"Fótbolti fyrir alla" með Gunnhildi Yrsu

Gunnhildur Yrsa - landsliðskona og leikmaður Stjörnunnar í knattspyrnu
Gunnhildur Yrsa - landsliðskona og leikmaður Stjörnunnar í knattspyrnu

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona og leikmaður Stjörnunnar í knattspyrnu, verður með kynningu og æfingu í Boganum á morgun, fimmtudaginn 22. júní milli 12 og 13, á verkefninu "Fótbolti fyrir alla". Verkefnið er á vegum KSÍ og er markmið þess að efla starf fatlaðra innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Um opinn tíma er að ræða og er fólk hvatt til að mæta og hitta Gunnhildi Yrsu.

 

Fótbolti fyrir alla með Gunnhildi Yrsu - Knattspyrnusamband Íslands (ksi.is)