Stjórnarfundur 8. janúar 2024

08.01.2024 16:30

Stjórn:                                                      Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður           Helga Björg Ingvadóttir, framkvæmdastjóri

Birna Baldursdóttir, varaformaður                   
Jón Steindór Árnason

Ómar Kristinsson, fjarverandi

Sigrún Árnadóttir, fjarverandi

María Aldís Sverrisdóttir, varamaður 

Jóna Jónsdóttir, varamaður 

 

  1. Fundur settur

  2. Fundargerð síðasta fundar - Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

  3. Innsend erindi:

              Til upplýsinga

  1. Málefni stjórnar: 

    • Staðan á stofnun starfsstöðva ÍSÍ og UMFÍ

      • Fundur með fulltrúum UMSE, HSÞ og UÍF

                Farið yfir fund sem formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri áttu með fulltrúum UMSE, HSÞ og UÍF varðandi fyrirhugaðar starfsstöðvar UMFÍ og ÍSÍ sem brátt munu verða                            opnaðar á 8 svæðum á landinu.  Gert er ráð fyrir tveimur starfsmönnum í hverri starfsstöð og að þær myndi starfsstöðvanet um allt land.

                Undirbúningsvinna fyrir okkar svæði er í fullum gangi.

  • Hátíðin Íþróttamaður Akureyrar

    • Afrekssjóður Akureyrar

        Hátíðin fer fram þann 31. janúar nk. í Hofi.  Farið yfir undirbúning kosningar og hátíðarinnar sjálfrar.

       Rætt um stöðu afrekssjóðs en hann tæmdist á síðari hluta síðasta árs, þ.e. sótt var um hærri fjárhæð en sem nemur sjóðnum.  Nauðsynlegt er að Akureyrarbær hækki framlög til sjóðsins            enda hefur upphæðin ekki hækkað í átta ár.

  • Aðstöðumál Karatefélags Akureyrar

          Farið yfir stöðuna á húsnæðismálum Karatefélagsins.  Málin ættu að skýrast á næstu dögum og er fulltrúum félagsins haldið upplýstum.

  • Ársþing ÍBA 2024, undirbúningur

    • Dagsetning.  Stefnt er að því að þingið fari fram í vikunni 15.-19. apríl.

    • Staðsetning.  Stefnt er að því að halda þingið að Jaðri.

    • Uppstillingarnefnd.  Óskað verður eftir tilnefningum aðildarfélaganna í uppstillingarnefnd.  Berist tillögur ekki mun stjórn ÍBA manna nefndina.  Fyrir liggur að núverandi formaður bandalagsins gefur ekki kost á sér til endurkjörs.

           Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.

  1. Önnur mál:

  1. Tilhögun næsta fundar

       Næsti fundur fer fram mánudaginn 5. Febrúar kl. 16:30.

  1. Fundarslit kl. 18:50.