglinga
Íþróttabandalag Akureyrar stendur fyrir málþingi sem haldið verður 22. nóvember 2013 kl. 17.00-20.00 í Háskólanum á Akureyri, sal N-102.
03.07.2013
27.Landsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi 4.-7.júlí nk. Landsmenn eru boðnir velkomnir og hvattir til að mæta og taka þátt í dagskrá Landsmótsins.
21.06.2013
Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe, Ólafur Eðvarð Rafnsson, er látinn, fimmtugur að aldri.
05.06.2013
Á formannafundi ÍBA þann 4. júní 2013 hélt Þorsteinn Hjaltason fróðlegt erindi um bætur til tjónþola vegna íþróttaslysa. Hann gaf góðfúslegt leyfi til að birta fyrirlesturinn hér á ÍBA síðunni.
21.05.2013
Kaffitjald verður við Hof þann 22. maí frá kl. 16,30 - 18,00
Boðið er uppá kaffi og Kristal og létt spjall
Sjáumst hress.
10.04.2013
Námskeið í Felix verður 10. apríl kl. 17 að Glerárgötu 26
30.01.2013
Fimmtudaginn 31.janúar munu UMFÍ og ÍSÍ standa í sameiningu fyrir fundi í Háskólanum á Akureyri í sal N 102 og hefst fundurinn klukkan 17.00. Þar mun Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur fjalla um niðurstöður rannsókna og hugleiðingar um skipulagt
íþróttastarf fyrir börn og ungmenni.
Þátttaka er ókeypis og öllum heimil
16.01.2013
Kjöri á íþróttamanni Akureyrar 2012 var lýst í hófi á Hótel Kea fyrr í dag. Arna Sif Ásgrímsdóttir úr Þór og fyrirliði Íslandsmeistara Þórs/KA í knattspyrnu, varð fyrir valinu og hlýtur sæmdarheitið íþróttamaður Akureyrar 2012. Rannveig Oddsdóttir, íþróttamaður UFA, varð í öðru sæti í kjörinu og Guðmundur S. Guðlaugsson, íþróttamaður Bílaklúbbs Akureyrar í þriðja sæti.
08.01.2013
Val á Íþróttamanni Akureyrar verður kunngjört í athöfn sem hefst á Hótel KEA miðvikudaginn 16.janúar 2013 kl.17.00.