Stjórnarfundur 6. nóvember 2023

06.11.2023 16:30

Stjórn:                                                      Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður Helga Björg Ingvadóttir, framkvæmdastjóri

Birna Baldursdóttir, varaformaður                   
Jón Steindór Árnason - fjarverandi

Ómar Kristinsson 

Sigrún Árnadóttir

María Aldís Sverrisdóttir, varamaður 

Jóna Jónsdóttir, varamaður 

 

  

 

  1. Fundur settur

  2. Fundargerð síðasta fundar - Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

  3. Innsend erindi:

    1. Fræðslu- og lýðheilsuráðsbókanir:
      Fundur Fræðslu- og lýðheilsuráðs 23.10.2023 

Til upplýsinga.

  1. Málefni stjórnar: 

    1. Staða sameiningar KA og FIMAK

Umræður í góðum farvegi.

  1. Afrekssjóður Akureyrar

Ferðasjóðshluti afrekssjóðs fyrir árið 2023 er svo til tómur. Mælst er til að stjórn afrekssjóðs fundi og fari yfir stöðuna og meti hvaða úrræði eru í boði.

  1. Önnur mál:

  1. Jólaformannafundur ÍBA

Formannafundur er áætlaður fimmtudaginn 7. desember. Meðal dagskrárefna er kynning á nýjum úthlutunarreglum lottó sem samþykktar voru á þingi ÍSÍ í vor og  þingi UMFÍ í október sl. sem og, kynning á svæðaskrifstofum ÍSÍ og UMFÍ.

  1. Tilhögun næsta fundar

Áætlað að funda 7. desember, samhliða formannafundi.

  1. Fundarslit um kl. 18:30