Frístundastyrkur Akureyrarbæjar árið 2020 er kr. 40.000.-

Akureyrarbær veitir styrk til allra barna og unglinga á Akureyri til niðurgreiðslu þátttökugjalda hjá íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfélögum.
Árið 2020 er styrkurinn kr. 40.000.- og gildir fyrir börn fædd árið 2003 til og með 2014.

Foreldrar og forráðamenn geta gengið frá skráningu og nýtingu frístundastyrks í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar og í gegnum heimasíður íþróttafélaganna sem veita einnig aðstoð og upplýsingar um skráningu, greiðslu og notkun frístundastyrks hjá hverju félagi fyrir sig.

Skráning í Nóra