Stjórnarfundur 7. nóvember 2022

07.11.2022 16:30

Stjórn:                                                                    Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður                          Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Birna Baldursdóttir
Jón Steindór Árnason
Ómar Kristinsson 
Sigrún Árnadóttir
María Aldís Sverrisdóttir, varamaður 
Jóna Jónsdóttir, varamaður  

  1. Fundur settur

  2. Fundargerð síðasta fundar
    Samþykkt 

  3. Innsend erindi:

    1. Fræðslu- og lýðheilsuráðsbókanir
      Fundur 3. október 2022.  Til upplýsinga.
      Fundur 17. október 2022  Til upplýsinga.

  1. Málefni stjórnar: 

    1. Fræðslumál ÍBA, ÍSÍ og Akureyrarbæjar.
      Framundan er fyrirlesturinn Hið ósýnilega afl með Dr. Viðari Halldórssyni.  Fer fyrirlesturinn fram í HA þann 17. nóvember.  Umræður um næsta fræðsluviðburð.

    2. Starfsmannamál ÍBA, tímabundin ráðning framkvæmdastjóra
      Formaður bar upp þá tillögu að ráða Helgu Björgu Ingvadóttur tímabundið í starf framkvæmdastjóra ÍBA vegna veikindaleyfis framkvæmdastjóra.  Tillaga formanns er að ráða Helgu Björgu til starfa í 12 mánuði. Stjórn samþykkir tillöguna.

    3. Fjármál ÍBA, staðan
      Gjaldkeri ÍBA fór yfir fjármál bandalagsins til upplýsinga fyrir nýja stjórnarmenn.

    4. Jólaformannafundur ÍBA.
      Formaður mun koma með tillögu að dagsetningu.

  1. Önnur mál:

    1. Sports 2023 ráðstefna.
      Alls hafa fjögur aðildarfélög ÍBA óskað eftir styrk fyrir 14 aðila sem hafa áhuga á að sækja ráðstefnuna.Samþykkt að styrkja félögin fyrir að hámarki 3 aðila um kr. 30.000 per. mann.

    2. Formannafundur ÍSÍ.
      Formaður sagði frá formannafundi ÍSÍ sem boðaður hefur verið þann 25. nóvember nk.  Formaður og nýráðinn framkvæmdastjóri munu sitja fundinn.

    3. Samningsviðræður við Akureyrarbæ.
      Formaður sagði frá stöðunni í samningaviðræðum við Akureyrarbæ um nýjan samning á milli ÍBA og Akureyrarbæjar en núverandi samningur rennur út um áramót.

    4. Afrekssjóður.
      Til upplýsinga auglýsing eftir umsóknum.

    5. Ný stjórn HFA.
      Til upplýsinga

    6. Aðildarfélag, aðstoð við iðkanda.
      Fært í trúnaðarbók

    7. Lýðheilsukort Akureyrarbæjar.
      Kynning á lýðheilsukorti Akureyrar sem nýlega var kynnt með formlegum hætti. Stjórn ÍBA lýsir yfir ánægju sinni með Lýðheilsukort Akureyrarbæjar.  Þetta mikilvæga framtak mun efla lýðheilsu á Akureyri og hvetja bæjarbúa til enn frekari hreyfingar.  

    8. Ný viðbragðsáætlun.
      Ný viðbragðsáætlun gefin út. Stjórn ÍBA hvött til að kynna sem efni hennar vel.
      Viðbragðsáætlun

  1. Tilhögun næsta fundar
    Næsti stjórnarfundur fer fram sama dag og jólaformannafundurinn.

  2. Fundarslit