Fjölmennur og jákvæður jólaformannafundur ÍBA fór fram 5. desember á 2. hæð Greifans þegar formenn og framkvæmdastjórar 20 af 22 aðildarfélögum komu saman ásamt stjórn og heiðursfélaga ÍBA, frístundaráði, fulltrúum á vegum ÍSÍ og UMFÍ og bæjarstjóra Akureyrar.
Fundarsetning hófst með snörpum kynningarhring allra fundargesta sem leiddi að ávarpi formanns ÍBA, Geir Kristni Aðalsteinssyni, sem fór vel yfir það helsta úr starfi ÍBA og íþróttahreyfingarinnar frá formannafundi 11. apríl 2019 sl.
Pálmar Ragnarsson var fenginn sem ræðumaður kvöldsins og það má með sanni segja að hann hafi komið inn með miklum krafti þannig að fundargestir tóku vel við sér þegar hann fjallaði um mikilvægi jákvæðra og persónulegra samskipta og hvað mikilvægt er að spyrja, hlusta og hrósa. Mikilvægt er að allir finnist þeir hluti af hópnum og neikvæður leikmaður eða einstaklingur getur haft mikil áhrif á hópinn og það getur sannarlega jákvæður leikmaður eða einstaklingur líka.
Bæjarstjóri Akureyrar, Ásthildur Sturludóttir, óskar ÍBA til hamingju með gæðavottunina sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ og inngöngu í UMFÍ. Ásthildur fer einnig yfir ný útgefinni skýrslu um uppbyggingu íþróttamannvirkja til næstu 15 ára og mikilvægi þess að sameining íþróttafélaga eigi sér stað.
Framkvæmdastjóri ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir, fylgir skilaboðum Pálmars og hrósar og hvetur alla íþróttahreyfinguna og bæjarins vegna öflugs starfs. Líney veitir Geir Kristni, formanni ÍBA, gæðavottun ÍSÍ sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ en íþróttabandalagið hefur unnið að þeirri viðurkenningu síðustu misseri. Einnig notaði Líney tækifærið og færði ÍBA gjöf frá ÍSÍ í tilefni af 75 ára afmæli íþróttabandalagsins, 20. desember nk. sem var glæsilegt málverk eftir Elsu Nielsen Ólympíufara.
Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, bjóða ÍBA velkomið í UMFÍ og gefa fundargestum góða kynningu á starfi UMFÍ og hvernig ÍBA og aðildarfélög þess geta nýtt sér þeirra verkfæri til betra og faglegra íþróttastarfs.
Að fundi loknum fundi bauð ÍBA öllum fundargestum uppá jólahlaðborð að hætti Greifans.
Fundargerð formannafundar má svo finna hér