Fréttir ÍBA

Íþróttavika Evrópu 23.-30. september

Íþróttavika Evrópu er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Markmið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

Íþróttaráðstefna haldin á Akureyri 23.september

Akureyrarbær, Háskólinn á Akureyri, ÍBA og ÍSÍ halda í sameiningu Íþróttaráðstefnu í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri laugardaginn 23. september 2023.

Helgi Rúnar Bragason er fallinn frá

Framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar, Helgi Rúnar Bragason, er látinn aðeins 47 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein.

Frábær þátttaka aðildarfélaga ÍBA

Unglingalandsmót UMFÍ fór fram á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina

Unglingalandsmót UMFÍ 2023

Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er ár hvert um verslunarmannahelgina, að þessu sinni á Sauðárkróki.

"Fótbolti fyrir alla" með Gunnhildi Yrsu

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona og leikmaður Stjörnunnar, verður með kynningu í Boganum á morgun, fimmtudaginn 22. júní milli 12 og 13, á verkefninu "Fótbolti fyrir alla".

Þórir Tryggvason heiðraður með gullmerki ÍBA á formannafundi ÍBA þann 8.júní 2023

Formannafundur ÍBA var haldinn í Teríunni í Íþróttahöllinni á Akureyri 8.júní 2023 þar sem saman komu formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga ÍBA ásamt stjórn ÍBA, fulltrúum fræðslu- og lýðheilsuráðs og forstöðumanni íþróttamála á Akureyri. Við fengum til okkar nokkra frábæra gesti sem fræddu okkur um áhugaverð málefni og verkefni sem framundan eru og loks var Þórir Tryggvason ljósmyndari heiðraður fyrir hans óeigingjarna starf sem ljósmyndari í þágu íþrótta á svæðinu.

Íþróttafélagið Akur - Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Íþróttafélagið Akur hlýtur viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Akureyrarhlaupið - 6.júlí 2023

Búið er að opna fyrir skráningu í Akureyrarhlaupið sem fer fram fimmtudaginn 6. júlí

Hjólað í vinnuna 2023

Opnað hefur verið fyrir skráningu í vinnustaðakeppnina "Hjólað í vinnuna" 2023