Afrekssjóður Akureyrarbæjar 2022

Auglýsir eftir umsóknum vegna sjóðshlúthlutun afreksíþróttaefna og landsliðskeppnisferða fyrir árið 2022. Markmið sjóðsins er að styrkja akureyrsk afreksíþróttaefni, á sextánda aldursári eða eldri (f. 2006 og eldri), sem skara framúr í sinni íþróttagrein innan ÍBA og talin eru með markvissri þjálfun geta skipað sér á bekk með þeim bestu á landsvísu.

Ennfremur er afreksíþróttafólk og afreksefni styrkt vegna ferðakostnaðar landsliðskeppnisferða erlendis á vegum sérsambanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), að hámarki tvær ferðir á ári. 

Reglugerð afrekssjóðs Akureyrarbæjar má finna hér:

Reglugerð Afrekssjóðs Akureyrarbæjar

Rafrænir umsóknarferlar eru inná heimasíðu ÍBA:

Íþróttabandalag Akureyrar 

Umsóknarfrestur til afreksefna er til 1. desember nk. en vegna ferðastyrkja landsliðskeppnisferða 2022 til 31. desember nk.