Stjórnarfundur 7. júní 2021

07.06.2021 16:30

Stjórnarfundurinn var tekinn með fjarfundarbúnaði.

Stjórn:                                                                    Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður                          Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Birna Baldursdóttir, varaformaður
Ármann Ketilsson, gjaldkeri
Inga Stella Pétursdóttir, ritari
Erlingur Kristjánsson, meðstjórnandi
Jón Steindór Árnason, varamaður
Ómar Kristinsson, varamaður

 1. Fundur settur

 2. Fundargerð síðasta fundar   
  Farið yfir fundargerð og hún samþykkt.

 3. Innsend erindi:

  1. Frístundaráðsbókanir
   Til upplýsinga.

  2. BLÍ - Skólamót í blaki
   Erindi frá BLÍ um grunnskólamót í blaki.  Stjórn tekur vel í erindið og felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram með forstöðumanni íþróttamála, framkvæmdastjóra Þórs (vegna Bogans) og blakdeild KA.

  3. ICWG 2022 - Suður Kórea
   Ákveðið að taka ekki þátt að þessu sinni vegna fjarlægðar og að senda ekki óbólusett börn í aðra heimsálfu. Uppfært - Búið er að fresta leikunum um eitt ár eða til 2023.

 1. Málefni stjórnar: 

  1. Íþróttaþing ÍSÍ
   Þingið fór fram þann 7. maí sl.  Þau mál sem ekki þoldu bið, eins og stjórnarkjör, ársreikningar og fjárhagsáætlun voru afgreidd en að öðru leyti var þinginu frestað til haustsins en það mun halda áfram 8. október.

  2. KFA
   Fært í trúnaðarbók.

  3. Aukaframlag Íslenskrar getspá v/Covid-19.
   Ákveðið að greiða út auka arðgreiðslu lottó uppá 3,3 milljónir frá 2020 miðað við hefðbundna lottóúthlutun, sjá einnig fyrri fundargerð frá 2. nóvember 2020 um erindið. 

  4. Aðalfundir 2021

   1. Þór - Því miður komst enginn fulltrúi ÍBA á aðalfund Þórs að þessu sinni. 
   2. SKA - Geir mætti á aðalfund SKA.  Félagið stendur vel fjárhagslega og félagslega þrátt fyrir að stórt skarð hafi verið höggvið í tekjuhliðina þegar Andrésarleikunum var aflýst tvö ár í röð.
   3. SA - Geir mætti á aðalfund SA.  Staða félagsins er góð og fjárhagurinn sterkur.
   4. FIMAK - Geir mætti á aðalfund FIMAK og var fundarstjóri á fundinum.  Félagið er á mjög góðri leið í rekstrinum og mikill bati á fjárhag félagsins.  Nokkur fækkun hefur orðið á meðal iðkenda en verið er að vinna í að fjölga þeim á ný eftir COVID faraldurinn.
 1. Önnur mál:

  1. Dagskrá frístundaráðs 8. júní nk.

 2. Tillögun næsta fundar. 
  Næsti fundur verður 9. ágúst kl. 16.30.

 3. Fundarslit kl. 17.55