ÍBA Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ.
Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ.

ÍSÍ veitti ÍBA gæðaviðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ á jólaformannafundi ÍBA, 5. desember, en íþróttabandalagið hefur unnið markvisst að þeirri viðurkenningu síðustu misseri sem samræmist við Íþróttastefnu Akureyrar og ÍBA.

Fyrirmyndarhérað ÍSÍ er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi. Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög og íþróttahéruð sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem ÍSÍ gerir.

ÍBA er hér orðið fjórða íþróttahéraðið í röðinni sem fær þessa viðurkenningu ÍSÍ en það voru Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, sem veittu Geir Kristni Aðalsteinssyni, formanni ÍBA viðurkenninguna.