Stjórnarfundur 8.maí 2023

08.05.2023 16:30

Stjórn:                                                      Starfsmaður:
Birna Baldursdóttir, formaður Helga Björg Ingvadóttir, framkvæmdastjóri

Geir Kr. Aðalsteinsson                  
Jón Steindór Árnason 

Ómar Kristinsson - fjarverandi

Sigrún Árnadóttir

María Aldís Sverrisdóttir, varamaður 

Jóna Jónsdóttir, varamaður 

  

  1. Fundur settur

  2. Fundargerð síðasta fundar -  Undirritun frestað.
    Fundur 11.apríl  2023 

  3. Innsend erindi:

    1. Fræðslu og lýðheilsuráðsbókanir:
      Fundur Fræðslu og lýðheilsuráðs 3.apríl  2023
      Fundur Fræðslu- og lýðheilsuráðs 24.apríl  2023

TIl upplýsinga.

  1. Málefni stjórnar: 

    1. Rekstrarsamningur ÍBA  - Búið er að setja upp samningsdrög. Formaður mun senda drögin á stjórn til rýni.

    2. ÍSÍ þing - Formaður upplýsti stjórn um helstu málefni þingsins.  

Til upplýsinga.

  1. Íþróttastefna Akureyrarbæjar - Akureyrarbær hefur hafið vinnu við nýja lýðheilsustefnu. Íþróttastefna Akureyrarbæjar til 2022 var gefin út árið 2017. Eftir að stefnan var samþykkt voru stofnuð nefnd um 3-4 íþróttakjarna á Akureyri og haldnir fundir. Niðurstaðan var hins vegar sú að ekki náðist samstaða að útfærslu og fór málið því ekki lengra.  Hvað varðar sameiningu íþróttafélaga þá er það verkefni langhlaup en aldrei hefur staðið á ÍBA að rétta íþróttafélögum hjálparhönd í þeim efnum og hefur bandalagið ítrekað hvatt félög til að kynna sér kosti og galla samningar við önnur félög.

ÍBA lýsir sig sem fyrr reiðubúið í að taka þátt í vinnunni við gerð lýðheilsustefnunnar.

  1. Formannafundur ÍBA

    1. Tímasetning - Áætlað er að halda fundinn að kvöldi 24. maí 2023

    2. Dagskrá 

      1. Tillögur sem bárust:

        1.  Móttaka og þátttaka flóttafólks. Ingibjörg Magnúsdóttir (Akureyrarbær) áætlar að vera með kynningu fyrir flóttafólk.

        2. Íþróttastefna Akureyrarbæjar - Ræða í því sambandi líka nýju lýðheilsustefnuna.

        3. Aðstöðuleysi og húsnæðismál

        4. Hlutverk ÍBA

Stjórn hefur áhuga á að fá nýjan afreksstjóra ÍSÍ, Véstein Hafsteinsson, til að koma og halda erindi á formamannafundi. Formaður mun kanna málið.

  1. Ársskýrsla ÍBA - Gjaldkeri fór yfir ársskýrslu félagsins. Rekstrarafgangur ársins er um 10,8 m.kr. Eigið fé í árslok 27,8 m.kr. Áætlað er að fara yfir stöðu mála á þriggja mánaða fresti. Stjórn ÍBA samþykkir ársreikninginn með þeim skilyrðum að 500.000 kr. aukastyrkur verði færður í samræmi við fyrra ár.

  1. Önnur mál:

  1. Íþróttir fyrir alla - Framkvæmdastjóri og formaður ÍBA fóru ásamt Ellerti forstöðumanni íþróttamála hjá Akureyrarbæ og Viðari hjá ÍSÍ á fund með Valdimar Smára Gunnarsson, verkefnastjóri “Allir með” hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Verkefnið snýr að því að gera fötluðum kleift að stunda allar íþróttir. Valdimar hefur áhuga á að koma og kynna þetta verkefni á formannafundi ÍBA.

  2. Skilti - Slæm framkoma gagnvart starfsfólki og sjálboðaliðum íþróttafélaga verður sífellt algengari. Formaður lagði fram hugmynd um að útbúa skilti með með skilaboðum á þessa leið: Þjálfarar þjálfa, iðkendur æfa, forráðamenn hvetja, dómarar dæma. Mögulega gæti ÍBA unnið slíka vinnu í samstarfi við UMFÍ og/eða Akureyrabæ. ÍBA hafði áður búið til stefnu um þessi mál og á því efni sem mögulega gæti nýst. Formaður tekur þetta mál áfram.

  3. Formannaskipti - Áætlað er að formannaskipti verði 1. ágúst n.k.

  4. Þórir Tryggva - Ákveðið að sæma Þóri Tryggvason gullmerki ÍBA en hann hefur t.a.m. tekið gríðarlegt magn af íþróttamyndum í gegnum tíðina.

  5. Tilhögun næsta fundar - Næsti fundur áætlaður 5. júní.

  1. Fundarslit 17:53