Formannafundur 5. desember 2019

05.12.2019 17:30
 1. Fundarsetning

Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður ÍBA, setur fundinn og hefur fundinn á kynningarhring þar sem allir fundargestir kynna sig með nafni, stöðu og hvaða íþróttafélagi viðkomandi tilheyrir. 

 1. Ávarp formanns ÍBA

Geir Kristinn Aðalsteinsson, fer yfir atburði frá síðasta formannafundi:  Sameiningarumræða (færri og stærri félög) og þreifingar milli félaga; samtalið hefur sýnt að það er meira en að segja það að sameina félög, vilji til að ÍBA komi að sameiningum með auknum krafti -  þó sumir segist ekki vilja íþyngjandi afskipti - með leiðbeiningu. ÍBA hefur verið í samtali við fulltrúa innan íþróttahreyfingarinnar um sameiningamál. Matrixa komin í gagnið og skýrsla um íþróttamannvirki til framtíðar komin fram. Íþróttaþing ÍSÍ - fimm fulltrúar á þingi og tveir fulltrúar í mikilvægum starfshópum. Aðild að UMFÍ komin  - vegferð ÍBA síðan 2012. Framtíðarsýn um íþróttahéruð, t.d. varðandi sameiningar. Formannafundur íSÍ - áhugaverðir vinnuhópar starfandi, að mörgum mikilvægum málum. Vetraríþóttamiðstöð Íslands á Akureyri - lítill áhugi ríkisins - klár vilji ÍBA til að halda miðstöðinni virkri og á Akureyri. Fræðslumál - fyrirlestrar / námskeið um næringu, NORA, FELIX og jákvæð samskipti. Ferðasjóðsstyrkir, rekstrarstyrkir, matrixa í fulla virkni á næsta ári. Fyrirmyndarhérað ÍSÍ - þakkir til Viðars Sigurjónssonar fyrir aðstoð við þá vinnu. Ný heimasíða ÍBA. Nýtt regluverk Afrekssjóðs komið í gagnið. 

 1. Ræðumaður kvöldsins

Pálmar Ragnarsson var fenginn sem ræðumaður kvöldsins og hans megin inntak var að fjalla um mikilvægi jákvæðrar samskipta - mikilvægi andlegu hliðarinnar í þjálfun; jafnrétti, kraft í það að breyta umræðu um stöðu kynjanna.  Jákvæðni gagnvart öllum greinum og kynjum. Ekki sjálfsagt að fólk vilji taka þátt - mikilvægt að það finni að það skipti máli, að það sé hlustað á það - skilar sér í meiri áhuga og betri færni á flestum sviðum. Lykilatriðið er að spyrja, hlusta, hrósa - persónuleg samskipti á jákvæðum nótum. Innprenta þessa hegðun strax frá upphafi, góðar móttökur frá fyrstu mínútu, ekki bara ein æfing.

Brottfall - vilji til þátttöku hjá félaginu áfram þrátt fyrir að vera ekki “bestur”, sem félagi, sjálfboðaliði, foreldri - jákvæð upplifun iðkanda sem barn skilar sér í fjölgun félaga og aukinni jákvæðni. Skoðanaskipti - skiptir mestu máli að það sé tekið mark á því sem þú ert að segja, að það sé hlustað þó ekki sé endilega framkvæmt. Fólk sem finnst að ekki sé hlustað á það dregur sig í hlé - glataður mannauður.

Neikvæður leikmaður getur haft mikil áhrif á hópinn. Það getur jákvæður leikmaður líka.

 1. Ávarp bæjarstjóra Akureyrar

Ásthildur Sturludóttir óskar ÍBA til hamingju með verðandi fyrirmyndarhérað ÍSÍ og inngöngu ÍBA í UMFÍ. Þakkar Pálmari gott erindi. Skýrsla um íþróttamannvirki til 15 ára, mikilvægt að til sé gagn til að vinna markvisst eftir. Ólíkar skoðanir um forgangsröðun en til að halda áfram með gott starf þarf að vinna markvisst. Ekki hægt að gera öllum til geðs, verður að vinna faglega og innan fjárhagsramma. Íþróttastefnan- færri og stærri félög - nýting mannauðs og fjármuna og allt starf betra. Fagteymi sem vinnur með mál vegna áreitis og eineltis þarf að koma á laggirnar og auka þarf forvarnir og fræðslu til foreldra og iðkenda. Hversu langt getum við gengið til að búa til fullkomna stundatöflu fyrir iðkendur? Er endilega rétt að yngstu iðkendur sé að æfar 4x í viku? Þarf að afmarka betur vinnudag þeir yngstu.

 1. Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ byrjar á að koma með kveðju frá framkvæmdastjórn, forseta og starfsmönnum ÍSÍ. Áhrif íþróttastarfs sem forvarnar mikið, allir eiga gott hrós skilið. Skýrslur frá rannsóknum og greiningu berast til héraða innan skamms. Hrós og hvatning til íþróttahreyfingarinnar á Akureyri og bæjarins vegna öflugs starfs. Gæðavottun ÍSÍ - skilgreinir helstu þætti. ÍBA skilaði inn öllum gögn og hlýtur ÍBA viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ til næstu fjögurra ára. Geir Kristinn formaður veitir viðurkenningunni viðtöku. ÍBA færð gjöf í tilefni af 75 ára afmælis sambandsins - listaverk eftir Elsu Nielsen Ólympíufara. Dagur sjálfboðaliða - íþróttahreyfingin gengur ekki án þeirra starfa.
Geir Kristinn þakkar fyrir viðurkenningu og gjöf.

 1. UMFÍ kynning 

Haukur Valtýsson formaður UMFÍ og Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ. 

Haukur: býður ÍBA velkomið í UMFÍ. Hefur fylgst lengi með íþróttalífi og telur að öll íþróttahéruð eigi heima í UMFÍ öllu starfi til heilla. Þarf að endurskoða hlutverk og stærð íþróttahéraða og það er á stefnuskránni að hefja þá vegferð. Sjálfboðalistarf  er mikilvægt til að félög geti starfað, nauðsynlegt. 20% þeirra sem æfa eru afreksfólk. Hvað er hægt að gera fyrir aðra? Hvað er hægt að bjóða þeim? Verkefni sem má ekki gleyma, að sinna þeim sem vilja æfa en ekki stunda afreksíþróttir. Meiri og betri notkun á íþróttaaðstöðu. Áhersla Dana á móttöku þeirra sem stunda rafíþróttir - tekin inn en ekki að stunda sitt í myrkum bakherbergjum.

Auður:  Kynnir sögu og starf UMFÍ. 450 aðildarfélög - 28 sambandsaðilar -50/50 kynjahlutfall undir 18, 53/47 í eldri.- 21 af 25 íþróttahéruðum eru innan UMFÍ - 300 þúsund félagar.

Áherslur / verkefni/ stefna: 1. Íþróttir og hreyfing - 2. fræðsla og forvarnir 3. Styrkir til aðildarfélaga. 4. útgáfu og kynningarmál - 5 náttúra og umhverfi 6 - nútímalegt og leiðandi - 7. Góðir stjórnarhættir - 8. Öflugt samstarf (innan sem utan samtakanna) - 9. Sjálfboðaliðar (allt byggt á þeim í samtökunum sem og í aðildarfélögum). Helstu verkefni og áhrif þeirra tíunduð - ULM, Ungmenna-og tómstundabúðir (stærsta einstaka verkefni utan íþróttamóta), ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, Ungmennapartý, Landsmót. Spurningakönnun frá Rannsóknum og greiningu fer út með vorinu.

From Zero to Hero - mikil áhugi á forvarnastarfi á Íslandi. Hvað veldur gríðarlegri breytingu á lífi unglinga frá 1998 til 2016? Skipulagðar tómstundir, íþróttastarf, samvera með foreldrum og samvinna foreldra, félagasamtaka og ungmenna.

Sömu áskoranir hjá félögum, sem aukið samstarf hjálpar við að leysa. Þróun í átt til fjölnotkunar í íþróttum - vilji til að stunda dans einu sinni, fótbolta einu sinni, handbolta einu sinni o.s.frv. - Hvert er framboðið í þínu félagi? Þróunin er í þessa átt. Fagnar auknum sýnileika fatlaðra einnig. Byrjum á high-five og kynningum og síðan tökum við næsta skref. Breytingar koma frá þeim sem segja: Þetta er víst hægt!

 1. Önnur mál

  1. Rúnar Þór Björnsson, formaður Nökkva - kveður félaga í ÍBA og þakkar fyrir samstarfið til 30 ára. Fagnar uppbyggingu hjá sínu félagi sem nú er loks komin í gang af staðfestu. 

  2. Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ - þakkar fyrir samstarfið við ÍBA í 20 ár. Forréttindi að starfa með íþróttahreyfingunni - allir vilja vel og vilja heill íþróttar sinnar sem mesta. Það eru allir alltaf að reyna að gera sitt besta, þegar svo er og samstarf gott þá horfir allt til betri vegar.

 1. Fundarslit
  Kl. 19:30