Stjórnarfundur 7. desember 2023

07.12.2023 16:30

Stjórn:                                                      Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður          Helga Björg Ingvadóttir, framkvæmdastjóri

Birna Baldursdóttir, varaformaður                   

Jón Steindór Árnason

Ómar Kristinsson, fjarverandi

Sigrún Árnadóttir

María Aldís Sverrisdóttir, varamaður 

Jóna Jónsdóttir, varamaður 

  

  1. Fundur settur

  2. Fundargerð síðasta fundar - Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

  3. Málefni stjórnar: 

    1. Ársþing ÍBA fer fram næsta vor.  Samkvæmt lögum ÍBA skal þingið haldið fyrir 30. apríl og skal stjórn ÍBA setja á fót uppstillingarnefnd eigi síðar en 8 vikum fyrir þingið.  Framkvæmdastjóra falið að byrja að huga að dagsetningum og að senda erindi á aðildarfélög varðandi tilnefningar í uppstillingarnefnd.  Geir Kristinn 

    2. Íþróttamaður Akureyrar.  Stefnt er að því að hátíðin verði haldin í Hofi þann 31. janúar á næsta ári.

    3. Vinna við Lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar og ÍBA er hafin.  Fulltrúar ÍBA munu verða kallaðir að vinnunni þegar vinnuhópur fer af stað.  Íþróttastefna Akureyrarbæjar og ÍBA sem tók gildi árið 2018 gilti út árið 2022 en unnið verður eftir henni áfram þar til ný stefna lítur dagsins ljós.

    4. ÍSÍ og UMFÍ hafa óskað eftir einum fulltrúa frá hverju landsvæði til að taka þátt í mótun stofnunar svæðaskrifstofanna.  Horft er til þess að hvert svæði sé að tilnefna einn aðila til einhvers tíma og svo taki annar við frá öðru héraði í þessum tengslahóp og svo koll af kolli. Stjórn samþykkir að Gunnhildur Hinriksdóttir frá HSÞ verði fyrsti fulltrúi okkar svæðis.

  1. Aukaarðgreiðsla frá Íslenskri getspá. 

Íslensk getspá hefur tilkynnt aukaarðgreiðslu vegna góðrar afkomu.  Hlutur ÍBA er 1,7 milljón króna.  

Stjórn samþykkir að eyrnamerkja arðgreiðsluna fyrir afmælishátíð bandalagsins, en ÍBA mun fagna 80 ára afmæli þann 20. desember 2024.

  1. Staða sameiningar KA og FIMAK

Sameining félaganna tók formlega gildi þann 1. desember sl. og er FIMAK því nú formlega orðið að fimleikadeild KA.

 

  1. Önnur mál:

    1. Skautafélag Akureyrar hefur haft samband við ÍBA vegna stofnunar nýrrar bandýdeildar.  ÍBA mun leiðbeina félaginu við stofnun nýrrar deildar.  Það skal þó tekið fram að öll íþróttahús eru þétt setin og félagið getur ekki gengið að því sem gefnu að fá úthlutaða tíma í íþróttahúsum bæjarins fyrir bandíæfingar.

 

  1. Tilhögun næsta fundar

Næsti fundur er 8. janúar 2024 kl. 16.30.

  1. Fundarslit