AFREKSSJÓÐUR AKUREYRAR

Markmið sjóðsins er að styrkja akureyrska afreksíþróttamenn til æfinga og keppni í íþróttum undir merkjum aðildarfélaga ÍBA og veita viðurkenningar fyrir framúrskarandi afrek á undangengnum tólf mánuðum. Sjóðurinn veitir styrki í formi eingreiðslna til afreksíþróttamanna svo og ferðastyrki til landsliðsmanna.

Nánari upplýsingar um Afrekssjóð Akureyrar er að finna á heimasíðu ÍBA og Íþróttadeildar Akureyrarbæjar, www.iba.is og www.akureyriaidi.is.

Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2018.

Umsóknum skal skila rafrænt til iba@iba.is.

Stjórn Afrekssjóðs