KA/Þór endurnýja samstarf sitt

Mynd: Palli Jóh
Mynd: Palli Jóh

Á skrifstofu ÍBA endurnýjaði KA/Þór rekstur handknattleiksliðs kvenna í meistaraflokki og 2. flokki í nýju rekstrarformi.

Samningurinn er að fyrirmynd rekstrarforms knattspyrnuliðs Þór/KA þannig að nýja rekstrarformið mun vera á kennitölu óstofnaðs rekstrarfélags KA/Þór. Með þessu fyrirkomulagi koma bæði félögin inn með þrjá félagsmenn til að skipa nýja sex manna stjórn KA/Þórs. Með þessu er stefnt á að bæta umgjörð liðsins enn frekar og halda liðinu áfram í fremstu röð.  

Samningur gildir frá og með undirritun til maí 2022. Um endurskoðun á samstarfinu segir í samningnum „Að tveimur keppnistímabilum liðnum skulu samningsaðilar skoða framlengingu á samningi þessum og skal sú skoðun eiga sér stað eigi síðar en í maí 2021“

ÍBA óskar KA og Þór til hamingju með samstarfssamninginn og óskar jafnframt KA/Þór góðs gengis í sinni uppbyggingu.

Á myndinni eru sitjandi frá vinstri;
Haddur Stefánsson formaður handknattleiksdeildar KA
Ingvar Gíslason formaður KA
Ingi Björnsson formaður Þórs
Þorvaldur Sigurðsson formaður handknattleiksdeildar Þórs
Fyrir aftan standa leikmenn KA/Þórs þær Ásdís Guðmundsdóttir og Aldís Ásta Heimisdóttir