Stjórnarfundur 9. janúar2023

09.01.2023 16:30

Stjórn:                                                      Starfsmaður:

Birna Baldursdóttir, formaður               Helga Björg Ingvadóttir, framkvæmdastjóri

Geir Kr. Aðalsteinsson                         
Jón Steindór Árnason
Ómar Kristinsson fjarverandi

Sigrún Árnadóttir fjarverandi

María Aldís Sverrisdóttir, varamaður 

Jóna Jónsdóttir, varamaður 

 

  1. Fundur settur

  2. Fundargerð síðasta fundar 

         Samþykkt

  1. Innsend erindi:

    1. Fræðslu- og lýðheilsuráðsbókanir

                  Fundur 19.desember 2022  Til upplýsinga

 

      4.  Málefni stjórnar: 

  • Formannafundur ÍBA

Fundurinn var haldinn á Greifanum þann 5. janúar sl. Farið yfir það helsta sem bar á góma.  Þröstur Guðjónsson krýndur heiðursfélagi ÍBA, Svavar Knútur spjallaði og söng, Helga Björg kynnt til leiks sem framkvæmdastjóri, Viðar Sigurjónsson fór yfir samstarf ÍBA, ÍSÍ, HA og Akureyrarbæjar í fræðslumálum og kynning frá framkvæmdastjóra SA á framkvæmdum í Skautahöllinni.

  • Íþróttamaður Akureyrar, undirbúningur 

Farið yfir stöðuna á undirbúningi á hátíðinni sem haldin verður í Hofi þann 24. janúar nk.  Nefndin hefur hafið störf, búið er að senda umsagnir um 10 efstu af hvoru kyni á þá sem hafa atkvæðisrétt og rennur frestur til kosninga út fimmtudaginn 12. janúar kl. 23.

  • Jólakort frá UMFÍ

Í jólakortinu frá UMFÍ var ávísun að upphæð 300.000 kr. en hún er eyrnamerkt auk ÍBA, UMSE, HSÞ og UÍF.  Hugsunin er að hvetja þessi fjögur héraðssambönd til samstarfs með gleðina að leiðarljósi.

  • Íþróttaþing ÍSÍ

Gefið hefur verið út að þingið verður haldið dagana 5. og 6. maí nk. og að þingið verði haldið á suðvesturhorninu.  Gera má ráð fyrir að ÍBA muni eiga 5 fulltrúa á þinginu.

 

5. Önnur mál:

Trúnaðarmál

Fært í trúnaðarbók

 

6. Tilhögun næsta fundar

Næsti fundur fer fram mánudaginn 6. febrúar kl. 16:30

7.Fundarslit