ÍÞRÓTTAMAÐUR AKUREYRAR 2020

Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær tilkynna á miðvikudaginn 20. janúar kl. 17.30 um val á íþróttakarli og íþróttakonu Akureyrar fyrir 2020. Síðustu ár hefur bæjarbúum verið boðið til athafnar við þetta tilefni en vegna sóttvarnarregla verður athöfnin styttri en venjulega og eingöngu fyrir boðsgesti sem verður vísað í númeruð sæti.

Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA) og Akureyrarbær standa að valinu og verður þetta í 42. sinn sem íþróttamaður Akureyrar er heiðraður.

Dagskrá hátíðar
•Hátíðin sett af formanni ÍBA
•Ávarp formanns frístundaráðs
•Kynning á Íslandsmeisturum 2020
•Kynning á heiðursviðurkenningum Frístundaráðs
•Styrkveiting úr Afrekssjóð Akureyrar til tíu afreksefna
•Kynning á tilnefningum tíu efstu til Íþróttamans Akureyrar 2020
•Kjöri íþróttkarls og íþróttakonu Akureyrar 2020 lýst
 
Tíu efstu tilnefningar til íþróttakonu Akureyrar 2020

• Aldís Kara Bergsdóttir, Skautafélagi Akureyrar, fyrir listhlaup
• Andrea Ýr Ásmundsdóttir, Golfklúbbi Akureyrar, fyrir golf
• Anna María Alfreðsdóttir, Íþróttafélaginu Akri, fyrir bogfimi
• Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór, fyrir knattspyrnu með Þór/KA
• Ásdís Guðmundsdóttir, KA, fyrir handknattleik með KA/Þór
• Gígja Björnsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar, fyrir skíðagöngu
• Gígja Guðnadóttir, KA, fyrir blak
• Hafdís Sigurðardóttir, Hjólreiðafélagi Akureyrar, fyrir götuhjólreiðar
• Hafdís Sigurðardóttir, Ungmennafélagi Akureyrar, fyrir frjálsíþróttir
• Karen María Sigurgeirsdóttir, KA, fyrir knattspyrnu með Þór/KA

Tíu efstu tilnefningar til íþróttakarls Akureyrar 2020
• Baldur Vilhelmsson, Skíðafélagi Akureyrar, fyrir snjóbretti
• Brynjar Ingi Bjarnason, KA, fyrir knattspyrnu
• Einar Sigurðsson, KKA, fyrir motocross
• Ingvar Þór Jónsson, Skautafélagi Akureyrar, fyrir íshokkí
• Júlíus Orri Ágústsson, Þór, fyrir körfuknattleik
• Lárus Ingi Antonsson, Golfklúbbi Akureyrar, fyrir golf
• Miguel Mateo Castrillo, KA, fyrir blak
• Vignir Sigurðsson, Hestamannafélaginu Létti, fyrir hestaíþróttir
• Viktor Samúelsson, Kraftlyftingafélagi Akureyrar, fyrir kraftlyftingar
• Þorbergur Ingi Jónsson, Ungmennafélagi Akureyrar, fyrir utanvegahlaup