Stjórnarfundur 7. desember 2020

07.12.2020 16:30

Stjórnarfundurinn var tekinn með fjarfundarbúnaði.

Stjórnarmenn:                                                       Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður                          Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Hrafnhildur Guðjónsdóttir, varaformaður
Inga Stella Pétursdóttir, ritari
Ármann Ketilsson, gjaldkeri
Erlingur Kristjánsson, meðstjórnandi
Hörður Sigurharðarson
Ómar Kristinsson

 1. Fundur settur
  Kl. 16:30, forföll boðar Hörður Sigurharðarson og Hrafnhildur Guðjónsdóttir.

 1. Fundargerð síðasta fundar   
  Samþykkt.

 1. Innsend erindi:

  1. Frístundaráðsbókanir
   Til kynningar.

  1. Þór Keiludeild - Aðstöðumál.  
   Erindi frá Íþróttafélaginu Þór varðandi aðstöðuleysi keiludeildar félagsins.  Óskað er eftir að deildin fái aðstöðu í kjallara Íþróttahallarinnar þegar að því kemur Golfklúbbur Akureyrar flytur vetraraðstöðu sína þaðan og upp á félagssvæði sitt að Jaðri.
   Stjórn ÍBA tekur undir áhyggjur félagsins vegna aðstöðuleysis deildarinnar.  ÍBA hefur nú þegar lagt til við Akureyrarbæ að uppbyggingu að Jaðri verði flýtt til að losa kjallara Íþróttahallarinnar undir aðrar íþróttagreinar sem ekki hafa í nein hús að venda.  Þessum hugmyndum hefur verið hafnað af Frístundaráði og því ljóst að kjallarinn mun ekki losna á næstu árum í ljósi þess að uppbygging að Jaðri er í 6. sæti yfir forgangsröðun uppbyggingar íþróttamannvirkja á Akureyri. 
   ÍBA vill því hvetja bæjaryfirvöld til að huga að lausnum fyrir þær íþróttagreinar sem eru “á götunni” í dag en það eru keiludeild Þórs og bogfimideild Akurs.

  1. Þór Knattspyrnudeild - Samstarf MA & VMA við íþróttafélög
   Erindi frá knattspyrnudeild Þórs þar sem skorað er á ÍBA og framhaldsskólana á Akureyri að skoða þann möguleika að halda úti afreksíþróttabraut í skólunum.
   Stjórn ÍBA tekur undir þessar hugmyndir og lýsir sig reiðubúna að koma að undirbúningsvinnu vegna verkefnisins.  Nú þegar hafa farið fram óformlegar viðræður við VMA um málið en vinna hefur verið í gangi þar í tengslum við afreksíþróttabraut.  Fulltrúi VMA er þessa dagana að kynna sér rekstur slíkra brauta í öðrum skólum ásamt því sem samtal á milli VMA og MA er komið af stað.  ÍBA fylgist áfram með málinu og er reiðubúið að tilnefna fulltrúa í vinnuhóp, verði hann að veruleika.

  1. ÍSÍ - Tölfræði íþróttahreyfingarinnar
   Þegar rýnt er í tölfræði innan aðildarfélaga ÍBA má sjá að töluvert brottfall verður hjá konum eftir 17 ára aldur og er það mikið áhyggjuefni.  Kynjahlutfall hjá 17 ára og yngri er í ágætismálum en það er 55/45 þar sem drengir eru í meirihluta.
   Stjórn ÍBA vill fara ofan í saumana á þessu brottfalli hjá konum eldri en 17 ára og mun skoða hvaða leiðir eru færar í þeirri vinnu.

  1. ÍSÍ - Lokaskýrsla vinnuhóps um þjóðarleikvanga
   Til kynningar. Stjórn ÍBA fagnar skýrslunni og þeirri vönduðu vinnu sem að baki hennar liggur.

  1. Sportabler
   Nú eru í gangi tvö kerfi sem halda utan um iðkendafjölda félaga innan ÍBA, Nóri og Sportabler, en hið síðarnefnda er til reynslu hjá nokkrum félögum.  Samkvæmt reglugerðum ÍBA ber að fara eftir iðkendafjölda í Nóra en stjórn veitir framkvæmdastjóra ÍBA heimild til að greiða út lottógreiðslur vegna seinni hluta ársins út frá tölu í Sportabler hjá þeim félögum sem notast við það kerfi.  Þessi ákvörðun breytir ekki iðkendafjöldanum innan félaganna en sparar mikla vinnu við að skrá iðkendur í bæði kerfin.

 1. Málefni stjórnar: 

  1. Staða íþróttafélaganna v/Covid19
   Farið yfir minnisblað frá forstöðumanni íþróttamála hjá Akureyrarbæ um stöðu íþróttafélaganna í bænum í skugga heimsfaraldurs.

  1. Staða íþróttastefnu og aðgerðaráætlun
   Farið yfir minnisblað frá forstöðumanni íþróttamála hjá Akureyrarbæ um stöðu þeirra mála sem fram koma í íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA til ársins 2022. Minnisblaðið sýnir að mjög góður gangur er í langflestum atriðum sem snúa að ÍBA í stefnunni.  Stjórn felur framkvæmdastjóra að taka púlsinn á fulltrúum íþróttafélaganna innan bandalagsins og setja saman minnisblað um stöðu sameiningarmála hjá þeim.

  1. ICG 2021 - Suður Kórea
   Í ljósi kórónuveirufaraldurs, langra vegalengda og fleiri atriða er ákveðið að taka ekki þátt í sumarleikum International Children´s Games í Suður Kóreu næsta sumar.

  1. Íþróttamaður Akureyrar
   Komið er að undirbúningsvinnu vegna íþróttafólks Akureyrar 2020 en hátíðin fer fram þann 20. janúar 2021 í Hofi.
   Stjórn felur framkvæmdastjóra og Ingu Stellu Pétursdóttur, ritara stjórnar, að halda utan um vinnuna og fá til liðs við sig þrjá fulltrúa frá íþróttafélögunum.  

  1. Lottó
   Komið er að seinni úthlutun lottófjár fyrir árið 2020.  Um er að ræða greiðslu að upphæð 9.925.523 kr. Stjórn felur framkvæmdastjóra að klára málið, m.t.t. þess sem fram kemur í lið 3f í þessari fundargerð.

  1. KFA
   Ársreikningur vegna 2019 ásamt fleiri gögnum bárust sl. föstudag eftir að gengið hafði verið á eftir þeim í nokkra mánuði.  Gerðar eru nokkrar athugasemdir við ársreikninginn og framkvæmdastjóra falið að senda þær á formann og gjaldkera félagsins.

  1. Samskiptaráðgjafi ÍSÍ
   Fært í trúnaðarbók.

 1. Önnur mál:

  1. Íþróttabærinn Akureyri
   Nú er fyrsti þátturinn af Íþróttabænum Akureyri farinn í loftið, en þættirnir verða alls fimm talsins. Stjórn ÍBA lýsir yfir ánægju með þáttinn.  Þættirnir er m.a. liður í að uppfylla þann lið í íþróttastefnunni þar sem segir: “Íþróttafélögin í bænum, ÍBA og Akureyrarbær taki höndum saman um markaðssetningu Akureyrar í tengslum við íþróttir”.

 1. Tillögun næsta fundar
  Næsti fundur verður haldinn 11. janúar.

 2. Fundarslit kl. 19:05