Stjórnarfundur 7. febrúar 2022

07.02.2022 16:30

Fundað var í fjarfundarbúnaði Teams

Stjórn:                                                                      Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður                          Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Birna Baldursdóttir, varaformaður
Ármann Ketilsson, gjaldkeri
Inga Stella Pétursdóttir, ritari
Erlingur Kristjánsson, meðstjórnandi
Jón Steindór Árnason, varamaður
Ómar Kristinsson, varamaður

 1. Fundur settur

 2. Fundargerð síðasta fundar   
  Fundargerð samþykkt

 1. Innsend erindi:

  1. Frístundaráðsbókanir
   Til upplýsinga

  2. Ferð til Osló á vegum UMFÍ  
   Málið var kynnt á síðasta stjórnarfundi ÍBA.  Fulltrúi bandalagsins í ferðinni verður Ingi Þór Ágústsson yfirþjálfari hjá Óðni.

  3. Stofnun hjólabrettafélags
   Tölvupóstur hefur borist frá Eika Helgasyni varðandi stofnun nýs íþróttafélags sem myndi halda utan um hjólabretti, hlaupahjól, línuskauta og BMX.  Þeir hafa fengið þau óformlegu svör að ÍBA vilji vísa þeim þá leið að verða deild innan fjölgreinafélags innan ÍBA.  Framundan er fundur með Eika um málið.

  4. Taekwondo æfingabúðir
   Erindi barst frá Taekwondo deild Þórs þar sem óskað er eftir að fá aðstöðu í íþróttahúsi Glerárskóla eina helgi í mars vegna æfingabúða í íþróttinni.  Málinu var vísað til íþróttastjóra Þórs í ljósi þess að Þór á alla þá æfingatíma sem óskað var eftir.

 1. Málefni stjórnar: 

  1. Íþróttamaður Akureyrar, samantekt
   Til upplýsinga.

  2. Formannafundur ÍBA
   Enn eru aðstæður þess eðlis að óráðlegt þykir að halda fjölmenna fundi og er málinu því vísað til næsta fundar.

  3. Ársþing ÍBA
   Ákveðið að ársþingið skuli haldið í vikunni 25.-29. apríl nk.

  4. Reglur um heiðursfélaga

 1. Önnur mál:

  1. Aðalfundir félaga
   Bílaklúbbur Akureyrar.  Formaður ÍBA var fundarstjóri á aðalfundi BA þann 5. febrúar sl. og fór hann yfir það helsta sem fram kom á fundinum.

  2. Fræðsla framundan
   Karlmennskan.  ÍBA, Akureyrarbær og ÍSÍ hafa gert samkomulag um að fá fyrirlesturinn Karlmennskan til Akureyrar.  Dagsetning verður ákveðin þegar samkomutakmarkanir leyfa.

 2. Tilhögun næsta fundar
  Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 7. mars kl. 16:30.

 3. Fundarslit kl. 17:20